Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1960, Page 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1960, Page 2
2 í erindi því, sem próf. Mþllgárd flutti við landbúnaðarháskólann norska í sambandi við heiður þann, er skólinn sýndi honum, fjallar hann, samkvæmt ósk forráðamanna háskólans, um meginefni þessarar bókar, og þetta erindi birtist nú hér í íslenzkri þýðingu. Vona ég, að þrátt fyrir mörg vandþýdd orð og hugtök, hafi mér tekizt þýðingin svo, að athugulum fesendum megi verða ljósir megindrættir erindisins, en þar er fjallað um vandamál, sem hver hugsandi maður verður að hug- leiða vandlega. Erindið kom út í Tidskrift for Det Norske Landbruk, nr. 10, 66. árg. 1959, og hefur sú útgáfa veriö notuð við þýðinguna. Síðar kom það út nær óbreytt í Tolvmandsbladet, nr. 4, 1960, Kbh., en það barst mér fyrst eftir að greinin var sett. Þó hefur sú útgáfa verið höfð til hliðsjónar við lestur prófarka. Hér hefst svo erindið. — O. J. Norskir starfsbræður mínir hafa óskað þess, að ég í þessu erindi fjallaði um víðfeðmara og mannlegra viðfangsefni, en venjulega er búizt við í fyrirlestri vísindamanns. Ástæðan til þess er sú, að ég hef samkvæmt óskum margra ungra, danskra vina, notað tvö fyrstu árin, eftir að ég lét af störfum við há- skólann, til þess að rita bók, er lýsir viðhorfi gamals lífeðlis- fræðings og læknis til mannlegra og þjóðfélagslegra viðfangs- efna, er valda betri hlutanum af æskulýð nútímans áhyggjum og heilabrotum, en um þetta skortir hann eflaust grundvall- andi þekkingu, til þess að geta markað fasta afstöðu. Það sem ég hér segi er útdráttur eða kjarni þessa ritverks. Ég vona að mér heppnist í Noregi, eins og í Danmörku, að erta tilheyrendur mína nægilega, svo þeir komist ekki hjá því að þenkja um þær spumingar, sem ég fjalla um. Vér lifum á tímum eigi ósvipuðum þeim, er voru fyrir 19 öldum, þegar hellenska menningin hrundi og rómverska alls- herjarríkið var einasta vöm, bæði Barbaranna og Hellen- anna, gegn menningarlegu og þjóðfélagslegu öngþveiti. Eins og fólk þess tíma höfum vér orðið að þola ógnir margra bræðravíga og vegna þessa, eins og það, tapað trúnni á verð- mæti, sem vér áður héldum hátt í heiðri. Svo virðist sem vér, eins og fólk þeirra tíma, lmeigjumst að hugmyndinni um allsherjarríki, til þess að forðast hrunið. í raun og veru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.