Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 29

Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 29
V ÍSBENDING Talsmaður efnahagsfrelsisins Jónmundur Guðmarsson stjórnmálafrœðingur fjallar um Ludwig von Mises Ludwig von Mises Lud wig von Mises er án efa einn merkasti hagfræðingur þessarar aldar, þótt ekki sé hann eins kunnur og lærisveinn hans frá Austurríki, Friedrich von Hayek. Von Mises fæddist 29. september árið 1881 í pólsku borginni Lemberg (nii Lvov) sem þá tilheyrði keisurum Habsborgarættarinnar í Austurríki. Að loknu stúdentsprófi nam hann lögfræði við Vínarháskólaog laukdoktorsprófi íþeirri grein laust eftir aldamótin, árið 1906. Að því loknu starfaði hann um skeið í austurríska dómsmálaráðuneytinu en sneri sér eftir skamma viðdvöl að hag- fræðilegum og heimspekilegum viðfangsefnum sem hann helgaði síðan alla krafta sína á langri starfsævi. Er nasistar höfðu hrifsað völd í Þýskalandi og gerðu sig líklega til að innlima Austurríki í hið þýska ríki taldi von Mises hyggilegast að að flytjast til Sviss. Þar kenndi hann við Alþjóðlega viðskipta- háskólann í Genf og var hann á þessum árum á lista nasista yfir „óæskilegar persónur“ vegna stjórnmálaskoðana sinna og þess að í æðum hans rann gyð- ingablóð. í upphafi styrjaldarinnar árið 1939, flýði von Mises ásamt konu sinni Margit, sem hann hafði þá nýlega gengið að eiga, til Bandaríkjanna. Þar hóf hann kennslu í hagfræði við New York-háskóla og hélt þeirri iðju áfram til dauðadags, árið 1973. Mun von Mises raunar þegar á námsárum sínum hafa þekkt til hagfræði, enda voru markalínur á milli hagfræði og lögfræði ógleggri við evrópska háskóla þá en nú. Mannvísindi halda nafninu á lofti Megináhugaefni von Mises áfræðasviðinu voru einkum tvíþætt. Aðferðir á sviði mannvísinda, svo og það sem öðru fremur hefir haldið nafni hans á lofti, en það er greining ólíkra hagkerfa. Fljótt á litið virðist hér um harla óskyld viðfangsefni að ræða. Þegar betur er að gætt, eru náin tengsl á milli skoðana von Mises á aðferðum mannvísinda og kenninga hans um hagkerfi. í meginatriðum svipar afstöðu von Mises til skoðanna nemanda hans við Vínar- háskóla, Hayeks. Meginmunurinn á hugmyndum þeirra erþó sá að Hayek, sem var einnig lögfræðingur að mennt, hefir í síðari verkum sínum horfið aftur á vit lögfræðinnar þótt báðir hafi þó umfram allt getið sér orð á sviði hagfræðinnar. Eru þeir gjarnan taldir fræguslu afsprengi Vínarskólans svonefnda í hagfræði. Hagfræðihefð Vínarskólans er sprottin úr ákveðnum straumhvörfum sem urðu í hagfræði á seinni helmingi nítjándu aldar. Um það leyti var farið að leggja megináherslu á hinn huglæga þátt virðis og verðmyndunar, þ.e. áeftirspurnina. Áður hafði virði og verðmyndun byggst á framboðshliðinni, að kostnaður eða fyrirhöfn við framleiðslu vöru ákvæði verð hennar. Þannig var hið svokallaða sannvirði eða réttláta verð kirkjufeðranna ákveðið sem sanngjörn þóknun fyrir kostnað og fyrirhöfn framleiðenda og seljenda. Áþekk hugsun liggur að baki virðiskenningu klassísku hagfræðinganna en hún varð að vinnuverðmætiskenn- ingu þeirra Davids Ricardos og Karls Marx. Virðiskenningin Það sem markaði þessi tímamót í hagfræðinni varaðááttundaára- lug nítjándu aldar settu þrír hagfræð- ingarfram huglægu virðiskenninguna þótt ekki væru þeir í tengslum hver við annan. Hagfræðingar þesssir voru Bretinn William Stanley Jevons, sviss- neski prófessorinn Leon Walras og Austurríkismaðurinn Carl Menger. Klassísku hagfræðingarnir höfðu talið að það sem væri sameiginlegt vöru og þjónustu væri að vinnu og fyrirhöfn kostaði að láta þetta í té. Þetta gerði síðan mögulegt að meta þessi gæði á sameiginlegan mælikvarða, þ.e. til fjár. Með huglægu virðiskenningunni var orsakatengslunum snúið við. Sam- kvæmt henni er það sameiginlegt öll- um gæðum, sem ganga kaupum og söl- um, að \ræv {'u\\nægjwnaimleguni þöif- um. Það er ekki vinnan, sem liggur að baki öflunar gæðanna, sem gerir þau verðmæt, heldur sá eiginleiki að full- nægja mannlegum þörfum. Ohætt er að telja Menger föður Vínarskólans. Auk þeirra von Mises og Hayeks var Eugen von Böhm-Bawerk einna þekkt- astur höfunda skólans en hann var um tíma fjármálaráðherra Austurríska keisaradæmisins og prófessor í Vín. Nokkur munur var þó á kenningum Vínarskólans annars vegar og þeirra Walras, Jevons og lærisveina þeirra hins vegar, þar sem Vínarskólinn skýrði ekki aðeins virði á huglægan hátt, heldur líka kostnað þótt ekki sé rúm til að rekja það hér. 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.