Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 15
V
IÍSBENDING
Þegar Pétur Benediktsson var
sendur til Moskvu
Jakob F. Asgeirsson skrífar um uppliaf stjórnmálasambands Islands og Sovétríkjanna
Pétur Benediktsson u.lu ásamt Nikolaj Shvernik (t.v.), varaforseta
æðsta ráðs Sovétríkjanna og embættisnianni í sovésku
utanríkisþjónustunni.
Daginn eftir hernám Þjóðverja í Danmörku, 9. aprfl
1940, samþykkti Alþingi að íslendingar skyldu taka
í sínar hendur að öllu leyti stjórn utanríkismála sinna.
A næstu árum tókum við upp stjórnmálasamband við helstu
ríki heims og settum á fót sendiráð í nokkrum þeirra. Kom
Pétur Benediktsson þar mjög við sögu sem fyrsti sendiherra
okkar í London, Moskvu og París. Er mikil saga og forvitnileg
af því frumherjastarfi Péturs - og ekki hvað síst aðdragandan-
um að sendiherratíð hans í Moskvu sem hér segir af.
Um þessar mundir eru níutíu ár frá fæðingu Péturs Benediktssonar. Hann
fæddist í Reyk javík 8. desember 1906, sonur hinna þjóðkunnu hjóna, Guðrúnar
Pétursdóttur og Benedikts Sveinssonar, alþingismanns og bókavarðar. Eins og
bræðurhans, Sveinn og Bjarni, varPétureinn afkunnustu mönnum sinnartíðar.
Hann var maðurafdráttarlaus og hreinskiptinn í skoðunum og vakti þjóðarathygli
er hann beitti sér, hvort heldur í ræðu eða riti. Persónuvinsældir hans voru
fádæma. Pétur var sem fyrr segir einn af frumherjum utanríkisþjónustunnar,
fyrsti sendiherra okkar í Bretlandi, Sovétríkjunum, Frakklandi og níu öðrum
Evrópuríkjum; jafnframt fyrsti fulltrúi landsins áfundum Evrópuráðsins, Atlants-
hafsbandalagsinsogEfnahagsamvinnustofnunarEvrópu;en síðan Landsbanka-
stjóri í sextán ár og nýorðinn alþingismaður er hann lést aðeins 62 ára að aldri,
29. júní 1969. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Marta Thors.
Þegar hér hefst sagan er Pétur hálffertugur og búsettur í London, þar sem hann
hafði sett á fót íslenska sendiráðið tveimur árum fyrr. Störf Péturs í London voru
mjög þýðingarmikil. Á styrjaldarárunum fór nær allur útflutningur okkar til
Bretlands og hafði sendiráðið í London um það milligöngu. Var það geysimikið
starf, ýmisskonar umsýslan í sambandi við sölu afurða okkar. Pétur undi sér vel
í London, þráttfyrirloftárásarnir miklu; hann þótti afbragðs enskumaðui', loftslagið
álti við hann og hann samdi sig ágætlega að ensku hátta- og lundarfari.
Sumarið 1942 tóku starfsmenn úr sovéska sendiráðinu í London að ámálga
það við Pélur að koma á beinu stjórnmálasambandi milli Islands og Sovétríkjanna.
Að sögn Péturs virtust Rússarnir standa í þeirri trú að Island væri „einhvers
konar dönsk nýlenda“ og höfðu í huga að senda hingað konsúl. Pétur lést ekki
skilja þá og talaði jafnan um „diplómatíska fulltrúa“ og tókst þannig að koma
þeim í skilning um að Island væri sjálfstætt ríki, þótt konungssambandið við
Danmörk stæði enn. Ástæðan fyrir þessum þreifingum var ekki sérstakur áhugi
Stalín-stjórnarinnar á málefnum Islands, eins og Pétur komst síðar orði, „heldur
sú nauðsyn, sem hún taldi vera á því að fylgjast með hvað hinir ágætu vinir og
bandamenn hennar, Bretar og þó fyrst og fremst Bandaríkjamenn, aðhefðust
hér á hjara veraldar.“ Rússar höfðu þá
þegar sent hingað „fulltrúa“ til að fylgj-
ast með skipaferðum bandamanna,
ekki síst skipalestunum til Múrmansk,
sem á styrjaldarárunum voru látnar
safnast í Hvalftrði, en þessir sendimenn
nutu ekki diplómatískra réttinda.
Þegar Rússarnirfærðu þetta í tal við
Pétur, sat að völdum í Reykjavík
minnihlutastjórnSjálfstæðisflokksins
undir forsæti Olafs Thors sem jafn-
framt gegndi störfum utanríkisráð-
herra. Að tillögu Péturs samþykkti
stjórn Olafs að svara því til að Islandi
myndi ljúft að koma á beinu stjórn-
málasambandi við Sovétríkin; hins
vegar væri hæpið að ísland gæti, sökum
fámennis og fátæktar, sett á stofn ís-
lenskt sendiráð í Sovétríkjunum að svo
stöddu og því yrði ísland, ef til kæmi,
annaðhvort að biðja þriðja land að fara
með mál sín í Moskvu eða fela ein-
hverju sendiráði landsins að verajafn-
framtfulltrúigagnvartSovétríkjunum.
Pétur lét þetta berast. í desember 1942
skrifarsovéski sendiherrann íLondon,
Iean Maiskí, formlegt bréf til íslenska
sendiráðsins í London þessu lútandi
og Pétur svaraði samkvæmt fyrri til-
mælum íslensku ríkisstjórnarinnar.
Maiskí skrifaði á ný í febrúar 1943 og
kvað stjórn sinni geðjastbeturað síðari
leiðinni. Hann mæltist til þess að til
ófriðarloka færi sendiherra Islands í
London með mál landsins gagnvart
Sovétríkjunum, en þau myndu hins
vegar setja á stofn sendiráð í Reykjavík.
Enn fremur lagði Maiskí til að þessu
yrði komið í kring með orðsendinga-
15