Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 106

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 106
106 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN Frásögn Sveinbjarnar af því, hve snemma hann fór á fætur, minnir á þessa vísu í Ljóðmælum hans (108. bls.), er hann mætti vel hafa ort í Kaupmannahöfn: Hugurinn líður hér og þar, hvikull eftir vanda; ég er að bíða birtunnar, búinn upp að standa. Það er dálítið skemmtilegt að skoða til samanburðar útdrátt úr dagbók Rafns 14. júlí 1828 - 13. maí 1829, en hann er til með hendi Dagmarar, dóttur Rafns, og er varð- veittur í Lbs. 485 4I0.1 Vér skulum líta í dagbók Rafns, t. d. miðvikudaginn 16. júlí 1828. Þann dag fór Rafn á fætur kl. 4%, vann kl. 5-7 að Ragnars sögu loðbrókar, kap. 5-8%, vegna Nordiske Fortids Sagaer; ræddi kl. 7-9 við Þorstein Helgason um Orvar- Odds sögu, kap. 1-6, v. Fornaldarsagna Norðurlanda; vann kl. 9-12 aftur að Ragnars sögu loðbrókar, kap. 8%-9%; kl. 12-6 skýrslugerð um Eddukvæði; kl. 6-8 göngu- ferð og í Athenæum; kl. 8-11 bréfaskriftir. Háttaði kl. 11. Vér sjáum, að Rafn hefur ekki slegið slöku við fremur en Sveinbjörn, enda hefðu þeir ekki afrekað svo miklu sem raun ber vitni, ef þeir hefðu ekki notað hverja vöku- stund að kalla til einhverra nytsamlegra verka. Af bréfi, sem Rafn hefur skrifað Sveinbirni 6. marz 1844, sést, að Rafn hefur ætlað sér að láta setja orðabókina, jafnskjótt og hann fengi handritið, því að hann segir m. a. :2 „Það er mér einkar kært að mega nú eiga von á byrjuninni af orðabókinni yfir skáldamálið forna, er þegar mun verða prentuð.“ Þetta fór þó á annan veg, þar eð orðabókin var ekki prentuð fyrr en á árunum 1854- 60. Hið norræna fornfræðafélag gaf hana út, og heiti hennar var Lexicon poeticum antiquae linquæ septentrionalis. Lexiccn poeticum er til í Landsbókasafni í ágripi með hendi Sveinbjarnar, Lbs. 273- 74 8vo. Það er í tveimur bindum, með íslenzkum skýringum, og hefur Sveinbjörn vafa- laust hreinritað það jafnóðum og hann gekk frá íslenzk-latnesku gerðinni, kosið að eiga þetta eftirlætisverk sitt einnig í alíslenzkum búningi, þótt hann mætti vita, að það yrði naumast gefið út um daga hans. Benedikt Gröndal minnist á ágrip þetta í Dægradvöl (útg. 1923, 48. bls.) og gelur þess, að Sveinbjörn hafi ritað það á bækur, er Paul Gaimard hafi gefið föður hans 1836. Voru þær óskrifaðar og í bandi, og fengu ýmsir íslenzkir lærdómsmenn slíkar bækur að gjöf. „Tvær bækur voru sendar hverjum, og stóð á kjölnum „Voyage de la Recherche“ og eitthvað fleira. Eftir mörg ár ritaði faðir minn á þessar bækur ágrip af Lexicon poeti- cum, og er það nú á Landsbókasafninu meðal handrita föður míns.“ 1 Dagmar og þær dætur Rafns skrifuÖu upp af mikilli elju og vandvirkni fjölda bréfa og gagna úr fórum föður síns og gáfu Landsbókasafni í minningu um hann. Sbr. Lbs. 657 og 1049—59 4to, auk fyrrnefnds handrits. 2 Sbr. Ljóðmæli Sveinbjarnar, formála, Ll. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.