Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 22
llSBENPING
siglt nema aðra leiðina hvert sumar, til íslands eða frá,
þannig að nýting skips og áhafnar var afar takmörkuð.
Fornmenn hafa að vísu ekki hugsað um kostnaðarliði á
sama hátt og við, t.d. ekki hugsað að skipseigandi þyrfti að
„gjaldfæra“ ígildi tryggingariðgjalds í samræmi við hætt-
una á sjótjóni. En hvernig sem fornmenn litu á þetta sjálfir,
þá hefur þó verslunarálagning á hina smáu farma á endanum
þurft að standa undir tilkostnaði, áhættu og arðkröfu í
þessum rekstri svo að hann lognaðist ekki út af.
/
Ohagkvæm verkaskipting
Hár flutnings- og viðskiptakostnaður hefur í rauninni
komið í veg fyrir alla hagkvæma verkaskiptingu
milli íslands og umheimsins. Verslun var lúxus. Kirkjan
þurfti að flytja inn dýrar og
sjaldséðarvörurtilaðfylgja
tilskipuðuformi helgihalds:
vax í kerti, hveiti í oblátur,
vín til altarisþjónustu,
reykelsi, auk þess listmuni
og jafnvel glerglugga til að
prýða guðshúsin. Höfðingj-
ar, leikir sem lærðir, þurftu
innfluttar vörur til að berast
á í klæðaburði og veislu-
höldum og híbýlaprýði.
Bændur, sem komusl í
nokkrar álnir, hafa víst líka
gert það að stöðutákni að
einhverjar kaupstaðarvörur
kæmu á heimilið, þó varla
nema í táknrænu tnagni.
Sigling var mismikil, en
trúlega hefur heildarmagn
innflutnings sveiflast í kringum 5 kg á mann á ári eða
eitthvað í námunda við það, það er að segja á seinni hluta
þjóðveldisaldar; á víkingaöld má vel vera að þessi tala hafi
verið enn lægri. Útflutningur hefur verið svipaður að magni:
sem sagt óverulegur hluti af framleiðslu landsins.
Vaðmál fremur en ull
Ull hefurkannski verið íslendingum útbærari en flest
annað, því að á meðalbúi hefur hún að jafnaði fallið
til umfram heimilisþarfir. Þó var sauðfé miklu færra á þjóð-
veldisöld en seinna varð, nautgripir að sama skapi íleiri.
Hvort tveggja gerði þá að mörgu leyti sama gagn: bæði ær
og kýr voru á sumrin mjólkaðar í seli, kýrnar varla fóðraðar
tilmikillanytjaáveturna,en uxarog sauðirhafðirtilslátrun-
ar. Sauðféð hafði svo ullina fram yfir, og var vandalaust að
fjölga því á kostnað nautgripa ef menn kærðu sig um meiri
ull. Mikill fjöldi nautgripa miðað við sauðfé bendir því til
að íslendingar hafi ekki séð not fyrir meiri ull en þeir höfðu.
Þeirmáttu vel missafáein ullarreyfi ámanntil útflutnings,
og þó meira hefði verið. Þar með er hins vegar ekki skýrt
hvers vegna ullin var að langmestu leyti flutt út sem vað-
mál (óunninni ull réttbregðurfyriríheimildum um útflutn-
ing). Eftir hefðbundnum verðhlutföllum tvöfaldaðist verð-
mæti ullarinnar við vaðmálsgerðina, en þau verðhlutföll
spegla ekki framboð og eftirspurn, og í raun hefur tilkostn-
aður við vaðmálið meira legið í úrvinnslunni en hráefninu.
Islendingar voru að flytja út vinnu iðn verkafólks fremur en
afrakstur af landsins gæðum.
Flóknara samspil
/
Aður en lengra er haldið í skýringaleitinni, er sky It að
játa að vöruskipti íslands við umheiminn voru ekki
alveg eins einföld og lýst var hér að framan. Útflutningur
var ekki eintómt vaðmál þótt það virðist yfirgnæfa. Til
dæmis var eitthvað flutt af skinnavöru, og svo er að sjá sem
bæði tófuskinn og kattarskinn hafi verið verslunarvara í
allháu verði, væntanlega eftirsótt vegna útflutnings; ekki
er þó vitað hvort kattahald var beinlínis aukabúgrein skinn-
anna vegna. Og á hinn bóginn var innflutningurinn ekki
allur munaðarvara í háu verði, því að timbur virðist þar
skipta talsverðu máli, bæði smíðaviður til almennra nota
og tilhöggvið timbur í stórbyggingar, og það gat ekki verið
í háu verði miðað við þyngd. Er það satt að segja nokkur
ráðgáta, miðað
við hina afar
kostnaðarsömu
samgöngu-
hætti, hvernig
innfluttur
smíðaviður gat
keppt við reka-
við, jafnvel þótt
nýtingu hans
fylgdi mikil
fyrirhöfn, bæði
við vinnslu og
flutning.
Ráðgáta
Þessi ráðgáta um timburinnflutninginn geyrnir víst
lykilinn að hinni ráðgátunni, af hverju ullariðnaður
var útflutningsframleiðsla. Hvort tveggja skýrist af því
vandamáli kaupmanna að þurfa að flytja álíka verðmætan
farm frá íslandi og til þess.
Skip kemur til Islands að sumri. A því eru tugir manna,
bæði áhöfnogfarþegar.Fyrirskipinuráðasvonefndirstýri-
menn, þ.e. kaupmenn. Skipverjareru allir kaupmenn í smá-
um stfl, því að þeir eiga, hver um sig eða nokkrir í félagi,
hluta af farmi skipsins, og vinnaþeir á skipinu fyrir flutningi
á þessum varningi sínum. Loks eru farþegarnir, íslenskir
ferðalangar á heimleið og með einhvern farangur. Farmenn
selja af varningi sínum við skip, taka sér veturvist nteð
bændum, selja smám saman það sem eftir er af varningi,
aukþesssemþeirgreiða(eða gefajfyrir vistina. Landsmenn
kaupa vörurnar mest í skuld og lofa greiðslu í vaðmálum
um vorið. Þeir hafa þá veturinn til stefnu að láta vefa upp
í skuldina.
Af hverju sömdu farmenn um vaðmálsgreiðslur, fremur
en t.d. greiðslu í ull, smjöri eða osti? Ekki endilega vegna
þess að vaðmálið hafi borið hærri álagningu (þ.e.a.s. verð-
hlutfall þess við hinar vörurnar verið lægra á íslandi en í
Noregi) heldur vegna þess að þá hefði skipið ekki rúmað
allan varning þeirra á heimleið. Það jók á vandann að
íslensku farþegarnir, sem að jafnaði voru a.m.k. jafnmargir
utan sem út (dauðsföll voru reyndar alltíð f utanlandsferð-
um), höfðu miklu meiri farangur með sér á leið frá landinu,
þ.e. varning til að nota sem gjaldeyri á ferðalaginu, varla
22