Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 11
ISBENDING
Slys
Iöðru lagi var það slæmt slys sem henti, þegar einn
ráðherra ríkisstjórnarinnar, Eggert G. Þorsteinsson,
varð til þess að fella stjórnarfrumvarp um nýja verðlags-
löggjöf. Megininntak þess frumvarps var að bein verð-
lagsákvæði væru smám saman leyst af hólmi af eftirliti
með samkeppnishömlum og einokunarfy rirtækjum. Eggert
varrunninn úr verkalýðshreyfingunni, sem
löngum hefur haft meiri trú á stjórnvalds-
ákvörðunum um verðlag en samkeppni.
Sá misskilningur var samt uppi að Eggert
mundi ekki greiða atkvæði gegn stjórnar-
frumvarpi. Einnig höfðu menn haldið að
ýmsir framsóknarmenn mundu sitja hjá
vegna hagsmuna Sambandsins, sem var
frumvarpinu hlynnt. En Eysteinn Jónsson,
stjórnarformaður SÍS, var harður og sá sér
leik á borði að gera stjórninni grikk. Fram-
sókn sneristeinhugagegn því. ÞegarOlafur
Jóhannesson var svo viðskiptaráðherra í
stjórn Geirs Hallgrímssonar flutti hann
frumvarpið ásamt greinargerð nær óbreytt
og þá varþað samþykkt. En þetta seinkaði
framförum í verslun og viðskiptum um
tæpan áratug.
Gunnar Helgi Kristinsson lét þau um-
mceli falla fyrir nokkrum árum ac) þáver-
andi stjórn mætti kalla 13. viðreisnarstjóm-
ina í þeim skilningi að engin ríkisstjórn
hefði gert tilraun til að snúa hjólinu við;
allar hefðu þær byggt á viðreisnarkerfinu
ogfremur byggt við það enfellt úr því.
í þessurn skilningi, já. En allan viðreisn-
artímann tókust á tvær næstum jafnstórar
fylkingar, meirihlutinn lék á einu þingsæti
til eða frá. Stjórnarandstaðan var hatröm
og því hefði mátt búast við verulegri stefnu-
breytingu við stjórnarskiptin. Svo varð
ekki. Þvertámóti másegjaað vinstri stjórn-
in 1971 -"74 hafi með gengisfellingunni á rniðju kjörtímabili
sínu viðurkennt lykilatriði kerfisbreytingarinnar 1960:
raunhæfa skráningu gengisins.
Hins vegar misheppnaðist þeirri stjórn að nota þau tæki
sem hún nú hafði í höndunt til þess að reka aðhaldssama
stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum. Hún missti allt
taumhald á verðbólgunni, sem jókst úr 7% 1971 í 14%
1972,25% 1973ogfóryfir50% 1974. Þetta stóð að nokkru
leyti í samhengi við það, sem var að gerast erlendis en hér
fór allt úr böndum og ekki varð við neitt ráðið í næstum tvo
áratugi.
Eg hef minnst á vextina og verðlagsstjórnina. Það
frestaðist um nærri áratug að taka á þeim málum.
En verst var kannski afstaða þessarar stjórnar til erlendrar
fjárfestingar og stóriðjukosta. Að vísu fengum við Grund-
artangaverksmiðjuna, en á talsvert öðrum, og að mínu
mati lakari, grundvelli en verið hafði áður. Þar á eftir er
skilyrðum fyrir erlendri fjárfestingu svipt brott og þegar
forsendur breytast hér heima á nýjaleik í iðnaðarráðherratíð
Birgis ísleifs, eru aðstæður erlendis breyttar. Við erum sem
fyrr með öllu háðir sveiflum fiskistofna og fiskverðs og
raunverulegur hagvöxtur stöðvast upp úr 1980, þegar
Eggert G. Þorsteinsson
ábatanum af útfærslu landhelginnar hafði verið torgað.
Umbótum Viðreisnar var að vísu ekki hrundið en það
varð alltof löng bið á eðlilegu framhaldi.
Sérstaða landbúnaðar
og sjávarútvegs
Tj?n skaut ekki nokkuð skökku við, að
l j í ríkisstjórn, sem hafði víðtœkt við-
skiptafrelsiaðstefhumiði, skyldilandbún-
aðurog sjávarútvegur semfyrr lúta veru-
legri opinberri forsjá ?
Jú, en það hefur vafist fyrir fleirum en
okkur að sveigja þessar greinar undir al-
menn markaðslögmál. Evrópubandalagið
undanskilur þær einmitt fjórfrelsinu. Og
jafnvel í Bandarikjunum nýtur landbúnað-
urinn sérstöðu. Um landbúnaðinn hér vita
allir að á þessum tíma var ekki pólitískur
möguleiki til mikilla breytinga. Þær urðu
hins vegar í sjávarútvegi.
Fyrir Viðreisn hafði alltaf verið mikil
spenna í kringum áramót, því að útgerð fór
ekki af stað á vertíð fyrr en búið var að
ákveða fískverð og semja um bætur. Þetta
voru eilífir samningar og eilíf krísa.
Akvarðanir sem markaðurinn tekur sjálf-
krafa við eðlilegar aðstæður vont teknar í
samningum við fjölda aðila og og allt var
þetta hápólitískt. Það tókst ekki að bylta
þessu kerfi. En það tókst að skapa þessum
málum viðunandi farveg í Verðlagsráði
sjávarútvegsins. Þettagekk skrykkjótt til að
byrja með, þegar oddamaður var skipaður
af Hæstarétti. En 1964vargerðróttækbreyt-
ing, þegar forstöðumaður Efnahagsstofn-
unar varð oddamaður. Þar með var viður-
kennt, að fiskverðið væri lykilákvörðun í
efnahagsdæminu, sem ríkisstjómin hlaut að
láta til sín taka. Það var haft mikið samráð
bak við tjöldin og þetta blessaðist furðanlega. En þetta voru
ekki markaðsákvarðanir og ntenn vom býsna ragir við að
breyta um.
Fiskmarkaðir
Sem dæmi get ég nefnt að, eftir að Þorsteinn Pálsson
varð formaður Sjálfstæðisflokksins 1984, bað hann
mig að veita forstöðu nefnd innan flokksins til að skoða
þessi mál og fleiri í tengslum við sjávarútveginn. Með mér
í hópnum voru Einar Oddur, Friðrik Pálsson, Guðmundur
Karlsson, Ólafur Davíðsson og Ólafur ísleifsson. Við skil-
uðum varfærnislegu áliti um fiskmarkaði, vildum byrja
með tilraun á suðvesturhorninu, lögðum ekki til að kollvarpa
kerfinu. En viti menn: Fimm árurn seinna voru kontnir upp
sjálfsprottnir fiskmarkaðir um allt land. Það er ánægjulegt
þegar efnahagsramminn reynist nógu rúmur til þess að
markaðsöflin ryðji sér sjálf braut, óháð því hvort pólitískir
aðilar eru tilbúnir að breyta til eða ekki. Nú hef ég ekki
fylgst með þróuninni í þessu efni en þykist þó vita að
fiskverðið sé ekki lengur komið undir pexi hagsmunaaðila
Eysteinn Jónsson
11