Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 5

Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 5
ÍSBENDING „Allt annað líf“ Olafur Hannibalsson spjallar við Jónas H. Haralz um Viðreisnina - og líf eftir liana. Jónas H. Haralz Það er um kvöld haustið 1959. Þeir standa á tröppum Stjórnarráðsins Jónas H. Haralz og Jóhannes Nordal, sem hafa fengið það verkefni að undirbúa efnahags- stefnu væntanlegrar ríkisstjórnar. Undanfarin ár hafa þessir tveir hagfræðingar verið helstu sérfræðiráðunautar við ákvarð- anir um efnahagsráðstafanir síðustu ríkisstjórna, þótt báðum fyndist þeim það fíkt við kerfí sem þeir raunverulega höfðu enga trú á. Að loknum seinni kosningunum, sem haldnar voru 25. og 26. október þetta haust og færðu Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki nauman meirihluta, átti að brjóta í blað, byrja að vinna á nýjum og heilbrigðum grundvelli. Jónasi leið „eins og að fá í hendur nýja vél, eftir að hafa verið með í höndunum gamalt og flókið apparat, sem stöðugt þurfti að tjasla við af vanefnum til að halda því gangandi.“ Forystumenn þessara tveggja flokka eru að sönnu reiðubúnir og hafa lagt hagfræð- ingunum línur, sem tendra með þeim bjartsýni. En það eru ekki allir jafnhrifnir af framandi hugmyndum hinna ungu hagfræðinga - Jónas er nýorðinn fertugur (þann 6. október), Jóhannes 35 ára - og í dag hafa þeir verið að reka sig á veggi. „Jæja, ætli það sé ekki best að koma sér upp á Klapparstíg og byrja að reikna iít uppbótarkerfið enn á ný?“, segir Jónas. (Það var lykilatriði gamla kerfisins að tillögur um uppbætur á fisk og útflutningsfurðir lægju fyrir urn áramót.) En Jóhannes er yngri og óreyndari - og bjartsýnni. Hann heldur ekki að horfurnar séu svoslæmar. Oghann reynistsannspárri. Þann 20. nóvember varsú ríkisstjórn mynduð, sem kenndi sig við Viðreisn. Og þrátt fyrir sterka andstöðu forystu- manna hagsmunahópa og margra liðsmanna stjórnarflokkanna varð ekki aftur snúið. Viðreisnin var hafin. Nú hefði maðurhaldið að pólitískur vilji hefði verið allt sem þurfti til að knýja fram stefnubreytingu. Og hann var óneitanlegafyrir hendi. Hvaða veggi voruð þið þá að reka ykkur á, þegar hér var komið sögu ? Eg held að erfiðasti hjallinn hafi verið almenn vantrú á að frjáls viðskipti fengju staðist á Islandi. Menn trúðu ekki á að neitt dygði, sem reynt hafði verið annars staðar, að neinarefnahagsráðstafanirgengju upp í samræmi viðfyrirætl- anir. Island var eitt sér, einstakur kapítuli í veraldarsögunni, þar sem ekkert gekk sem lánaðist annars staðar, eða þar sem unnt var að fara eftir erlendum fyrirmyndum. Við vorunt út af fyrir okkur og það var svo sem búið að gera tilraun 1950, og allt hafði sótt í sama far. Hvers vegna skyldi faraöðruvísi í þetta skipti? Hér yrði allt að vera undir stjórn, reynslan sýndi það, annars keypiu menn of rnikið og landið fylltist af vörum, sem ekki var til gjaldeyrir fyrir. Hugsunarháttur Þessi hugsunarháttur nær aftur í fornöld. Kaupmenn máttu ekki versla hér fyrr á öldum nema með leyfi goðanna, sem hlutuðust til unt verðlag á innnuttum vörum og afurðum lands- manna. Islendingum hefur alltaf geng- iðilla að trúa á frjáls viðskipti. Jafnvel eftir að Jón Sigurðsson hafði lýst kost- um frjálsrar verslunar á síðustu öld. Við gerðum okkur auðvitað grein fyrir því að fyrirhugaðar ráðstafanir í frjálsræðisátt yrðu að hafa bakhjarl í gjaldeyrisvarasjóði. Þegar lillögur þeirraBenjamínsEiríkssonarog Ólafs Björnssonar komu til framkvæmda 1950 hafði ekki tekist að aflafjár í þessu skyni. Það var ein ástæðan til þess að framkvæmd þeirra rann út í sandinn. I þetta skipti fengum við 20 milljóna dollara skammtímalán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og OECD til að standa straum af auknu viðskiptafrelsi - sem þó var fjarri því að vera algjört. U m þessar mundir réðu fyrir Lands- banka Islands, Seðlabankanum (eins og hann hét þá), þeir Vilhjálmur Þór og Jón Maríusson. Það vareinlæg sann- færing þeirra að þessar 20 milljónir dollara hlytu að hverfa í óseðjandi inn- kaupahít landans á augabragði. Heild- salarnirmunduflytjainnalltmillihim- ins og jarðar og fylla búðirnar, fólkið síðan tæma þær jafnóðum í blindu kaupæði, og að lokum stæðum við uppi með 20 milljón dollara skuld, sem við gætumekki borgað. Þeirvoru uggandi um hag þjóðarinnar og ég átti við þá löng og erfið samtöl til að sannfæra þá um að ekki væri verið að stefna öllu í voða. I þessum samtölum kom upp sú 5

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.