Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 18

Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 18
ÍSBENDING Skýringar Vilhjálms Þórs Til frekari skýringar skrifaði Vilhjálmur Þór sérstaka greinargerðtilPéturs. Þarfullyrti Vilhjálmurm.a. að „ríkisstjórnin og fleiri" hafi um hríð verið „í nokkrum vafa“ hvort það yfirleitt væri í samræmi við hagsmuni Islands að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin. Samkvæmt þessu virðist utanþingsstjórnin hafa íhugað að gerbreyta afstöðu íslenskra stjórnvalda í þessu máli. Sem fyrr segir hafði ríkisstjórn Ólafs Thors áður sent þau skilaboð til Sovét- manna að íslandi væri ljúft að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin. Efamál er hvort slík „stefnubreyting“ hefði notið fylgis á Alþingi. Það heyrði sögunni til að reynt væri að einangra bolsévika-stjórnina í Rússlandi á alþjóðavett- vangi. Danmörk tók t.d. upp stjórnmálasamband við Sovét- ríkin 1924 og Island viðurkenndi sovétstjórnina 1926. Og nú voru Sovétmenn orðnir bandamenn Bretaog Bandaríkj- anna í styrjöldinni miklu við öxulveldin. í fyrri bréfum sínum til Péturs hafði Vilhjálmur minnst á lokaðan l'und í Alþingi og gefið í skyn að þar hafí verið teknar mikilvægar ákvarðanir. Hér á Vilhjálmur væntanlega við lokaðan fund í Alþingi 29. febrúar 1943, sem efnt var til eftir langan fund sem utanþingsstjórnin hafði haldið meðutanríkismálanefnd þingsins. Samkvæmt sögu utanríkisþjónust- unnar eftir Pétur Thorsteinsson voru „allir" sammála um það á þessum fundum að sam- þykkjasovéskan sendimann íReykjavík. Hins vegar greindi menn á um fyrirkomulagið á fyrirsvari Islands gagnvart stjórninni í Moskvu. Fullyrðing Vilhjálms um að „ríkis- stjórnin“ hafi raunverulega verið í vafa um hvort það þjónaði hagsmunum íslands að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin sýnist því í lausu lofti. Eitt er hvað menn kunna að hafa hugsað með sjálfum sér og annað hver afstaða ríkisstjórnarinnar hafi verið, enda hefði utanþingsstjórninni borið að leita fulltingis Alþingis ef hún ætlaði að standa á þessari skoðun og gera hana að opinberri afstöðu ríkis- stjórnar íslands. Líklegast er að hér hafi hrein- lega verið um að ræða einkaskoðanir Vil- hjálmsogöflugraáhrifamannasemaðhyl]tust„Leifslínuna” svokölluðu. Meðal þeirra sem hugsuðu á líkum nótum og Vilhjálmurí utanríkismálum vart.d. einn samráðherra hans í utanþingsstjórninni, Björn Ólafsson, stórkaupmaður og fjármálaráðherra, en þeir Vilhjálmur gengu raunar í félag saman um framleiðslu Coca Cola á íslandi, þrátt fyrir að vera harðir andstæðingar í verslunarmálunum, sem á þessum árum voru eitt helsta þrætueplið í íslenskum stjórnmálum. PéturThorsteinsson segirað„ýmisskonarmisskilningur“ hafi komið fram „hjá íslenska utanríkisráðuneytinu" í með- förum þessa máls sem m.a. hafi komið Pétri Benediktssyni í vanda. Pétur Thorsteinsson nefnir t.d. fyrrnefndan „mis- skilning” ráðuneytisins um að ekki væri hægt að stofna stjórnmálasambandtve^gjaríkjameðorðsendingaskiptum milli sendiráða þeirra. A sínum tíma er þó hugsanlegt - þótt Pétur geti þess ekki í bók sinni - að hér hafi raunverulega verið um álitamál að ræða. Óh'klegt er að Vilhjálmur hafi haldið þessu svo fast fram án þess að hafa kynnl sér málið. VitaðeraðVilhjálmurráðfærðisiggjaman viðSveinBjöms- son, þáverandi ríkisstjóra, sem vitaskuld var af langri reynslu allra manna kunnugastur alþjóðavenjum og starfsháttum í stjórnarerindrekstri. Þá greinir Pétur Thorsteinsson frá öðrum „misskilningi" íslenska utanríkisráðuneytisins í þessu máli, en það var sú skoðun, sem raunar kemur fram í þeim skýrslum ráðuneytisins til Péturs Benediktssonar sem hér hefur fyrr verið vitnað til, að ástæðulaust væri að tala um „stofnun” stjórnmálasambands milli landanna, því slíku sambandi hafi aldrei verið slitið! Virðist ráðuneytið hafa litið svo á að annaðhvort hafi viðurkenning Islands á Sovétríkjunum 1926 jafngilt stjórnmálasambandi eða að stjórnmálasambandið milli Danmerkur og Sovétríkjanna hafí að einhverju leyti gilti fyrir Island. „Röksemdir“ s Iofannefndri greinargerð Vilhjálms lékk Pétur fyrst að heyra þær „röksemdir“ sem knúðu íslensk stjórnvöld til að svara Rússum á annan veg en ríkisstjórn Ólafs Thors hafði ráðgert og að stofna sendiherraembætti í Moskvu. Vilhjáhnur benti á hina breyttu aðstöðu Sovét-Rússlands í valdatafli stórþjóðanna. Mikilvægt væri að hafa íslenskan sendimann hjá þessu stórveldi, rétt eins og hinum tveimur, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem gæti túlkað stefnu sovét- stjórnarinnar, m.a. í utanríkismálum, í ljósi íslenskrahags- muna. Rfkisstjórn íslands yrði að byggja skilning sinn á rússneskum málefnum ááreiðanlegri heimildumen áróðurs- kenndum frásögnum innlendra og útlendra blaða. Þá væri áríðandi að kynna fyrir Rússum afstöðu Islendinga til sam- bandsins við Danmörku, en ákvörðun um stolnun lýðveldis var að vænta á Alþingi og æskilegt að sem flestar þjóðir, ekki síst stórþjóðirnar, viðurkenndu hi na nýju skipan. Auk þess hefði ísland nú öðlast nýtt hernaðarmikilvægi í samskiptum stórþjóðanna og af þeim sökum skipti mikluaðsendimaðurríkisstjómaríslands ætti sem greiðastan aðgang að ráða- mönnum í Sovét-Rússlandi, því Rússar myndu vitaskuld renna augum til íslands, rétt eins og Bretar og Bandaríkjamenn, og Þjóðverjar höfðu gert fyrir styrjöldina. Jafnframt væri óhjákvænti- legt að um nánari samvinnu y rði að ræða milli ríkja heims að lokinni styrjöldinni og nauðsynlegt fyrir ísland að koma á sem bestu sambandi við Sovét-Rúss- land ekki síður en hin stórveldin tvö sem væntanlega færu með sigur af hólmi í styrjöldinni og myndu verða ráðandi um skipan heimsmála að henni lokinni. Lokst væri íslandi mikil þörf á að afla nýrra markaða fyrir sjávarafurðir sínar og beindust þá augu margra að Rússlandi, m.a. um kaup á saltsíld í stórum stfl. Að öllu þessu athuguðu væri ljóst að ekki myndi skorta verkefni fyrir íslenskt sendiráð í Moskvu og að nauðsy nlegt væri að hafa þar rey ndan og ötulan sendi- mann. Pétur ekki sannfærður En Pétur lét ekki sannfærast. Hann kvaðst enn ekki sjá hvernig hægt væri að jafna saman mikilvægi sendi- ráðsins í London og fyrirhugaðs sendiráðs í Moskvu og að því athuguðu hlyti hann að halda fast við réttmæti álits síns að flutningurinn væri stórfelld vanþóknun á hans störfum. Myndi hann þó ekki hirða um það vantraust ef hann sæi hlutverk í starfinu sem hann væri betur fallinn að leysa en hver annar. „Þrátl fyrir vinsamleg tilmæli yðar í því efni,“ sagði hann í skeyti til utanríkisráðherra, „er ég hárviss að ég gæti engu gagnlegu til leiðar komið í umræddum stað. Leyfi ég mér þvf að bera fram eindregna ósk um að fá leyfi til að halda áfram starfi sem ég hef lagt allt mitt fram til að Vilhjálmur Þór 18

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.