Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 37
101
maðurinn brosd, er honum flaug í hug, að þetta væri spek-
ingurinn Sókrates að baða sig. Hann hafði að vísu heyrt um
Hrólf Eðvarðs við Vatnið einmana, en aldrei hafði honum
til hugar komið neitt líkt því, er hann sá þarna. Þegar hann
hafði skoðað aflstöðina, raflögnina, sagverkið og mörg önn-
ur tæknileg furðuverk, sem Hrólfur hafði gert aleinn, og
þegar Þrúða fór að spyrja hann um mismunandi gerðir af
segulkveikjum, og hann uppgötvaði að hún vissi kynstrin
öll um span, straumbreyta, segulsvið og margt annað og
hafði numið þetta allt af bókum, þá varð hann bæði undr-
andi og angurvær yfir þeim ótrúlegu þrekraunum, er hér
hafði verið lagt í að leysa.
Hrólfur var fyrst í sjöunda himni, að geta rætt um flug-
vélar við Johnny og aðra þá flugmenn, er fluttu kornbyrgð-
irnar, en því fylgdu einnig ægileg vonbrigði. „Við vitum að
þú getur gert flugvél,“ sögðu þeir við hann, „en þegar þú
hefur lokið smíðinni koma opinberar reglugerðir til sög-
unnar. Þér verður ekki leyft að nota flugvélina fyrr en hún
hefur verið athuguð og reynd, að tilhlutan flugmálaráðu-
neytisins, á allan hugsanlega hátt. Þetta getur tekið 2—3 ár,
og svo verður hún að lokum ef til vill dæmd ónothæf.“
Vonbrigðin voru mikil, en Hrólfur lét ekki bugast. Síðar
sagði hann: „Þetta varð til þess, að ég í alvöru fór að hug-
leiða flugvélarkaup. Það var ekki hægt að draga þau mikið
lengur." ,
Næst þegar Hatch kom að Birkilundi sagðist hann hafa
skygnzt um á flugvélamarkaðinum og fundið vél við þeirra
hæfi. Meiri hvatningar var ekki þörf. Flugvélasjóðurinn
hafði vaxið smám saman, svo bilið milli verðs og efna var
ekki orðið gífurlegt. Þrúða var send til Vancouver til að
nema flug. Hrólfur, sem nú var 62 ára, óttaðist að aldur-
inn yrði sér til trafala.
Þegar Þrúða kom til Vancouver vorið 1953 til flugnáms-
ins, hafði hún 13 ára undirbúning. Hún gat því hlaupið