Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 8
IISBENDING
W
tt
atvinnulífið sveigjanleika til að laga sig fljótt að nýjum
aðstæðum. Andi frjálsræðis í viðskiptum og ekki síst til
framkvæmda opnaði nýjar leiðir. Framleiðslan beindist
sjálfkrafa í þær áttir sem hagkvæmastar voru. Flutningur
mannafla og tækja frá bolfiskveiðum og -vinnslu til síld-
veiða og síldarvinnslu gekk snurðulaust án
opinberra afskipta.
Lokaprófraun
Lokaprófraunin á framtíðargildi
þeirra umbóta, sem Viðreisnin fól í
sér, kom svo í kreppunni er hófst 1967. Það
árminnkaðisíldaraflinn um 40% og áriðeftir
fór hann niður í einn fimmta þess sem verið
hafði I966. Og síðustu mánuði ársins 1966
fór útflutningsverðið að falla. Verðmæti
vöruútflutnings lækkaði um 45% á næstu
tveimur árum. Framleiðslumagnið lækkaði
um 35%. Þetta varmestaefnahagsáfall, sem
Islendingar höfðu orðið fyrir síðan í
heimskreppunni. Skreiðarmarkaðurlokaðist
vegna styrjaldar í Nígeríu. Freðfískverðið fél l
og sömuleiðis verðið á síldarafurðum. Við-
reisnarkerfið stóðst einnig þennan prófstein.
Á tveimur árum tókst að vinna sig út úr
þessumerfiðleikum.Áárinu I970jókstþjóð-
arframleiðslan um 6% og þjóðartekjumar um
10% og heildargreiðslujöfnuður var aftur
hagstæður.
Jú, en átti hér ekki hlut að máli að góð
samvinna hafði tekistmeð ríkisstjóminni og
verkalýðshreyfingunni kjörtímabilið á und-
an og að það varð eins konar þjóðarsátt um
að vinna sig út úr þessum erfiðleikum ?
Vissulegahafði samstarfríkisstjórnarinn-
ar, ASÍ og Vinnuveitendasambandsins sitt
að segja í þessum efnum. Þetta samstarf, sem
átti rætur sínar að rekja til áranna 1963 og
'64, tók nú á sig áþreifanlega mynd í
hóflegum kjarasamningum og beinum
aðgerðum til að rétta við atvinnulífið víðs
vegar um landið. En það voru almennar efna-
hagsaðgerðir, sem úrslitum réðu. Það varð
að grípa til tveggja gengisfellinga. Sú fyrri
varð í kjölfar gengislækkunar pundsins í
nóvember 1967 og var þá dollarinn hækk-
aður úr 43 í 57 krónur. Hinn 11. nóvember
1968 var gengið svo enn lækkað í 88 krónur
á dollar. Upp úr þessu snerust allar hagtölur
til betri vegar, greiðslujöfnuður, viðskipta-
jöfnuður og gjaldeyrisstaða bötnuðu.
Útflutningurinn jókst um 30% strax á árinu
anlegt. Snögg umskipti höfðu líka orðið á vinnumarkaði.
Eftir uppgrip undanfarinna ára skall nú á atvinnuleysi, sem
ekki þætti mikið nú, 2-3%. En atvinnuleysi hafði verið
nálega óþekkt í aldarljórðung, frá upphafi síðari heimstyrj-
aldar. Upp úr þessum aðstæðum spratt samvinna ríkisvalds,
verkalýðs og atvinnurekenda. Komið var
á fót atvinnumálanefndum um land allt
undir forsjá níu manna Atvinnumála-
nefndar ríkisins, sem skipuð var þremur
mönnum frá hverjum aðila. Forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson, varformað-
ur en aðrir ráðherrar í henni voru Gylfi
Þ. Gíslason sem viðskiptaráðherra og Jó-
hann Hafstein, iðnaðarráðherra. Undir-
nefndir störfuðu í kjördæmunum og voru
virkar í að velta upp ýmsum möguleik-
um til atvinnuaukningar. Þessar nefndir
fengunokkurtfétilumráða,300milljónir
króna, sem lánað var til að örva atvinnu-
lífið, þar sem með þurfti, staðbundið.
Auk þess höfðu þær óbeinan aðgang að
bönkum og lánasjóðum. Eg ferðaðist um
allt landið og kynntist verkalýðs-
leiðtogum og atvinnurekendum, starf-
semi í fyrirtækjum og atvinnumynstri á
þéttbýlisstöðum um allt land. Með þess-
um aðgerðum tókst til dæmis að endur-
skipuleggjafrystihúsináAusturlandi,sem
voru öll í niðurníðslu út af síldinni. Það
þurfti að lagfæra báta til þess að þeir gætu
farið að veiða þorsk og það þurfti að færa
til bátamilli landshluta. Þetta varekki ýkja
kostnaðarsamt, en skapaði traust og
vel vild við aðstæðurþar sem sundurlyndi
og skilningsskortur hefðu gert illl verra.
Gengisbreytingamar voru hins vegaraðal-
atriðið og þær almennu peningapólitísku
aðgerðir, sem gerðu bönkunum kleift að
lána út meira fé.
Bjarni Benediktsson
Gylfi Þ. Gíslason
Jóhann Hafstein
1969 og þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur tóku við sér.
Inngrip réttlætanlegt
En þessar tölur segja ekki nema hluta sögunnar. Það
mikla fjármagn sem bundið hafði verið í síldveiðun-
um varð að mestu óarðbært á skömmum tíma og breytingin
varð mörgum byggðarlögum þungbær, einkum á Aust-
fjörðum. Beint inngrip í þá þróun var því fyllilega réttlæt-
Ólga á vinnu-
markaði
77li urðu ekki þáttaskilin ísamskipt-
I j um verkalýðshreyfingar og ríkis-
stjómar miklu fyrr, eða á árinu 1964?
Jú en ekki með jafnformlegum hætti
og efnt var til með stofnun atvinnumála-
nefndanna.
Á fyrsta kjörtímabili viðreisnarstjórn-
arinnar má segja að ríkt hafi ófriðará-
stand á vinnumarkaði. Verkalýðshreyf-
ingin undi mjög illa því banni sem lagt var við sjálfkrafa
hækkunum kaups samkvæmt vísitölu, en það töldum við
að fenginni reynslunni frá 1950 að væri algert lykilatriði,
einsogég sagði áðan.Pólitískuflokkarnirístjórnarandstöðu
og verkalýðshreyfingin voru á þessu kjörtímabili samstiga.
Verkalýðshreyfingin knúði fram kauphækkanir strax á árinu
1961, sem svarað var með gengislækkun. Á miðju ári 1963
úrskurðaði Kjaradómurríkisstarfsmönnum verulegar leið-
réttingar og varð sú hækkun mest í efri launaflokkunum.
Þetta olli mikilli gremju meðal verkafólks. I kjölfar þessa
8