Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 16

Vísbending - 20.12.1996, Blaðsíða 16
ÍSBENDING skiptum milli sendiherranna í London. Ný ríkisstjórn ing á því svari. Hann skrifaði nú skýrslu um málið, ril'jaði upp gang þess fyrir hinum nýju valdhöfum og símaði til utanríkisráðherrans: „Leyfi mér að fresta aðgerðum uns þér hafið lesið skýrsluna." En þann 16. desember 1942 hafði ný rfkisstjórn tekið við völdum áíslandi, utanþingsstjórn dr. Björns Þórð- arsonar. Utanríkisráðherra þeirrar stjórnar var Vilhjálmur Þór, forstjóri. Vilhjálmur var hin mesta kempa. Hann hóf sinn starfsferil sendill hjá KEA tólf ára en var sestur í for- stjórastólinn þar rúmum áratug síðar og gerði KEA að stór- veldi á Akureyri. Hann varframkvæmdastjóri Islandsdeild- arinnar á heimssýningunni miklu í New York 1939, síðan viðskiptafulltrúi og aðalræðismaður okkar þar vestra um stutt en mikilvægt skeið í okkar viðskiptasögu, bankastjóri Landsbankans, utanríkis- og atvinnumálaráðherra, forstjóri SIS á mesta uppgangstíma þess, og loks Seðlabankastjóri, aukannarraumsvifa. Vilhjálmur varmaðurafgerandi ígerð- um og tali, ráðríkur og skapmikill, og ekki laus við hroka. Akvörðunum sínum áopinberum vettvangi fylgdi hann eftir með sömu hörkunni og hann var vanur úr viðskiptalífinu. Báru andstæðingar hans, einkum úr röðum Sjálfstæðismanna og kommúnista, þungan hug til hans. Sjálfstæðismenn sökuðu hann um yfirgang í þágu Sambandsins og kommar þoldu ekki skoðanir hans um náið samband við Bandaríkin, en Vilhjálmur hafði reynt að sannfæra Bandaríkjastjórn um að Monroe-kenningin, sem kvað á um íhlutunarrétl Bandaríkjanna á „bandansku áhrifasvæði", gilti um Island þar eð Island væri á „vesturhveli“ jarðar. Hinir nýju valdhafarálitu tillögu Maiskís ekki samkvæmt „alþjóðavenjum" og fólu Pétri þann 12. mars 1943 að til- kynnasovéskasendiráðinu íLondon að íslenskaríkisstjórn- in væri „fús til að veita móttöku diplómatískum fulltrúa frá ríkisstjórn Sovétríkjanna þegar er fram koma um það form- leg tilmæli eftir venjulegum leiðum samkvæmt alþjóða- venjum. Til athugunar verður þá á hvern hátt mögulegt og kleift verði aðkomafyrirumboði af Islands hálfu gagnvart Sovétríkjunum." Pétur andmælir Pétur andmælti þessu í skeyti daginn eftir. Hann taldi að við hefðum bundið hendur okkar um efnishlið málsins með svarinu fyrirjól 1942 sem var, eins og fyrrer sagt, samkvæmt samþykkt rfkisstjórnar Ólafs Thors. Hann mótmælti einnig þeim skilningi yfirboðara sinna að sú leið, sem til umræðu var, væri ekki samkvæmt „alþjóðavenjum"; sagði - sem rétt mun hafa verið - að það væri þvert á móti venja samkvæmt þjóðarrétti, þegar svona stæði á, annað- hvort að fela þriðja ríki að gæta hagsnuma okkar á staðnum eða fela sendiráði íslands í þriðja ríki að fara með umboðið. Pétur áleit auk þess óheppilegt ef ísland færi að leiðbeina Sovétríkjunum til urn „alþjóðavenjur" ídiplómatískum sam- böndum. Loks kvað hann Sovétmenn vilja vita hvort við myndum sendaþeim fulltrúa í stað þess sem kæmi til Islands og ekki sætta sig við það svar að það myndum við ákveða þegar við hefðum tekið við sendiherra af þeim. . Mótbárurþessarvoru aðengu hafðarogstjórnin fReykja- vík ítrekaði fyrri tilmæli sín ískeyti 18. mars. Trúlegahefur Vilhjálmi mislíkað að Pétur skyldi svara Rússum án þess að ráðfæra sig við sinn nýja yfirmann og að hann skyldi ekki a.m.k. spyrjast fyrir um hvort afstaða íslenskra stjórn- valda væri óbreytt þótt skipt hafi um ríkisstjórn. Péturhefur á hinn bóginn litið svo að hið eiginlega svar íslenskra stjórn- valda hafi verið munnlega svarið sem hann gaf um sum- arið, skriflega svarið hafi einungis verið formleg staðfest- 16 Algerlega óaðgengilegt Vilhjálmur Þór svaraði og sagði að ríkisstjórnin teldi „uppástungu“ Péturs - þ.e. tillögu Sovétmanna - sem fyrr „algerlega óaðgengilega" án þess þó að skýra það með öðrum orðum en þessum: „Yður til leiðbeiningar og sem trúnaðarmál, skal upplýst, að á lokuðum fundi í sam- einuðu Alþingi var samþykkt gerð um þetta mál.“ Vil- hjálmurlétíljós„undrun“yfiraðsendiherrannskyldifresta framkvæmd „ákveðinna fyrirmæla ríkisstjórnarinnar án þessað spyrjastfyrirumleyfiþarum“ogsagði að„blærinn“ á skýrslu Péturs hafi verið „öðruvísi en ráðuneytið hefði kosið“. í einkabréfi til Péturs, sem Vilhjálmur lét fylgja hinu opinbera bréfi ráðuneytisins, kvað hann um það all- skiptar skoðanir heima hversu „æskilegt sé fyrir Island að fá diplómatiskan fulltrúa hingað frá Ráðstjórnarríkjunum, eins og stendur. Og hve mikill áhugi vinaþjóða okkar, þeina sem við höfum mest skipti við, er fyrir slíku, liggur heldur ekki fyrir, svo meira sé ekki sagt.“ Hann taldi því í bili enga ástæðu til að „hraða þessu máli, þó hinsvegar verði að gæta þess vel að halda þannig á málum að ekki hljótist af óvin- semd eðaóþægindi við Ráðstjórnarríkin." Hann lét þess að lokum getið að ef Sovétmenn sendu hingað diplómatískan fulltrúa væri „sérstök þörf á að vera á verði um, að ekki verði valinn maðurúrhópi þeirra, sem héreru núí landinu, því lítill sómi væri okkur sýndur með því“ - en það voru svokallaðir „eftirlitsmenn“ Rússa með birgðaflutningum Bandamanna um Island, sem voru álitnir „njósnarar'*. Sendiherra þráast við En sendiherrann í London þráaðist við. Hann bað á ný leyfis að „mega fresta aðgerðum þar til ég hef lagt fyrir i íkisstjórnina uppkast að svari og l'engið nánari fyrir- mæli um þau atriði sem mér eru enn ekki ljós.“ í nýrri skýrslu, 28. apríl, kvaðst Pétur enn ekki skilja hvað það væri í tillögu Maiskís sem ríkisstjórnin teldi „algerlega óaðgengilegt". En Pétur fékk engar frekari skýringar að sinni og þann 24. maí bárust honum þau boð í símskeyti að ríkisstjórnin hefði tekið sína ákvörðun „í samráði við Alþingi" og yrði þeim ekki breytt - „að minnsta kosti ekki meðan ekkert liggur fyrir fráhinum aðiljanum um að lausnin sé honum óaðgengileg þannig. Ætlast ráðuneytið til að málið sé nú afgreitt frá yður samkvæmt þessu.“ Pétur flutti nú Maiskí skilaboð stjórnar sinnar. Sovéski sendiherrann svaraði 9. júní að hann sæi enga ástæðu til þess að breyta því sem áður hafði verið ráðgert og sagði: „Mér virðist þetta liggja alveg beint við og vera rökrétt aðferð. Svona er vanalega farið að, þegar tvö lönd óska að koma á stjórnmálasambandi sín á milli, og þess má geta að líkt var farið að í fyrra, þegar stjórnmálasambandi var komið á milli Sovétríkjanna og Kanada og nú milli Sovétríkjanna og Sambandsríkja Suður-Afríku. -Ég sé því engaástæðu til þess að fara öðruvísi að gagn vart ykkur, og ef stjórn yðar óskar að koma á stjórnmálasambandi við Sovétríkin, ætti hún að gefa yður umboð það sem um er að ræða og með þarf. Síðan getum við skipst á orðsendingum og þannig opinberlega komið á diplómatisku sambandi milli landa okkar.“ Með þessu bréfi sovéskasendiherrans skrifaði Péturenn til Vilhjálms Þórs og áréttaði að samþykkt ríkisstjórnar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.