Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 30
94 hinni ungu konu sinni í söðulinn á öðrum hestinum, er hann hafði komið með, því nú átti hann tvo hesta, en steig sjálfur á bak hinum og síðan héldu þau rakleitt til Vatnsins einmana og bústarfanna. Það var þeirra brúðkaupsferð. í sameiningu björguðu þau uppskerunni og bjuggu allt undir veturinn, en því næst hóf Hrólfur veiðarnar og varð þá oft að vera fjarverandi sólarhring í einu og skilja Ethel eftir eina á bvlinu. í september næsta haust ól Ethel fyrsta barn þeirra á sjúkrahúsinu í Bella Cola. Það var drengur og þau nefndu hann Stanley Bruce. í miðjum nóvember, þegar veturinn var á næstu grösum, flutti Hrólfur aftur móður og barn út í óbyggðina. Bamið var Ethel til mikillar ánægju og afþreyingar þegar maður hennar var fjarverandi á veiðiferðum sínum, og bráðum urðu börnin fleiri. Áður en Stanley varð þriggja ára fæddist Johnny, og dóttirin Þriiða kom 18 mánuðum síðar. Fólkinu fjölgaði hratt í Birkilundi. Býlið framleiddi nú svo að segja allt, sem fjölskyldan þarfnaðist, og þau kynstur af matvælum, sem Ethel sauð niður á hverju hausti, mundu hafa fyllt flestar húsmæður bæði undrun og skelf- ingu. Þau skiptu nokkrum hundmðum dósa af kjöti, laxi og ýmiss konar grænmeti frá baunum, korni og kálmeti til ýmiss konar ávaxta og berja. Innkaupin námu aðeins 200— 300 dölum af nokkmm nauðsynjum eins og sykri, salti, fatnaði, nöglum o. s. frv., en þeim tekjum, sem þá voru afgangs, var varið til kaupa á ýmiss háttar tækjum og svo bókakaupa. Flest sem vanhagaði um var heimagert að öllu eða miklu leyti. Haustið 1929 var aðstaða nýbyggjanna við Vatnið ein- mana orðin tiltölulega trygg. Aldrei munu þeir þó gleyma október þetta ár, ekki vegna fjármálahrunsins í Wall Street, sem varð þetta ár, heldur vegna þess, að þá hrundi hinn einangraði en indæli heimur þeirra að nokkru í rúst.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.