Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 68
68 BRÉF WILLARDS FISKES TIL ÍSLENDINGA garðrækt? Hverjar eru nokkrar helztu og fallegustu jurtir eða villiblóm? Hverjir eru algengustu sjúkdómarnir? Gætir nú nokkurs skyrbjúgs? Þetta er ekki til lítils mælzt, en ég ætlast ekki til, að þér farið að svara þessum óteljandi spurningum eða öllum í einni atrennu. Detti yður citthvað í hug, sem þarna er ekki minnzt á, einhver staðreynd, siður, atvik, þjóðsaga - þætti mér vænt um að frétta af því, og eins langar mig að vita, hvað yður sýnist um kort dr. Thoroddsens og hvort nokkurt ranghermi sé í grein hans. Vinsamlegast látið mig vita, hvernig taflborðin og taflmennirnir, er sendir voru til eyjarinnar, hafa enzt. Eru þeir flestir illa farnir? Hvaða skákrit finnast yður gagnlegust? Fá allir skilið og notað dæmasöfn og skákþrautir á þýzku? Hefur fólk haft mikinn áhuga á mynda- bókunum, sem sendar voru? Ég er feginn, hve afbragðs vel þér eruð að yður í ensku. Eru aðrir á eynni, er kunna eitthvað í henni eða öðrum erlendum málum auk dönsku? Hve margir skilja dönsku? Koma enskir, franskir eða amerískir fiskimenn nokkurn tíma til eyjarinnar? En nú er ég farinn að hlýða yður yfir aftur. Ég bið yður fyrir beztu kveðjur til allrar fjölskyldunnar og einkum til nafna míns, sem ég vona, að dafni vel. Ég sendi Ingvari beztu óskir og öllum vinsemdar kveðjur. Yðar einlægur Willard Fiske. Ég á jafnhægt með að lesa íslenzku og ensku, svo að þér getið svarað á íslenzku öllum þeim spurningum, sem þér kunnið að vilja sinna. En þér megið ekki hafa allt of mikið fyrir þessu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.