Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 118

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 118
118 JORIS CAROLUS OG íSLANDSKORTHANS kortinu, er var í eigu höfundarins, sem nú er látinn.1 2 Litlu munar á heitum kortanna, en stærð þess er ekki tilgreind, og verður því engum getum að leitt, hvort hér er um endurprentun Amsterdam-kortsins að ræða eða annað kort. Ég hafði ekki blaðað lengi í plöggum þessum, þegar íslandsgerð kortsins fór að koma mér furðu kunnuglega fyrir sjónir. Ef árfærslan var rétt eða nærri lagi, var hér komin frumgerðin að Islandskorti Joris Carolusar. ísland (Yslandia) er á h. u. b. 64^67° n. br. og 350° v. 1.-4° a. 1. Heimskauts- baugurinn sker sunnanvert Mývatn og Barðaströnd, en núllbaugurinn Þykkvabæjar- klaustur og Skjálfandaflóa. Lengdarmiðanir voru mjög á reiki um þessar mundir. Sumir miðuðu við vestustu odda Afríku, en aðrir við Kanaríeyjar eða Azoreyjar. Samstaða var engin um, hvort miða skyldi við austustu eða vestustu eyjar í eyja- klösum þessum. Um þessar mundir sker núllbaugurinn þó oftast vestanvert Snæfellsnes. Fyrir velvild bókavarða var mér gefinn kostur á ljósmynd af íslandshluta kortsins, og birtist hún hér með þessum línum. I fljótu bragði virðist vera nokkur munur á kortunum, en hann stafar af dálítið mismunandi cfanvarpi, sem rekja má til þess, að hér er landið hluti stærri heildar, en hjá Joris Carclus er um sérkort landsins að ræða. Báðir styðjast við kort Guðbrands biskups eins og Mercator gekk frá því í korta- safni sínu 1595. Nægir í því efni að benda á, að víkur heita alls staðar wick og jöklar hokell í stað jokul hjá Orteliusi. í sömu átt benda hin undarlegu tvínefni, er koma fyrir hjá Mercator, t. a. m Gilss og Gils fiord, Kolla og Kolla fiord, hvort sem Mercatcr sjálfum er um að kenna, eða þeim, sem gerði eftirmynd af korti Guðbrands biskups handa honum. Gleggsta einkenni kortsins er Lagarfljót. Á Mercator-kortinu er það stöðuvatn eins og vera ber, en hér er það orðið að gríðarlöngum firði með fimm eyjum eins og hjá Joris Carolus. Strandlínur, setning örnefna og gerð þeirra er mjög „of it sama far“ hjá báðum, svo langt sem samanburður misstóra korta leyfir, því að nöfn eru töluvert fleiri hjá Carolusi. Annað nýbrigði á korti þessu er I. Gouberman (Gunnbjarnareyjar), sem koma hér fyrir í fyrsta sinni, ef treysta má árfærslu Hondiusar-kortsins. Eyjarnar eru 7 að tölu og liggja úti fyrir ísafjarðardjúpi, ekki gizka langt undan landi. Hér verður ekki freistað að rekja íslenzkar frásagnir um Gunnbjarnarsker eða -eyjar. Þeirra er getið í Landnámu á ýmsum stöðum, þar sem segir frá ferðum Gunnbjarnar Ulfssonar, en hann á að hafa komið þangað einhverntíma á landnámsöld. Þeirra hefur sennilega verið getið í Reisubók Björns Einarssonar í Vatnsfirði, sem nú er glötuð og fátt vitað um með öruggri vissu. Loks má geta þess, að Jón lærði Guðmundsson segir frá þeim í Stuttri undirréttingu um íslands aðskilj anlegar nátlúrur. Sumt í þeirri frásögn er haft eftir Joris Carolus. Segir þar, að Gunnbjarnareyjar liggi „j útnordurshafi undan ísafiardardiúpi og Adalvijkur ritabiargi“.1 Ekki er fullljóst af frásögninni, 1 J. Keuning, ti]v.rit., 69. 2 Islandica XV, 3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.