Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 17
Ólafs Thors hefði að sínum dómi bundið hendur landsins
og að við gætum ekki gengið á bak orða okkar og haldið
fullum sóma. Hann sagði enn fremur:
„Ég veit ekki, hvað gerst hefur í málinu heima, er það
kom fyrir stjórnina aftur, nema að það hafi verið rætt á
lokuðum fundi í Alþingi, og að sá fundur sýnist hafa gert
einhverjar samþykktir, sem gera stjórninni ómögulegt að
hvikafráhinumeinkennilegufyrinnælum, semsendiráðinu
voru gefin í málinu. Frásagnir af afstöðu Alþingis, og af
afstöðu Breta og Bandaríkjamanna í málinu, eru annars
allar undir rós, og ógerningur að átta sig á hinu sanna sam-
hengi. Við skulum alveg gleyma því, að ég er áminntur
eins og skólastrákur fyrir að gegna þeirri sjálfsögðustu
skyldu hvers ábyrgs erindreka, að „leyfa mér að fresta“
framkvæmd fyrinnæla umbjóðanda míns sem ekki gal
bráðlegið á að framkvæma og ég var sannfærður um að
væru byggð á misskilningi. Hvort ég hafði rétt fyrir mér
um síðasta atriðið kann að vera álitamál, en enginn hefur
betri leiðarstjörnu en þá greind, sem honum er gefin. Ég
hef fengið svo margar rektorsáminningar um dagana, að
ég er orðinn heldur þykkskinnaður við slíku. Hitt þykir
mér miklu verra, að ríkisstjómin neitar með þögninni að
leiðbeinamérþegaréghreinskilnislegajáta, aðég skilekki
afstöðu hennar. Mig skortirröksemdirfyrirþessari afstöðu,
sem mér er skipað að taka í mál i nu, ég bið ykkur að láta mig
vita röksemdirnar en fæ ekkert svar nema „gerðu eins og
þér er sagt!“ Ég sé ekki betur en svar Maiskís taki alveg af
skarið um afstöðu Rússanna til formhliðar málsins. Hvað
finnst yður við eigum að halda þessurn skollaleik lengi
áfram? Ég treysti yður til þess að konta málinu úr því
öngþveiti, sem það er komið í. Ef þið fallist ekki á mínar
tillögur, látið mig þá að minnstakosti vita, hvaða röksemdir
ég á að bera fyrir mig gagnvart Maiskí.“
Molotov fær skeyti
Pétri barst ekkert svar við þessu bréfi. Þann 27. júlí var
honum tilkynnt að utanríkisráðherrann hafi sent
Molotov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skeyti í fram-
haldi af „munnlegri fyrirspurn“ sovéska sendiráðsins í
London um að koma á beinu stjórnmálasambandi milli
íslands ogSovétrfkjannaoglýstyfirmikilliánægjuíslensku
ríkisstjórnarinnar ef það mætti verða. Jafnframt var Pétur
beðinn að láta það berast til sovéska sendiráðsins í London
að íslenska nkisstjórnin hefði „til yfirvegunar“ að senda
sendiherra til Moskvu - en utanríkisráðuney tið í Reykjavík
áleit að sú vitneskja myndi hafa þau áhrif að Rússar veldu
„virðulegri mann“ í sendiherrastöðuna á íslandi.
Molotov svaraði íslenska utanríkisráðherranum 21. sept-
ember og kvað sovétstjórnina ætla að skipa sendiherra í
Reykjavík. Þann 30. september varMolotov tilkynnt í skeyti
aðíslenskaríkisstjórnin hefði nú ákveðiðaðútnefnasendi-
herra í Moskvu. Með þessum skeytaskiptum taldist komið
á stjórnmálasamband milli íslands og Ráðstjórnarríkjanna.
Sovésk stjómvöld töldu að vísu að stjórnmálasambandið
hafi ekki verið stofnað fyrr en 4. október (1943), en að
sögn Péturs Thorsteinssonar miðuðu þau að líkindum við
þann dag sem svarskeyti Vilhjálms Þórs var fært til bókar
í sovéska utanríkisráðuneytinu. Um miðjan nóvember var
félagi Alexei Nikolayevitch Krassilnikov útnefndur sendi-
herra Ráðstjórnarríkjanna á Islandi. Hann var lágt settur
embættismaður, verkfræðingur að mennt, sem hafði lengst
af starfað í stjórnarskrifstofu byggingaframkvæmda, síðan
um tíma í utanríkisráðuneytinu og loks skamma hríð sem
stjórnarerindreki í Archangel. Hann afhenti Sveini Björns-
syni ríkisstjóra trúnaðarbréf sitt 19. mars 1944.
ÍSBENDING
í ævibók Einars Olgeirssonar, sem Jón Guðnason skráði,
segiraðutanþingsstjóminhafi„undirniðri“ verið „algerlega
á móti því að taka upp diplómatísk viðskipti við Sovétríkin.
Það er ekki fjarri lagi að þeim hafi verið þröngvað upp á
hana,“ segir Einar, sem á þessurn árum sat í utanríkismála-
nefnd Alþingis. Hann segir jafnframt að ráðherrar utan-
þingsstjórnarinnarhafi verið æfir yfirþví að sendiherrarnir
í London skuli hafa verið að „ræða þetta sín á milli" og að
Pétur, „þessi strákur, eins og einhver þeirra orðaði það,
skuli hafatekið framfyrirhendurnaráríkisstjórninni íþessu
máli“. Einar kveðst hafa spurt Vilhjálm Þór: „Heyrðu, þó
að Molotov hefði svarað þér gegnum Maiskí, þá hefði þetta
náttúrlega alveg komist á fyrir það?“ Og Vilhjálmur hafi
svarað: „Nei, ef hann hefði gert það, hefðum við aldrei
tekið þessi samskipti upp við þá.“ Ekki skal dregið í efa að
hér sé rétt eftir haft, en ekki er ástæða til að taka þessum
ummælum afþeiri'i íilvöru sem Einargerir. Vilhjálmurhefur
sagt þessi orð í hálfkæringi til að ganga fram af Einari.
• •
Onnur rimma
Þann 18. nóvember 1943 barst Pétri Benediktssyni
svohljóðandi skeyti aðheiman: „Eftirnákvæmayfir-
vegun hefur ríkisstjórnin ákveðið að fara fram á það við
yður að þér takið að yður sendiherrastöðuna í Moskvu.“
Var Pétri nú mjög brugðið. Og hófst nú hin önnur rimma
milli Vilhjálms Þórs og sendiherrans í London.
Pétur svaraði daginn eftir á þá lund að hann skildi orð-
sendingu ríkisstjómarinnar sem tilmæli en ekki sem fyrir-
skipun og sér væri „sérstaklega óljúft“ að verða við þeim
tilmælum. Hann hefði unnið mikið starf við að koma sendi-
ráðinu í fast horf, kaupa húsnæði undir það og my nda einka-
samband við ráðandi menn, jafnt innan stjórnkerfisins og
úti í atvinnulífinu, sem mjög nauðsynlegt væri að rækta til
að fáeinhverju áorkað sem um munaði. Hann taldi íslenskan
sendiherra í Moskvu algerlega óþarfan og geta nauðalítið
áorkað landinu til gagns, staðan væri aðeins kurteisistákn
gagnvart Sovétrfkjunum og hann sjálfur sérlega illa fallinn
til að gegna slíkri stöðu því „þvingað aðgerðarleysi“ væri
sér „ógeðfellt". Og hvort sem það væri ætlunin eða ekki
myndi vera litið svo á, bæði í London og á Islandi, að þessi
flutningur úr annarri af tveim þýðingarmestu sendiherra-
stöðunum í veigaminnsta embættið væri „tákn vanþókn-
unar“ af hállu stjómarinnar og sem ekki væri hægt að skýra
nema „með því að starfið hér [þ.e. í London] hafi verið
mjögillarækt.“Pétursagðiþaðvitanlegaríkisstjórnarinnar
að dæma um hvort hann ætti „slíka áminning skilið“, en
kvaðst hingað til hafa haldið að besta samvinna hafi verið
milli sín og þeirra ríkisstjórna sem hann hefði starfað undir.
„Misskilningur“
/
Iskeyti 22. nóvember sagði íslenska rfldsstjómin svar
Péturs byggt á „misskilningi“, stjómin hefði í þessu efni
sem öðrum tekið ákvörðun „að vel yfirveguðu máli“. Jafn-
framt væri ekki um „tilmæli“ að ræða heldur „ákveðna ósk“
stjómarinnar: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þér skipið
þetta starf fyrst um sinn vegna reynslu yðar og þekkingar en
samkvæmt því sem fyrir liggur getur þetta orðið afar áríðandi
staða sennilega þegar á næslunni. [...] Viljum við því taka
sérstaklega fram að um traust en ekki vanþóknun er að ræða,“
sagði í skeytinu. Auk þess yrði ríkisstjómin að getaflutt menn
millistaða eftirþvísemhúnteldi heppilegastáhverjumtíma.
Brot á þeirri gmndvallarreglu „gæti skapað fordæmi sem
núverandi ríkisstjóm telur eigi rétt að skapa“.
17