Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 25

Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 25
í síðasta hefti „Frjáls verzlun“ fór ég nokkrum orðum um undirstöðuatriði glugga- sýninga. Nú vil ég bæta því við, það er um að gera fyrir þann, sem er að byrja að fást við glugga- sýningar, að athuga vel: 1) Það, sem á að vera í glugganum. 2) Skifta glugganum í 3 parta, ákveða hvað á að vera í miðjum glugganum og hvað til hliðanna. 3) Byrja á því, sem á að vera í miðjum glugg- anum og taka hliðarnar á eftir. 4) Hafa sem bezt jafnvægi í gluggasýning- unni. (Sjá mynd 2). 5) Hafa eitt gott skilti í glugganum, það set- ur meiri svip á hann. Nú á næstunni er ein af stórhátíðum ársins, páskarnir, og er þá tækifæri til að útbúa gluggana töluvert öðruvísi en vant er. Er þá sérstaklega notað til skreytingar á gluggabök eða skilti: Egg, hæna með kjúklingum, hænu- ungar, ungar, sem eru að skríða úr eggjunum og síðast en ekki sízt páskaliljur, sem eru til mikillar prýði hvar sem þær eru. Páskarnir eru einnig tilvaldir fyrir konfekt- gerðirnar til að sýna vörur sínar, sérstaklega páskaeygin, sem eru í afar fjölbreyttu og skrautlegu úrvali og mjög heppileg til sýning- ar. Þarf aðeins að hafa með þeim gott skilti, sem konfektgerðirnar ættu að lána þeim verzl- unum, sem sýna vilja vöru þeirra og einnig hjálpa þeim á allan þann hátt, er bezt þær geta, með því fá þeir betri viðskiftavin en ella. Hér með fylgja 2 myndir af páskasýningum, sem er auðvelt að útbúa en eru þó smekklegar. kosta mikið meira en þessi samfella, og verða þó aldrei notaðar sem sjálfstæðar samlagn- ingarvélar. Hvaða kostur það er fyrir kaup- manninn að geta tekið samlagningarvélina af skúffunni, eftir lokunartíma, flutt hana inn á skrifstofuna og notað þar, er svo augljóst, að ekki þarf frekar að lýsa. FRJÁLS VERZLUN Nr. 1. Bakgrunnur Ijósgrænn og kassarnir, sem varan er á, dökk-grænir. Skiltið er hvítt með útklipptum eggjum úr pykk- um pappa, málað rautt og gult, og stafirnir svartir. Nr. 2. Páskagluggi með allskonar matvöru. Bakgrunnur gulllitaður pappír og einn- ig á gólfinu. Hænuungarnir eru með bláa hatta og stafirnir svartir og festir á prik út frá miðjum glugganum. Ég hefi látið lýsingu af gluggunum fylgja, ef einhverjum þætti þægilegra að vita hvernig litirnir ættu að vera, en auðvitað getur hver og einn hagað því eins og honum finst sjálfum. Sveinbjörn Árnason. 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.