Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 100

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 100
100 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN Seinna í bréfinu biður Sveinbjörn Rask að vera hjálplegan Jóni Brynjólfssyni, er ætlaði að skrifa upp fyrir hann vísur, „að hann fái lof til að gera þetta á turni og vísa honum á góðar bækur, ef þær eru til.“ Þeir Rask og Rafn hafa brátt fengið áhuga á þessu verki Sveinbjarnar, hvatt hann til að halda því áfram og innt hann eftir því öðru hverju, hvað því liði. Sveinbjörn segir um þetta m. a. í bréfi til Gísla Brynjólfssonar 2. marz 1825:1 „Rask fór upp á við mig að safna til poetisks lexicons . . . ég ætla nú að gegnumganga allar sögur og taka af þeim kenningar og orð og skrifa þar af lexicon manuale.“ En í bréfi til Gísla 14. nóvember 18261 kemst hann svo að orði: „Þeir eru að nauða á mér að búa til skáldlega orðabók; ég hefi nokkurt safn, en þó ófullkomið. Það er ofætlun fyrir einn, þar so margt [er] óútlagt áður.-----Annars held ég með alvöru að tala, að ég endist ei til þess, sem valla er von á. Þetta ætti að gera utanlands, hvar subsidia eru meiri.“ Að seinustu skal hér um sinn vitnað til bréfs Sveinbjarnar til Rasks 5. ágúst 1828,2 þar sem hann segir: „Aldrei tek ég á Orðabókinni. I vor ætlaði ég með miklum virtum (virktum) að fara til að gegnumganga vísurnar í Snorra aftur og bera þær saman við 6ta part Heimskringlu, útg. Khf. í Arkarf., hvörja ég fékk að láni; en sjá, Rafn kemur og hleður uppá mig heilum bagga, og við hann hefi ég setið í sumar og þykir gott, geti ég fært þann ómaga af mér fyrir réttir. Sona fer fyrir mér á hvörju sumri.“ Vér skulum nú láta orðabókina hvílast um hríð, en hyggja þess í stað að þeim höggum, sem Rafn hefur hlaðið á Sveinbjörn síðustu árin. í latínuútgáfu Fornmannasagna kom í hlut Sveinbjarnar að þýða og skýra kveð- skap þeirra, en Gísli Brynjólfsson skyldi snara meginmálinu. Gísla sóttist þetta verk seint, og er auðfundið á bréfum Rafns til hans, að hann hefur miklar áhyggjur af því. I bréfi, sem Sveinbjörn skrifar Rafni 3. marz 1826, minnist hann einnig á verk Gísla og segir: „Mér þykir leitt að sjá af hréfi drs. [Gísla] Brynjólfssonar, að hann hefur ekkert sent af þýðingu sinni síðastliðið haust og varla einu sinni með póstskip- inu. Hefði ég vitað þetta, hefði ég ekki hespað minn hluta af, eins og ég gerði, ég hefði þá getað leiðrétt eitt og annað, ef ég hefði haldið honum til vorsins, en nú verður þetta svo að vera. Hvað sem því líður, veitti ekki af að stytta þetta rugl um helming og fleygja hinu, því að ég er nú helzt kominn á það, að réttast sé að hafa engar skýringar, og vara mig á því næst, ekki sízt ef mér tækist að Ijúka orðabókinni eftir 6-8 ár.“ I bréfi Sveinhjarnar til Rasks 28. júlí 1826:i sjáum vér, að Sveinhjörn hefur verið fenginn til að hlaupa undir bagga með Gísla, því að hann segir þar m. a.: „Mikill skaði er það fyrir félagið að halda ekki við Sjra Gísla, sem er svo sterkur í latínu. 1 Ny kgl. saml. 2030 fol. 2 Breve fra og til Rasmus Rask, II, 212-13. » ÍB. 94 4to.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.