Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.03.1939, Qupperneq 27
Bjarni riddari Sívertsen, frh. af bls. 5 á Islandi. Bjarni var rausnarsamur og gestris- inn og hafði allmikið um sig að höfðingjasið. En fyrst og fremst var hann kaupsýslumað- ur. Verzlun hans var umfangsmikil og rak hann hana fyrst og framanaf í félagi við Wolf stór- kaupmann í Keupmannahöfn, eða, þangað til Wolf dó, 1809. Þó að Hafnarfjarðarverzlunin væri aðalverzlun hans, fór hann einnig að verzla í Reykjavík 1797 og hafði þar allmikla verzlun, en kom þó sjálfur lítið við reykvísk mál. Hann fékk ýmsa menn til forstöðu Reykjavíkurverzl- unar sinnar, fyrst Sigurð stúdent, en seinast tók við henni Sigurður, sonur Bjarna. Verzlunarhús hans hér standa að nokkru leyti enn, í Hafn- arstræti, þar sem nú er Smjörhúsið, én vöru- geymsluhús stóðu hinumegin við götuna. Bjarni hafði um sumt samvinnu við annan kaupmann í Reykjavík, sem hét Petræus, á þann hátt, að þeir leigðu stundum saman til helminga skip til farmflutninga, tvö eða fleiri, og gerðu þetta að- allega til þess að dreifa siglingahættunni, en það kom fyrir að Bjarni misti skip. Petræus verzl- aði einnig í Hafnarstræti, sem nú er, þar sem nú standa skrifstofur 0. Johnson & Kaaber. Eitt mesta og merkasta átak Bjarna Sívertsen fyrir íslenzk viðskipti voru afskipti hans af útvegs og siglingamálum. Hann hafði siálfur vanist siósókn frá æsku sinni og lagði snemma hug á það, að bæta útveginn og keypti sér þil- skip. Hann var að eðlisfari hagur maður og góð- ur1 smiður og það varð til þess, að hann fór sjálfur að fást við skipasmíðar. Fyrsta tilraun hans tókst vel og lagði hann þá út í merkilega nýiung og þótti stórhuga. Hann kom upp skipa- smíðastöð í Hafnarfirði og einskonar dráttar- braut, þar sem hann gat tekið til viðgerðar all- stór skip. Þetta var fyrsta þessháttar fvrirtæk- ið. sem hér var stofnað og smíðaði Bjarni og gerði við mörg skip, sagði fyrir verlíum oe- gekk oft sjáfur vel að þessari vinnu og þótti hún skemmtileg. Fyrsta skipið sem Bjarni smíðaði mun hafa verið „Havnefjords Pröven", 1803, nær 19 álna langt skip. Alls mun Bjarni hafa átt um eða yfir 10 skip, til fiskveiða og farm- flutninga, frá Danmörku og Bretlandi, en hann hafði einnig skip í förum með saltfisk beint til Spánar. Flest munu þetta hafa verið lítil fiski- skip, eða bátar, um eða innan við 10 lestir, en stærst uppundir 40 lestir. Þegar Bjarni hafði rekið verzlun sína og út- veg náiægt einn áratug í góðu gengi, skeði bað eitt sinn, að „með skipunum komu út tíðindi mikil og harla stórkostleg", segir Espólín, því að þá „höfðu allar Norðurálfuþjóðir tekið sig FRJÁLS VERZLUN saman í móti Napóleon keisara í Frakklandi, síðan er hann fór óförunum í Rússlandi". Það er vitanlegt og þarf ekki að rekja hér nákvæm- lega hver áhrif Napóleonsstyrjaldirnar höfðu á viðskiptalíf Evrópu. Danir drógust inn í þann ófögnuð og þar með vofði hætta siglingabanns og vöruskorts yfir Islandi. Tíðindi þessi bárust seint til íslands, því að ferðir voru strjálar og voru þeir Bjarni og fleiri fyrirmenn héðan, s. s. Magnús Stephensen, á leið til útlanda er þeim barst þessi hersaga og urðu sjálfir óþyrmi- leo-a fyrir barðinu á styrjöldinni. Var skip þeirra hernumið og haldið með það til hafnar í Leith. Hefst nú mikill þáttur og markverður í ís- lenzkri verzlunar og stjórnmálasögu, þó að hér verði fátt eitt af honum sagt, því að allmikið hefir verið um hann skrifað. Englendingar tóku danska flotann í árásinni á Kaupmannahöfn 1807, til þess að hamla bví að hann yrði Napó- leon til nvtja og varð af bessu langvinn styrj- öld milli Dana og Englendinga og eltu Englend- ingar þá einnig uppi íslandsförin og tóku bau. Þannig lentu þeir félagar, sem fyr er nefnt, í haldi í Skotlandi, en stiftamtmaðurinn, Trampe greifi, sem einnig var með þessu skipi, komst áfram til Hafnar. Nú steðjaði mikill vandi að þeim Magnúsi Stephensen og Bjarna Sívertsen og mikill voði búinn íslenzkri verzlun. Gengu þeir félagar í bað af mikilli ósérnlægni og miklum dugnaði að bjarga málum lands síns og vildi svo vel til, að þeir fundu áhrifamikinn og tillagagóðan mann. sem fúslega gekk í lið með þeim vegna vináttu við ísland og þá Stenhensena. Það var Sir Josenh Banks, alkunnur maður, m. m. af einni ferð sinni með Cook, og hafði komið til íslands áður og haft aðsetur í Hafnarfirði og bundið vináttu við Ólaf Stephensen, föður Magnúsar. Þess vegna skrifaði Magnús honum og tjáði honum vand- ræði sín og landsins og bað hann úrlausnar. Bjarni Sívertsen var einnig í þessum ráðum og gekk rösklega í málið. Hann var um ellefu vik- ur í Edinborg og fór einnig til London og var þar lengi að vinna að þessum málum. Fóru þeir félagar fram á það, að íslendingar eða Islands- kaupmenn fengju að halda óhindrað upni sigl- ingum til íslands, þótt Danir ættu í ófriði við Englendinga og fékkst þetta fyrir milligöngu Sir Josephs, eftir mikið þóf. Sýndi Bjarni Sí- vertsen í því drengskap sinn og víðsýni að hann lét sér ekki nægja það, þótt hann fengi sín eigin skip laus og frjáls til flutninga, heldur var hann iengi í London til þess að losa einnig úr her- námi skip annarra kaupmanna og að sumu leyti keppinauta sinna. Þakkaði hann þetta allt Sir Joseph Banks, en ekki sjálfum sér, og misstu ís- 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.