Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 21

Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 21
IV, I___! ÍSBENDING Forn-íslendingar: iðnaðarþjóð Helgi Skúli Kjartansson sagnfrœðingur lyftir hulunni afleyndardómum fornmanna Helgi Skúli Kjartansson Víkingaskipið/s/e«í//HgMr Feðranna frægð er eitt af því sem við höfum löngum lifað af, íslendingar, og við göngum þess ekki dulin að hér hafí á þjóðveldisöld verið lifað mannlífí sem um margt sé sérstakt og athyglisvert. Kannski hugsum við samt ekki oft út í hvað það er í rauninni merkilegt að Forn-íslendingar voru ekki bara lærdóms- og bókmenntaþjóð (auk þess að vera „víkingar“ og búa við eins konar „lýðveldisskipulag“ ef þau hugtök eru teygð duglega), heldur voru þeir líka í hópiiðnaðar- þjóða síns tíma. Auðvitað vann fólk margfalt meira við búskap en iðnað; það var nánast algilt á tæknistigi þess tíma að vinna fólks færi mest í matvælaframleiðslu. En vöruskipti Islands við umheiminn voru með þeim hætti að inn voru fluttar margs konar vörur, þar á meðal matvæli (kornvörur, hunang o.fl.) og hráefni (t.d. timbur og vax), en útflutningurinn var aðallegavað/ná/, þ.e. ofinn ullardúkur. Sérhæfing atvinnulífsins fólst því, það sem hún náði, í ullariðnaði. Og er að vísu umhugsunarefni hvað gerði íslendinga svo snemma að iðnaðarþjóð. Vöruskipti um langvegu gegnaí nútímanum ekki sístþví hlutverki að stækka markaðssvæði fyrirtækjanna, færa þeim þannig hagkvæmni stærðar og sérhæf- ingar, fjölga valkostum hinna sem vörurnar kaupa, og eila samkeppnina sem undirrót er flestra framfara. Því er það einkenni heilbrigðra viðskipta að sömu vörutegundir séu fluttar út og inn, jafnvel í viðskiptum við sama landið (og stundum bent á það sem veikleikamerki hve lítið sé um slíkt í verslunarmynstri íslands nú). Þetta átti yfirleitt ekki við á fyrri öldum, heldur var langleiðaverslun þá - eins og hún er auðvitað öðrum þræði enn, sbr. blessaðan fiskinn - leið til sérhæfingar milli landa, þannig að menn fluttu út vörur sem sérstök náttúrugæði eða sérstök verkþekking gáfu þeim forskot til að framleiða. Ríkuleg náttúrugæði Þegar ísland byggðist hlaut aðdráttarafl þess að helgast af n'kulegum náttúru- gæðum sem gerðu landið vænlegt til að afla matar, bæði með búskap og af hlunnindum. Því hefði mátt ætla að möguleikar íslendinga til sérhæfingar lægju í matvælaframleiðslu, bæði að ísland gæti greitt með mat fyrir aðrar innflutningsvörur og að landsmönnum væri hagur að skipta við aðra á matar- tegundum. Búskapur þeirra snerist mest um mjólkurframleiðslu, með kjöt sem mikilvæga aukaafurð, auk þess sem hlunnindi og veiðiskapur gáfu af sér fisk, kjöt og egg, en kornrækt var erfið og lítt var hirt um aðra matjurtarækt. Þannig bjó fólk við óhóf af fínustu prótínfæðu en skorti þann ódýra kolvetnamat sem í þéttbýlli löndum var óhæfilega stór hluti af einhæfri fæðu. Þarna hefði mátt virðast eðlileg verkaskipting að Islend- ingarflyttuútmatvörur,bæði í skiptum fy rir aðra vöruflokka og fy rir kornmeti, rétt eins og þeir gerðu á síðari öldum, t.d. á einokunartímanum. En á þjóðveldisöld fór lítið fyrir verkaskiptingu í þá átt. Reyndar er vitneskja um verslun Islands við umheiminn rnjög ótraust fyrr en á 12. öld, en þá er vaðmál orðið aðalútflutn- ingsvara, og bendir ekkert til annars en að svo hafi verið lengi og jafnvel frá upphafi. Frá 12. öld eru meginatriði verslunarsögunnarþekkt, og erum þau langrækilegastan fróðleik að sækja í doktorsritgerð Helga Þorlákssonar, Vaðmál og verðlag, frá 1991, sem ég styðst hér við í mörgum atriðum. Hár kostnaður Um verslun fornmanna skiptir það meginmáli að samgöng- urnar voru ólieyrilega dýrar, og að sama skapi lítið notaðar. Hin marg- rómuðu víkingaskip voru allt annað enhagkvæmflutningatæki. Knerrimir, sem mótuðust seint á víkingaöld og vora notaðir í íslandssiglingum fram yfir lok þjóðveldisaldar, voru að vísu sérhæfð flutningaskip og hafa væntan- lega auðveldað verslun frá því sem áður var. (Landnámsmenn hafa ekki átteiginlegaknerriheldure.t.v.fleytur í lfkingu við Gaukstaðarskipið, sem alþekkt er af eftirlíkingum, nú síðast heimasmíðaðri.) Samt voru þeir burðarlitlir, þurftu fjölmenna áhöfn, og skipskaðar voru afartíðir. Ekki varlagt í siglingarnemaum hásumarog sjaldan 21

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.