Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 67
TIL ÍSLENDINGA
67
Ég væri yður mjög þakklátur, ef þér veittuð mér, þegar þér heíðuð tíma, dálitlar upplýsingar
um eftirfarandi atriði:
1. Ber oft við, að ekki verði vegna veðurs komizt á milli bæja í Grímsey? Ef sú er raunin, hvað
veldur því - og þá einkum að vetrarlagi og um nætur? Hvers konar vegir eða stígir liggja á
milli bæjanna? Hve margir hestar eru í eynni, og hve mikið eru þeir notaðir? Er veður
nokkurn tíma svo slæmt, að fólk komist ekki til kirkju á sunnudögum? Er kirkjan veðurheld?
Hve mörg sæti eru í henni? Eru vetrarstormar miklir, og valda þeir spjöllum á mannvirkjum
í eynni? Er snjóþungt og þá einkum hvenær? Er sólfar mikið á vetrum, er vindasamt og þá,
af hvaða áttum? Hvað er dagurinn langur lengsta og skemmsta daginn, frá sólaruppkomu til
sólarlags? Eru allir nautgripir haíðir í húsum vetrarlangt? Hvað er margt (jár í eynni um
þessar mundir, hve margar kýr og hundar?
2. Hvað er kirkjan löng og breið? Hvernig er altaristallan (málverk?), og hve gömul er hún og
hvaðan komin? Er kirkjan upphituð? Er kirkjuklukka? Skýrið mér nú enn frá orgeli því eða
harmoníum, sem notað er. Ér skírnarfontur? Hve gömul er kirkjubyggingin, og hvenær var
seinast gert við hana? Um það bil hve margar hjónavígslur fara fram í kirkjunni á ári? Hve
margar jarðarfarir? Er margt gott söngfólk? Eru nokkurn tíma ársins haldnar kvöldguðs-
þjónustur?
3. Verða mörg slys við fugla- og eggjatekju, eða manntjón, eða er svo tryggilega að þessu
staðið, að ekki komi til slíks? Hve margir hafa farizt, ef þá nokkur á segjum síðustu tuttugu
árum? Hvernig eru fuglar, egg og fiður tilreidd og síðan komið í verð? Er þetta selt hvert í
sínu lagi? Hvernig eru fuglarnir matreiddir á eynni? Eru eggin ölt æt? Hvaða fuglategundir
eru helzt veiddar? Eru fuglar nokkurn tíma veiddir í gildrur eða skotnir? Hve mikill æðarfugl
er í eynni núna? Er hann á eins manns hendi? Hve mikill æðardúnn er fluttur úr eynni?
Hvort er arðsamara eyjarskeggjum fuglatekjan eða fiskveiðarnar?
4. Eiga menn bát á hverjum bæ? Hve margir stórir bátar eru í eynni. Hvernig er eignarhaldi á
þeim háttað? Hvaða fisktegunda er afiað á þeim? Eru þeir lengur úti en dag í hverri
veiðiferð? Hvert er aflinn seldur - til Húsavíkur eða Akureyrar? Hve margar ferðir á ári eru
að jafnaði farnar til annars hvors þessara staða? Eru aðeins stóru bátarnir hafðir í slíkar
ferðir? Hvaðan eru helzt fluttar vistir til eyjarinnar? Hvað er að meðaltali lengi farið milli
eyjarinnar og þessara hafna vetur og sumar? Milli eyjar og lands, þar sem skemmst er?
Hvaða staður er það á meginlandinu, og hve langt ér þangað nákvæmlega? Hve margra
manna far eru stærri bátarnir? Hve margir fiskimenn eru á hverjum? Getið þér sagt mér,
hver umskipti urðu á flutningi eldsneytis, matvöru o. s. frv. til eyjarinnar við tilkomu
gufuskipanna? Einnig hvaða breyting varð á tilhögun fisk- og fuglaflutninga frá eynni? Eru
ull eða ullarvörur fluttar út? Hvort er betra og öruggara að koma pósti til og frá eyjunni um
Húsavík eða Akureyri? Ætti maður að senda póst um annan þessara staða að vetrarlagi og
um hinn á sumrin? Hvaða gestir hafa aðrir en dr. Thoroddsen komið til eyjarinnar nú
seinustu árin? Greiða eyjarskcggjar nokkra skatta?
5. Vænt þætti mér að frétta ögn af félagslífi eyjarskeggja. Er mikill samgangur með fólkinu á
vetrarkvöldum? Er kirkjusókn á vetrum mjög mikil? Er messað tvisvar á veturna? Hvernig
er háttað í eyjunni kosningum til alþingis? Er glíma iðkuð og hverjar aðrar íþróttir? Sendið
þér enn veðurskeyti, og hvað er þá tekið fram? Hvenær hófst sending þeirra? Er til nokkuð
sem maríugler eða lítill sjónauki í eyjunni. Eru ofnar eða eldstæði í öllum húsunum, eða eru
þau hituð með öðrum hætti, jafnframt þeirri hitun, er fæst við matseld, hvort heldur á
hlóðareldi eða eldavél? í hve mörgum húsum og hverjum eru einhvers konar ofnar? Hvers
konar lýsing er höfð? Hafa nokkurn tíma orðið eldsvoðar, þ. e. húsbrunar? Hve margar
rústir eyðijarða eru enn til? Hvar eru þær, og hvað hcita þær?
Hvaða breytingar hafa orðið, síðan þér senduð mér seinast íbúaskrá? Einhverjar
barnsfæðingar, mannslát eða hjónavígslur? Hve miklum kolum brennið þið árlega? Hvað
nægir í þeim efnum einni fjölskyldu? Hve mikill viður, eða eldiviður er fluttur til eyjarinnar?
Hefur hver fjölskylda meðalakistu? Er mikið kaífi drukkið? Er niðursoðins matar eða
dósamatar neytt, og ef svo er, hvaða aðaltegunda? Getið þér gefið mér hugmynd um, hve
bókaeign eyjarskeggja er mikil og hvaða fjölskyldur eiga flestar bækur? Hvaða fréttablöð eru
keypt? Hafa margir flutzt úr eynni til Vesturheims? Hve margir íbúanna eru fæddir annars
staðar en á eynni? Eru grafreitir umhverfis kirkjuna? Hver hefur hiti orðið lægstur í yðar tíð
þar og hver hæstur? Er geymsla undir kol og annan varning? Hefur eitthvað verið fcngizt við