Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 29
BRÉF WILLARDS FISKES TIL ÍSLENDINGA 29 veita athygli, og það sem mest var um vert, hann hafði skilið það allt svo vel.“ Með honum í ferðinni voru tveir ungir menn, Arthur M. Reeves og William H. Carpenter. Sá síðarnefndi segir frá því í minnisgrein 1918 um Fiske, að þeir ungu félagarnir hafi stundum kvartað yfir ýmsum óþægindum á íslandsleiðum. En það var ófrávíkjanleg regla Fiskes á ferðalögum - og Carpenter segist hafa farið með honum víða um lönd - að taka öllu slíku með jafnaðargeði og bjartsýni sem eðlilegum og óhjákvæmilegum hlut; en þó alveg sérstaklega á íslandi vegna þekkingar hans og aðdáunar á landi og þjóð. Raunar var þetta almenn lífsregla Fiskes. Sjálfum fannst Fiske hann eins og gestur þjóðarinnar, svo almennt var honum fagnað. Carpenter segir líka, að oft hafi honum verið gefin bók eða bækur, og vafalaust oft dýrmætar, ef hann hafði látið í ljós áhuga á þeim. Fiske skrifaði mikið í erlend blöð og tímarit bæði vestan hafs og austan í þeim góða tilgangi að glæða þekkingu manna á íslandi og íslendingum. Benda má á ritið Mími - eins konar handbók um ísland — sem vakti mikla athygli í útlöndum. í því skráði Fiske íslenzkar og erlendar stofnanir og nöfn einstaklinga á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins og svo nöfn erlendra einstaklinga, sem fjölluðu um íslenzk efni. Með hjálp þessa litla rits gátu útlendingar, sem fengust við íslenzk viðfangsefni, nálgazt hvern þann sem gat orðið þeim að liði. í þetta útgáfurit sitt skrifaði Fiske merkisgrein um land og þjóð. Svo að nefnt sé dæmi lýsir hann nákvæmlega, hver heilsubrunnur ómengað loftslag og heitar og kaldar uppsprettulindir landsins séu. Tækifæri eins og þúsund ára afmæli íslandsbyggðar, náttúruhamfarir 1896 eða útkoma íslenzkra bóka, allt slíkt notaði Fiske til að skrifa um þjóðinni til fremdar eða hjálpar. Eitt er víst, áhrifin af óþreytandi starfi hans verða seint metin. Meðan á hinni stuttu dvöl hans stóð hér á landi, lá hann ekki á liði sínu. Asamt þeim Sigurði Vigfússyni fornfræðingi og síra Matthíasi Jochumssyni skáldi var hann hvatamaður að stofnun Hins íslenzka fornleifafélags 1879, og meðal stofnenda eru skráðir ferðafélgar hans, William H. Carpenter og Arthur M. Reeves. Piltar í Lærða skólanum áttu bókasafn og höfðu lestrarfélag, en í því var aðeins þriðjungur námsmanna. Fiske hvatti til, að kennarar og nemendur störfuðu saman til eflingar þessum stofnunum. Sjálfur gaf hann bækur til safnsins, og var það síðan nefnt íþaka eftir bæ þeim í Bandaríkjunum, sem Fiske átti heima í. Hann hélt áfram að gefa safninu bækur eftir að hann hvarf héðan, þ. e. í 25 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.