Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Page 25

Vísbending - 20.12.1996, Page 25
ÍSBENDING Or þróun í tölvuheiminum Tómas Örn Kristinsson • • Or þróun í tölvuheiminum kemur víst fæstum á óvart núorðið. Vélbúnaðarþróunin er hröð. Tölvurnar verða minni um sig, aflmeiri og verðið lækkar stöðugt. Hugbúnaðurinn verður sífellt fullkomnari, verðið þar hefur einnig lækkað og sífellt stinga upp kollinum nýjungar sem létta okkur lífíð. Með sk. hópvinnukerfum gjörbreytast allar aðferðir við vinnu innan fyrirtækja auk þess sem hægt er að draga úr pappírsfargani. Internetið nær sífellt meiri útbreiðslu, þótt notkun þess til beinna viðskipta sé enn á frumstigum. Nýjungarnar eru flestar í Internetheiminum, bæði hefur komið fram afsprengi sem kallað er Intranetið og er það nokkurs konar einka-Internet fyrirtækja. Vélarnar vaxa Tölvurnarsem komufram í gærverðaúreltarámorgun, gæti verið viðeigandi lýsing á þróuninni í tölvuheiminum síðustu árin. Þróunin er svo ör að almennt geta menn ekki átt von á því að fullnægjandi tölvubúnaður sem keyptur var fyrir Iveimur til þremur árum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til lág- marksbúnaðar nú. Sýnilegust er þróunin í einkatölvugeiranum þó að orðið einkatölva sé að sumu leyti misvísandi því einkatölva hjá einum aðila er sambærileg viðskipta- tölvuhjáöðrum.MeðtilkomuWindows95 varðgjörbreytingálágmarkskröfum til tölvubúnaðar. Þetta varðar sérstaklega þörfina á innra minni en þörfin á stórum diskum hefur síst minnkað. Það sem gerir þessa þróun þó bærilegri er að verðið á viðkomandi búnaði hefur lækkað hröðum skrefum. Enn heldur sú þróun áfram að sífellt meiri búnaður fæst fyrir sama fé og fyrir einhverjum misserum. Hægt er að fá þokkalega einkatölvu á c.a. 130.000 kr. í dag og er það í raun ekki ósvipað og fyrir þremur árum. Munurinn liggur í margfalt öÖugri örgjörva, meira innra minni, stærri hörðum disk, stærri skjá og aukabúnaði, svo sem geisladrifi, mótaldi og margmiðlunarbúnaði. Að auki er hægt að fá mjög frambærilega prentara, jafnvel litaprentara, fyrir tiltölulega lítið fé. Fistölvur hafa á síðustu mánuðum unnið sér aukinn sess í tölvuheiminum. Með aukinni eftirspurn hefur verðið sigið niður á við og ekki er að sökum að spyrja, nýir aðilar koma inn á markaðinn, bæði framleiðendur og viðskiptavinir. Stærsti markaðurinn hefur verið starfsemi sem tengist sölumennsku. Búast má við að verðið eigi eftir að lækka enn frekar en talið er að 13 milljónir fistölva muni seljastíBandaríkjunumáþessuári.Ennerþó nokkurverðmunuráfistölv- um og sambærilegum borðtölvum en sá munur á eftir að minnka. Jaðartækin eru mikilvæg Þróunin í tölvuprenturum hefur einnig veriðör. Ódýrirlitaprent- arar fyrir heimanotkun eða einfaldari notkun í viðskiptalífinu eru fáanlegir í mörgum útgáfum. Verðiðábetri prent- urum hefur einnig lækkað verulega og er líklegt að markaðurinn með þá eigi eftir að vaxa hratt. Skannarhafa tekið miklum framför- um. Hægt er að fá skanna með upplausn sem nothæf er í innanhússvinnu á tiltölulega lágu verði. Skannar með hærri upplausn eru fáanlegir en þeir kosta auðvitað sitt. Algengasti hraði mótaldasem í boði eru í dag er 28.800 baud en auð vitað er hægt að fá hraðvirkari mótöld, að ekki sé talað um samnetssamband. Þróunin í tölvuskjám er einnig ör. 17 tommu skjáir eru farnir að ryðja sér til rúms og þess er sjálfsagt ekki langt að bíða að 20 tommu skár verði á h vers manns borði. Þótt vonandi verði komin fram betri tækni sem gerir þá fyrirferð- arminni. Nýjar tegundir lyklaborða hafa litið dagsins ljós og er lyklaborð sem Micro- soft býður athyglisvert. Lyklaborðið er tvískipt og snúa hlutarnir þannig að minnihættaertalináatvinnusjúkdóm- um sem vélritun geta fylgt. Geisladrif snúast nú á áttföldum 25

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.