Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 66
66 BRÉF WILLARDS FISKES Prestur [góður] og kæri herra, Tvö seinustu bréf yðar, frá í febrúar og ágúst í fyrra, bárust mér bæði í sama pósti. Það varð mér til mikillar ánægju að fá fréttir af yður og hinni íjarlægu eyju, sem er mér svo hugleikin. Ljósmyndir hr. Þórbergssonar bárust mér um svipað leyti. Þær reyndust vera miklu betri en ég hafði búizt við, - satt að segja ágætar -, og hafa stórlega aukið þekkingu mína á umhverfi yðar. Þá hefur dr. [Þorvaldur] Thoroddsen ennfremur rétt í þessu sent mér afar fróðlega ritgerð eftir sig, Et Besög paa Grimsö, sem er aðdáanlega vel samin og mikilsverð, ekki aðeins vegna efnisins, heldur einnig hins ágæta korts, sem í henni er og mér virðist miklu betra en nokkurt annað kort, sem ég hef séð. Fyrir tveimur árum rissaði einn af aðstoðarmönnunum í danska sjóskjalasafninu (So-Archiv) upp kort af Grímsey handa mér, en það reyndist um mjög margt ónákvæmt. Ég vildi óska, að dr. Thoroddsen gæti heimsótt eyna aftur og staðið miklu lengur við og lýst þessum merkilega stað mun rækilegar fyrir veröldinni. Ég vona innilega, að veturinn hafi verið bærilegur yður og fjölskyldu yðar, ennfremur öllum sóknarbörnum yðar og bækurnar, sem ég sendi yður, hafi orðið yður öllum til einhverrar skemmtunar í þrautum þeim, er hin stranga veðrátta veldur yður. Mig langar mjög til að vita, hvernig yður hefur reitt af hina köldu mánuði, og vonast til að frétta, að þér hafið öll lifað þá af við góða heilsu. Vegna tíðra gigtarkasta, sem bundið hafa mig að mestu heima, hef ég ekki síðustu mánuðina getað komið áleiðis til Eyjarbókasafnsins mörgum bókum til viðbótar. Ég býst við að senda yður nokkrar fleiri bækur, þegar hlýnar í veðri, því að við á Ítalíu eigum í janúar og febrúar við kulda að búa, þótt hann jafnist auðvitað ekkert á við þær hörkur, sem þér fáið að reyna. Nú er staddur hjá mér, en verður einungis fram í miðjan næsta mánuð, Halldór Hermannsson, er þér kannizt við. Hann er að vinna að skrásetningu íslenzka bókasafnsins míns, heljarmiklu verki, sem því miður sækist seint. Mér er kappsmál að koma skránni á prent, áður en ég fell frá, því að þar verða talin í stafrófsröð nær öll verk, bæði forn og ný, auk langflests af því, sem vitað hefur verið um rúnir, goðafræði og hvers konar minjar norrænpar fornaldar. I safninu eru öll rit um íslenzka náttúrufræði og eins allar ferðabækur varðandi ísland. I því eru nú milli 8000 og 9000 bindi. Ég býst við, að þér hafið ekki haft spurnir af amerísku bókunum, sem bóksalarnir G.P. Putnam’s Sons í New York sendu yður. Þeir sendu þær því miður vitlausa leið, og ég óttast, að þær muni aldrei komast tíl skila. Skyldi þó svo fara, bið ég yður að láta mig vita og tiltaka þá fjölda bókanna og stuttan titil hverrar þeirra. Þær voru sendar frá New York með einu þessara svokölluðu “Express Companies”, þvert ofan í fyrirmæli mín, sem voru, að senda skyldi þær í pósti. Öðrum kosti áttu þær aldrei að fara frá New York. Tímaritið “í uppnámi” lýkur göngu sinni með lokum 2. bindis, svo sem þér hafið e. t. v. heyrt. Tilgangurinn allt frá upphafi var einungis sá að búa í hendur landsmönnum yðar dálítið safn skáka og skákþrauta, auk nokkurrar fræðslu um sögu íþróttarinnar. Þar sem því markmiði hefur verið náð, er nú hætt við útgáfuna. Þetta hefur þó vakið nægilegan áhuga til þess, að nú er fastur skákþáttur í einu Reykjavíkurblaðanna. Ég vona, að tímaritið hafi einnig orðið skákmönnum í Grímsey að nokkru gagni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.