Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 38
102 yfir mikið, sem byrjendur urðu að læra, og eftir hálfan mán- uð hafði hún öðlazt flugréttindi, keypt notaða 65 hestafla sjóflugvél og hélt heimleiðis. Þann 8. júlí, klukkan fimm síðdegis, heyrði Hrófur í flugvél er kom úr suðri inn yfir vatnið. Hátt uppi sá hann ofurlítinn díl, er bláum og gyllt- um lit sló á, og þessi depill renndi sér eins og fugl niður á milli hæðanna, er umkringdu vatnið. Hún kemur! Hún kemur! Hrópaði hann til konu sinnar, og bæði tóku þau á rás niður að víkinni, en er þangað kom var Þrúða þegar lent. Dóttir þeirra var orðin flugmaður. Þau höfðu eignazt flugvél. í raun og veru hafði þó miklu meira gerzt á svipstundu. Margra ára draumur hafði rætzt. Áratuga einangrun var rofin. Næsta dag flugu þau Þrúða og faðir hennar yfir fjöllin til sumardvalastöðvanna við Charlottuvatnið og undir- bjuggu viðskiptin. Þetta var tveggja daga ferð fótgangandi en aðeins 40 mínútna flug. Brátt hóf Þrúða reglubundið flug með ljúffengar afurðir búsins, þar með talið rjómi og smjör, til sumardvalargestanna handan við fjöllin. Stund- um fór hún þrjár eða fjórar ferðir á dag, og er haustið kom hafði hún flutt nokkrar smálestir af afurðum búsins á mark- að og tekjur búsins höfðu vaxið stórum. Hrólfur stóðst nú ekki lengur mátið. í marz 1954 hélt hann til Vancouver og fékk sín flugréttindi. Þegar hann stóð frammi fyrir lækninum, er rannsaka skyldi heilbrigðis- lega hæfni hans til flugnáms, leit læknirinn með augljósum efa á þennan hélugráa öldung og spurði: „Ert þú ekki nokk- uð aldraður til að fljúga?“ Hrólfur svaraði hóglátlega, en allt annað en rólegur innvortis: „Ég er 62, og mér hefur skilizt að hver maður geti hlotið réttindi til að fljúga sinni eigin flugvél, hvað sem adri líður, ef hann stenzt ákveðnar prófanir. Læknirinn var þó ekki sannfærður um þetta fyrr en hann hafði fengið það staðfest af flugmálaráðuneytinu,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.