Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 49

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 49
113 syn. Verulegur hluti þjóðarþegnanna hefur aldrei haft þennan rétt, ekki haft neina aðstöðu til að beita honum, eða eigi talið sér neinn ávinning að beita honum. Má þar fyrst til nefna alla opinbert starfsfólk, sem eigi hefur verk- fallsrétt og bændur, sem að vísu eru atvinnurekendur og framleiðendur, en þó með því sérstaka sniði, að gerðadóm- ur ákveður verð á framleiðslu þeirra, og meðallaun þeirra, sem eigi er hægt að segja að séu rífleg miðað við vinnu- framlag þeirra. Bændur hafa þó alltaf gert sér ljóst, að verk- fall mundi fyrst og fremst skaða þá sjálfa, jafnvel þótt þeir með því gætu knúið fram hærra verð á framleiðslu sinni. Verzlunarfólk, sem er all fjölmenn stétt, mun aldrei hafa beitt verkfölum í kjaradeilum, vafalaust ekki séð sér hag í því og það mun sanni næst, eins og nú er komið högum vor- um, að verkföll eru öllum til tjóns. Þeir, sem gera verkföll- in, fá sjaldnast uppborið það tjón, er þeir bíða við þau, áður en kjarabótin hefur á einhvern hátt verið af þeim tekin og hið þjóðfélagslega tjón fæst aldrei bætt, auk þess skapa þau úlfúð, sundrung og tortryggni, er valda tjóni, sem eigi verður metið til fjár. Að fenginni dýrkeyptri reynslu ættu flestir að geta verið sammála um að afnema verkföM og leita annarra eðlilegri og heilbrigðari leiða í kjaradeilum. Þeir, sem ekki vilja það, hafa áreiðanlega önnur viðhorf til verkfalla, heldur en vel- ferð og hag launþeganna og heill þjóðfélagsins. Hvað á þá að koma í stað verkfalla í kjaradeilum? Því er fljótsvarað. — Gerðardómur. Þeir, sem eigi vilja leggja deilumál sín í gerð, hafa ekki hreint mjöl í pokanum og harla litla trú á eigin málstað. í öllum deilumálum og ágreiningi í þjóðfélaginu, öðrum en kjaradeilum, er gerð eða dómstólar látnir skera úr og verða aðilar að láta sér það vel líka, en aðeins í kjaradeilum er kúgun og hnefaréttur löghelgaður. Væri ekki rétt að hugleiða hvernig umhorfs yrði í þjóðfélagi, sem leyfði sömu aðferðir í öllum ágrein- 8

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.