Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 57
TIL ÍSLENDINGA
57
Ef á Akureyri er einhver ungur maður, kunnugur Grímsey, fólkinu þar,
framleiðslu þess, landafræði eyjarinnar o. s. frv., þættí mér einnig mjög vænt um að
fá nákvæma lýsingu á þvf öllu. Pað, sem mig fýsir að vita, er eftirfarandi:
Hve margar fjölskyldur og hús eru á eynni.
Lengd og breidd eyjarinnar.
Stíll og gerð húsakostsins.
Hvernig kirkjan er þar.
Hvort á eynni eru hestar, sauðfé, nautgripir eða alifuglar.
Hve mikil er dúntekjan og hve mikið selt úr eynni.
Hvort fiskur sé fluttur úr eynni og þá hve mikill.
Hvers konar höfn er í eynni eða lendingarskilyrði.
Hvort séð er fyrir barnafræðslu.
Hvort um hjónabönd er að ræða milli eyjarskeggja og fólks á meginlandinu.
Hverjar eru næstu hafnir og verzlunarstaðir í landi, og hvernig er háttað flutningum
þaðan til eyjarinnar.
Er skáklist iðkuð mikið í eynni, og hvað heita helztu skákmennirnir.
Ég vænti þess að geta launað höfundi slíkrar samantekningar á viðeigandi hátt, en ef
þér þekkið engan, sem hefur nægan tíma til að semja handa mér allýtarlega skýrslu
um þessa hluti og treystandi er til þess, vona ég, að þér farið ekki á stúfana að leita
hans.
Ég hef ekki lengi heyrt frá dr. Hjaltalín og veit ekki, hvort Eggert Laxdal og aðrir
gamlir kunningjar eru enn á lífi. Ég geri ráð fyrir, að Halldór Briem sé enn hjá dr.
Hjaltalín. Ég fæ stöku sinnum með löngu millibili stutt bréffrá Friðbirni Steinssyni,
en hann segir mér engar fréttir.
Ég hef í nokkra mánuði haft tvo íslenzka stúdenta hér til að hjálpa mér við
skrásetningu íslenzku bókanna og notið þess mjög að vera þannig í daglegu
sambandi við Thule. En þeir eru nú báðir farnir aftur til Kaupmannahafnar.
Mestur tími minn fer í að kljást við gigt og aðra ellikvilla, sem ég vona hins vegar,
að þér séuð lausir við.
Þegar ég nú lít yfir það, sem hér er skrifað, er ég harla hræddur um, að ég sé að
ætlast til of mikils af yður. En ef nú ekki reynist kostur á neinum ungum manni á
Akureyri til þess föllnum að spyrja póstmeistara, og engum heldur, sem komið hefur
í Grímsey og svarað getur spurningum mínum, þá munið mér um það að hafa engar
frekari áhyggjur af hvorugu þessu.
Spurningunum, sem póstmeistara var ætlað að svara, er hér sleppt.