Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 32
96 safna fötum og komu auk þess með 100 dali í reiðufé. Þetta bjargaði Bjarkarlundi. Þegar Hrólfur flutti Ethel þessar fréttir gat hún ekki tára bundizt, og aldrei hafði hún flutt borðbænina af meiri inni- leik og virðulegar en þetta kvöld, er þau settust við borðið til að neita fátæklegrar máltíðar. Enginn má þó halda, að lífið í Birkilundi hafi, vetur- inn sem nú fór í hönd, verið nokkur barnaleikur í litla bjálkakofanum með moldargólfinu, þegar frostið úti varð milli 30 og 40° C. Húsbóndinn varði öllum stundum til veiðanna, er hann sótti nú af meira kappi en nokkru sinni áður, en Ethel sat heima með bömin og vann öll húsverk í þessu eina óvistlega herbergi, er einnig var svefnstofa. Áður en bruninn varð hafði Hrófur gert hænsnahús, er var um 4x6.5 m að stærð. Fyrir næsta haust hafði hann breytt hænsnahúsinu í nothæfa bráðabirgðaíbúð, er tók bjálkakofanum verulega fram og enn einu sinni höfðu þau safnað ríkulegum vetrarforða af kjöti, laxi og grænmeti. Með vetrarkomunni hóf Hrólfur veiðarnar eins og áður. Ef sæmilega gekk, gat hann gert sér vonir um vetrarlangt að veiða 20 minka, álíka marga merði, nokkra otra og bjóra, refi, púmur og úlfa og ef til vill eitt eða tvö sjaldgæfari rándýr. Hann hafði frétt, að gott verð væri á íkornaskinn- um og Ethel, sem vanizt hafði frá barnæsku að fara með skotvopn, greip hvert tækifæri, er gafst, til að skjótast frá húsverkunum út í skóginn og veiða íkorna. Það sem skinn- in gáfu í aðra hönd fékk hún til eigin ráðstöfunar. Á þenn- an hátt vann hún sér inn um 75 dali og varði þvf til að kaupa jóla- og afmælisgjafir handa börnunum og ýmislegt smávegis, er hún áður hafði orðið að neita sér um. Skrokkarnir af íkornunum komu einnig að notum. Hrólf- ur uppgötvaði að malaðir saman við kom og kartöflur voru þeir ágæt kjúklingafæða. Þessi uppgötvun leiddi til þess, að Hrólfur fór að hugleiða, hvernig hann gæti mulið kjötið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.