Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 45
109
landsins, einkum þær afskekktari, væri með líku sniði og
vegagerðin. Þess eru mörg dæmi, að símaflokkar eru sendir
ár eftir ár í sama dalinn til þess að hafa þar aðeins fárra
daga viðdvöl í hvert sinn og leggja síma inn á sárfáa bæi í
einu, en þótt þetta séu lítt skiljanleg vinnubrögð er á þeim
sá munur samanborið við vegagerðina, að símaflokkarnir
hafa minni flutning með sér en vegaflokkarnir og eru því
hreifanlegri og svo kemur venjulega það, sem símaflokkarn-
ir afreka í hvert sinn, óðar að notum. Engu að síður eru
þessi vinnubrögð ódrjúg og hálf barnaleg.
Vafalaust á fleiri sviðum opinberra framkvæmda eru
vinnubrögð með líkum hætti, en hvergi eru gallarnir eins
augljósir og jafn auðvelt úr að bæta, án þess að með því sé
á nokkurn hallað, eins og í vegagerðinni, og væri æskilegt
að framkvæmd vegalaga verði endurskoðuð hið bráðasta
með hagsýnni og framsýnni vinnubrögð fyrir augum, en
þau, sem tíðkazst hafa oft fram til þessa.
B Vinnulöggjöf og kjaradeilur.
Síðustu árin ættu að hafa fært öllum flokkum og stéttum
heim sanninn um það, að vinnulöggjöf vor er meira en lít-
ið gölluð, og að verkföllum má beita þannig, að þau eru
þjóðhættuleg og eiga engan rétt á sér, en þjóðhættuleg verða
verkföllin, ef rétt er, svo sem mjög hefur verið á orði haft
síðustu árin, að hægt er að beita þeim pólitískt af flokkum,
sem í það og það skiptið eru í stjórnarandstöðu, til þess að
gera löglegum stjórnum erfitt eða ókleift að stjórna land-
inu, en þessu hefur verið haldið fram bæði af fyrrverandi
og núverandi stjórn og sé það rétt er augljóst, hvílíkur
voði er á ferðum. Annað sem gerir verkföll þjóðhættuleg er
það, er fámennir starfshópar hafa á valdi sínu að stöðva eða
lama allt gangverk þjóðfélagsins með því að skera á lífsvið-
kvæma þætti þess, en í því er fólgin sú hætta, að þessir fá-