Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 73
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 73 Heimir Þorleifsson menntaskólakennari afhenti frá Menntaskólan- um í Reykjavík nokkur gögn Framtíðarinnar til viðbótar margvísleg- um gögnum félagsins, er áður voru komin í vörzlu Landsbókasafns- ins. Þau gögn, sem nú bættust við, eru: Gerðabók Framtíðarinnar 12. janúar 1919-12. nóvember 1921. — „Hulda“, ljóðabók Framtíðar- innar 1913-1918 og 1919-1921. Sr. Gísli Brynjólfsson afhenti ýmis bréf til Sigríðar Eiríksdóttur prestsfrúar á Auðkúlu, ömmu gefanda. Horæ successivæ eður Spare-Tímar eftir Joseph Heusham, með hendi sr. Björns Hjálmarssonar og líklega þýddir af honum. - Rímur af Lijkafron og hans fylgjurum, kveðnar af Daða Níelssyni. Anno 1831. Bæði handritin gjöf systkinanna Valdísar og Sigríðar (í Búðardal), Sigurrósar Guðbjargar (á Hólmavík) og Benedikts (í Reykjavík) Þórðarbarna. Brot úr lækningakveri í 4to. Með hendi Jóns Guðmundssonar hómópata á Hellu í Steingrímsfirði. Gjöf hjónanna Magnúsar Jörundssonar og Arnýjar Rósmundsdóttur á Hellu. Blöðin eru komin frá Þorbjörgu Hjaltadóttur, ráðskonu Ingimundar hreppstjóra á Hellu, en Jörundur faðir Magnúsar var fóstursonur Ingimundar. Safn af úrklippum, er varða Nóbelsverðlaun Halldórs Guðjóns- sonar frá Laxnesi. Dr. Jón Helgason í Kaupmannahöfn sendi að gjöf. Margrét Sigfúsdóttir: Systkinin frá Víðivallagerði (uppi á 17. öld), kvæði. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, systurdóttir Margrétar, afhenti í ljósriti. Þrjú leikrit Tómasar Jónassonar á Hróarstöðum í Fnjóskadal í eiginhandarriti hans: Ebenezer. - Vinirnir. - Yíirdómarinn. — Ólafur Magnússon, seinast gjaldkeri Háskóla íslands, afhenti að gjöf úr dánarbúi systur sinnar, Sigrúnar Magnúsdóttur, samkvæmt ósk hennar. Handritin eru komin úr fórum Bjargar, ekkju Tómasar, um hendur Helgu dóttur þeirra, móður gefanda. Ólafur Magnússon afhenti jafnframt í ljósriti leikritið Halli, skrifað af Magnúsi Ólafssyni prentara á ísafirði, föður gefanda, og Jónasi Tómassyni tónskáldi, mági Magnúsar. Ólafur afhenti í þriðja lagi handrit Jóns frá Ljárskógum að „Hörpuljóðum“. Baldvin Halldórsson færði safninu frá Halldóri Laxness fundar- gerðabók undirbúningsnefndar stofnunar Þjóðleikhúss, sem Halldór var skipaður í ásamt íleirum af menntamálaráðuneytinu 19. febrúar 1945.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.