Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 3
iS því, að menn gjaldi mjög varhuga við því að eiga nokkur viðskipti við menn hér. En ef svo er, að útlendingar séu hræddir við að senda hingað vörur, þegar þeir vita hvernig ástandið er, þá getur ekki allt verið með feldu og við megum aðeins sjálfum okkur um kenna. En eitt geta landsmenn haft hugfast, að er- lendar þjóðir, sem hér hafa viðskipti, fylgjast nákvæmlega með um allt, er hér gerist, og kaup- sýslumenn þeirra fá að vita það jafnóðum. Gjaldeyrisframkvæmdin og sérstíiða S. í. S. Síðasta árið hefir gjaldeyrisástandið farið hríðversnandi og síðan innflytjendur almennt fóru að safna stórskuldum erlendis vegna yfir- færsluvandræðanna, hefir hin áberandi sérstaða S. í. S. með gjaldeyrir og greiðslur til útlanda verið tíðrætt umtalsefni. Málið horfir þannig við, að Sambandið hefir fengið leyfi til að nota allan sinn gjaldeyrir, annan en þann, sem fæst fyrir saltfisk, til að greiða fyrir vörur, sem Sambandið kaupir frá útlöndum. Auk þess virð- ist það mega nota allan gjaldeyri, sem það fær íyrir afurðir, er það kaupir af öðrum en sínum eigin félögum, svo sem ýmsar sjávarafurðir. Heyrzt hefir að Sambandið hafi undanfarið haft á leigu skip til þess að kaupa ísfisk í Vest- mannaeyjum, í því skyni að afla sér gjaldeyris. Einnig mun það hafa keypt í stórum stíl hrogn og harðfisk. Meðan innflytjendur fengu nokkurn veginn að standa í skilum við útlönd, var lítið sagt við þessum sérréttindum Sambandsins. En síðan bankarnir fóru að endursenda vöruvíxlana í hrönnum og engir geta staðið í skilum við út- !önd nema Sambandið og þeir, sem eingöngu verzla við „clearing“-löndin, þá hefir aðstaðan gerbreytst. Þá hefir fyrst komið greinilega í ljós hversu stórfeld fríðindi það eru, að mega nota án íhlutunar allan gjaldeyri, sem hægt er að ná í. Því hefir verið mjög eindregið haldið fram, að S. 1. S. þurfi ekki að hlíta sömu lögum og önnur verzlunarfyrirtæki í landinu. I því sam- bandi má benda á það, að mjög hart er gengið eftir hjá öllum útflytjendum, öðrum en S. I. S., nákvæmri skilagrein fyrir hverri krónu af því, sem útflutt er. Gengur þetta eftirlit stundum svo langt, að skip eru látin bíða í höfn þangað til fullnægjandi skil hafa verið gerð. Því er aft- ur á móti haldið fram, að S. í. S. sendi út allar vörur án nokkurs eftirlits með gjaldeyrinum og þurfi engum að standa reikningsskil í því efni. Óneitanlega lítur það einkennilega út, að nokkur hluti landsmanna þurfi að hlíta hinu strangasta gjaldeyriseftirliti, en annar hluti sleppi gersamlega og þurfi engum að standa reikningsskap gerða sinna á þessu sviði. Eng- inn vafi er á því, að þetta misrétti torveldar á allan hátt gjaldeyriseftirlitið og eitrar fram- kvæmd haftanna. Ef hér á vel að fara, verða allir að vera jafnir fyrir lögunum. Annaðhvort verður S. í. S. að hlíta sömu löguui og aðrir, eða aðrir verða að fá að njóta sömu fríðinda og Sambandið, án nokkurs undandráttar. Eitur viðskipbslífsins — frosnar inneignir. Hin hættulegustu spjöll, sem nokkur þjóð get- ur unnið lánstrausti sínu, er að „frysta“ hjá sér inneignir útlendinga, þótt í smáum stíl sé. Þegar svo er komið, að enginn getur verið viss um að andvirði hingað seldra vara eigi aftur- kvæmt til seljandans, þrýtur skjótt lánstraust- ið og álitið. Forráðamönnum þjóðarinnar ætti nú fyrst og fremst að vera það ljóst, að við get- um ekki lifað á því til lengdar að frysta hér inneignir útlendinga. Að því hlýtur að koma, að slík „tekjulind" þorni. Þess vegna á að stanza strax þessa vanskilaþróun. Hún leiðir aðeins til glötunar. Það verður nú þegar að gera þær ráðstafanir, sem duga til að stanza óreiðuna. Þetta getur ekki haldið svona áfram, það sér hver maður með heilbrigðri skynsemi. Þjóðin verður nú þegar að greiða eða semja um hinar frosnu inneignir og sjá um að hægt sé að greiða það, sem innflutt er. Ef ekkert er að gert og allt látið ganga áfram eins og nú, halda vanskilaskuldirnar áfram að vaxa þang- að til þjóðin fær ekki við þær ráðið. Þessi mál eru nú í höndum manna, sem enga gæfu hafa borið til að leysa þau, enda fer nú allt versnandi með mánuði hverjum. FRJÁLS VERZLUN S

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.