Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 52
116 þyrfti að endurskoða hið flókna, gerræðislega og ófrjálslega orðlofsfargan, en um það skal ekki rætt að sinni. Vafalaust verður ekki heilbrigðri skipan komið á þessi mál án þess einhverja kunni að svíða, og sumt af því, sem gera þarf, verði af einhverjum talin skerðing á fengnum réttindum. í því sambandi skal bent á, að réttindi, sem hægt er að beita sem kúgun og til upplausnar þjóðfélaginu eru hættulegur óréttur, að velferð þjóðfélagsþegnanna er ekki kominn undir háum launum einvörðungu heldur miklu fremur undir vinnuöryggi og heilbrigðum tryggingum. Um þetta ættu allir hugsandi og velviljaðir menn að geta sam- einazt með verðskrúfur undangenginna ára og afleiðingar þeirra fyrir augum. Ó. J. HÁKON BJARNASON: Nátttröll - eða hvað? Fyrir nokkru lét Ólafur Jónsson, fyrrum framkvæmdastj. Rf. Nl., endurprenta grein eftir Árna Eylands, fulltrúa, í Ársriti Rf. Nl. Sú grein hafði áður verið prentuð í tíma- ritinu Akranes, en þar hélt Ólafur Jónsson, að hún kæmi ekki fyrir sjónir nógu margra, og fékk því greinina endur- prentaða. Grein þessi fjallar um áburðarþörf og áburðargjöf að trjá- plöntum, en aðallega er hún um hinn tilfinnanlega skort á leiðbeiningum um slíkt og þögnina um slík mál. Af þessu tilefni vil ég biðja ritstjórn Ársrits Rf. Nl. að

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.