Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 15
FLORA DANICA Á ÍSLANDI 15 anna, og er sú afstaða lítt skiljanleg, enda hefur honum ekki reynzt stætt á henni, eins og ráða rná af ofangreindu bréfi til Particulær Kammeret 19/5 1795. En Sveini hefur sárnað framkoma stiftamt- manns og gefur honum allmeinyrta ábendingu um, hver sé tilgangur- inn með tilvist þessara lánseintaka jafnt hér sem annars staðar í ríki Danakonungs. Niðurstaða ofanskráðra heimilda verður, að eintak No 39 var ætlað Bessastöðum, No 40 Skálholtsstifti, No 41 landlæknis- embættinu og No 42 Hólastifti. Til að geta áttað sig á ferli þessara íjögurra eintaka hérlendis er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir tilurð og tilhögun útgáfu þessa mikla plöntumynda bókverks. Það kom út á árunum 1761—1883 í 51 hefti (Fasciculus), hvert með 60 myndatöílum, og voru 3 hefti í bindi eða alls 17 bd. með 3060 töflurn, auk eins aukabindis, Supplementum Floræ Danicæ, með 180 töflum, sem kom í 3 heftum, árin 1854, 1866 og 1874. Samtals 54 hefti með 3240 myndatöflum. (Um frekari lýsingu á verkinu, einkum grasafræðilegu gildi þess, skal vísað til Carl Christensen: Den Danske Botaniks Historie. Kh. 1924—26. Þar er þó ekki getið hinna gegnumdregnu númeruðu eintaka.) Það mun vafalítið, að Georg Christian Oeder (1728—91) hafi átt hugmyndina að því. Hann var þýzkur læknir, sem hafði lokið doktorsprófi í Göttingen 1749, undir handleiðslu hins víðfræga Albrechts von Haller (1708-77). Johan Hartvig Ernst Bernstorf utanríkisráðherra (1712—72) og Adam Gottlob Moltke greifi (1710—92), sem þá voru hvað mestir ráðamenn með konungi, hlutuðust til um, að Oeder væri kallaður til Kaupmannahafnar 1752 til að verða prófessor í grasa- fræði og umsjónarmaður nýstofnaðs grasagarðs konungs við Ama- liegötu, sem var rekinn af hinni konunglegu grasafræðistofnun, er Moltke greifi veitti forstöðu, en var háskólanum óviðkomandi. Háskólaráð og einkum Balthazar J. de Buchwald (1697-1763) prófessor í læknisfræði voru andvígir því að fá sérstakan prófessor í grasafræði, og þar sem Oeder hafði erlent læknapróf, varð hann að disputera við Hafnarháskóla til að verða gjaldgengur þar. Sú doktorsvörn varð æði söguleg, og skal það ekki rakið hér. Það tafði fyrir, að Oeder yrði gerður að prófessor þegar í stað, en það varð hann 1754 þrátt fyrir andstöðu háskólans. Jafnframt var Oeder styrktur til árlegra grasafræðileiðangra til Noregs og víðar um Danaveldi á árunum 1755-60, og var þá í för með honum teiknarinn Martin Rösler, en faðir hans Michael Rösler gerði eirstungur af myndum sonarins fyrir Flóruna (Molbech, C.: Det Kongelige Danske
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.