Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 83
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982
83
um sumarið frá kaupunum, og hafði þá japanskt fyrirtæki tekið að sér
skjaldasmíðina við sama verði og franska tilboðið hafði hljóðað upp á,
miðað við skildina komna á skipsfjöl í Rotterdam. Japanir treystust
til að ljúka smíðinni mun fyrr, þ. e. á sex mánuðum í stað tíu.
Samkvæmt áætlun, sem samin var, skyldu skildirnir vera komnir til
Reykjavíkur í maí 1983.
Akveðið var að fela ístaki uppsetningu skjaldanna, og vann Jónas
Frímannsson verkfræðingur að undirbúningi þessa máls ásamt
arkitektum bókhlöðunnar, þeim Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi
S. Þorvaldssyni.
Manfreð fór í nóvemberlok til Japan að taka út skjaldasmíðina,
sem kallað er, en óskað var eftir því, að sérstakt sýnishorn yrði
kannað vandlega, áður en skjaldasmíðinni yrði hleypt af stað. Færi
gafst og á í leiðinni að skoða nokkrar byggingar, sem klæddar hafa
verið slíkum skjöldum, og ræða ýmis mikilsverð tækniatriði.
Landsbókasafni, 1. nóvember 1983,
Finnbogi Guðmundsson.