Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 19
írá lesendunum bezta vörnin Herra ritstjóri. Hér með sendi eg yður lista yfir nöfn 17 manna og kvenna, sem óska eftir því að verða fastir áskrifendur að blaðinu. Mér er það ljóst, að til þess að „Prjáls verzlun" nái tilgangi sínum, þá þarf hún að ná til sem flestra landsmanna. Það er því skylduverk mitt og ann- ara landsmanna að aðstoða eftir megni við útbreiðslu blaðsins. „Prjáls verzlun“ er prýðilegasta blað. Skemmtilegt og fræðandi og frágangur allur betri en hér hefir sézt áður. Að einu leyti finnst mér blaðinu þó ábótavant, og munu margir vera mér sammála um það. Hvers vegna tekur „Prjáls verzlun" ekki á kýlun- um? Hvers vegna er ekki skrifað rækilega um fríðindi Sambandsins og kaupfélaganna og upplýst, hve mikið þau kosta þjóðina á ári hverju? Hvers vegna er ekki skrifað um trassaskapinn og sleifarlagið á skrifstofum hins opinbera? Hvers vegna er ekki skrifað um hina gengdarlausu spillingu, sem þróast í skjóli Framsókn- ar? Getur blaðið ekki upplýst, hvað hæft er í þeim orð- róm, að háttsettur framsóknarmaður í Reykjavík noti áhrifamikla stöðu sína til þess að slá peninga til eigin þarfa? Hvers vegna svarar „Prjáls verzlun“ ekki hin- um svívirðilegu árásum Jónasai' á verzlunarstéttina? Eiga pólitískir stigamenn óátalið að fá að halda uppi árásum á verzlunarstéttina og verzlunarfrelsið? Menn eins og Jónas, sem með æfistarfi sinu hafa leitt meira böl yfir þjóðina en dæmi eru til um áður. Svona mætti leng'i telja. Sókn er bezta vörnin! Tobías. Raddir Sókn er Búmannsklukkan Herra í'itstjóri. Ef bæjarbúar ættu þess kost að greiða atkvæði um það, hvort flýta skyldi klukkunni um 2 klst. yfir sumar- tímann, þá myndi það sýna sig, að allur þorri manna er því fylgjandi. Það hefir verið töluvert um þetta mál rætt í blöð- unum og hefir þar komið fram, að nálega allar stéttir manna myndu hafa hag af breytingunni. En því hefir ekki verið nægilega mikill gaumur gef- inn, hversu mikla heilbrigðislega þýðingu þetta mál hefir fyrir alla þá, sem vinna störf sín innan fjögurra veggja og hafa miklar kyrrsetur, þ. e. verzlunarfólk. Veturinn er langur, og dimmur, en sumarið stutt. Hver sólskinsstund undir berum himni er því ómetanleg. Verzlunarfólk hefir yfirleitt ekki lokið vinnu sinni fyrr en síðla dags. En með því að taka daginn snemma og hætta fyrr, gefst verzlunarfólki tækifæri til þess að njóta sólar og sumars meir en áður. Því gefst tæki- færi til þess að iðka íþróttir — knattspyrnu, golf, sund o. s. frv., fara gönguferðir um nágrennið — á meðan enn er dagur. Bændur hafa búmannsklukku af efna- hagslegum ástæðum. Verzlunarfólki myndi hún færa aukna lífsgleði, betri heilsu, lengra sumar og aukinn viðnámsþrótt gegn kvillum og vítamínleysi skammdeg- isins. — Þessar linur eru ritaðar, eftir að hafa átt við- tal við fjölda verzlunarmanna —■ til þess að lýsa því yfir, að verzlunarstéttin er breytingunni eindregið fylgjandi. Hún skorar á ríkisstjórnina að leysa þetta mál samkvæmt vilja alls þorra bæjarbúa. — Með þökk fyrir birtinguna. Valur. Á a3 færa vínnutímarm fram? Herra ritstjóri. I 2. tbl. þessa rits er g-rein um þetta efni, eftir hr. Jóhann G. Möller. I Morgunblaðinu hefir verið bent á það, að þessi færsla matmálstímans sé grímuklædd til- raun atvinnurekenda til þess að lengja vinnutímann. — Var þá haft á móti því, að svo væri, í sama blaði. Hr. Möllei' segir m. a.: „. . . ef færsla matmálstímans yrði framkvæmd, mundi það verða með þeim hætti, að menn borðuðu um hádegi á vinnustöðvunum og eyddu ekki til þess meira en hálfri klukkustund . . . og hinn núverandi matmálstími um hádegi yrði þannig að raun- verulegum starfstíma“. Núverandi vinnutími í skrifstofum og bönkum er kl. 9—12 og 1—5 eða 6. Einstaka gamaldags skrifstof- ur hefja ekki vinnu fyrr en kl. 10. Allir þeii', er á skrif- stofum vinna, vita, hversu afarmikils virði hádegis- kiukkutiminn er, bæði til hressingar, hvíldar og til þess að afljúka ýmsum smá erindum, sem ella yrði enginn tími til að framkvæma. — Eins og nú er, geta menn alveg eftir eig'in geðþótta etið aðalmáltíðina kl. 12 eða þá kl. 6. — Þessi uppástunga hr. Möllers er þvi, auð- sjáanlega, annnaðhvort vísvitandi tilraun til þess að lengja starfstima skrifstofufólks eða þá vanhugsuð. Allt skrifstofufólk veit, hversu mikils virði það er, að fá þennan klukkutíma um miðjan daginn og eg er viss um, að afköstin verða engu meiri, þótt hann yrði af því tekinn. — 7—8 klt. starf á skrifstofu er alveg nægilega langur vinnutimi og þótt frí sé gefið í einn tíma, er hægt að hætta kl. 5 eða 6 og eta þá miðdegis- verð, ef vinna er hafin kl. 9, svo sem víðast mun gert og alstaðar ætti að gera. Þorsteinn Jónsson. Svar frá Jólianni Möll er. Herra ritstjóri! Þér hafið góðfúslega leyft mér að sjá athugasemd Þ. Jónssonar við grein mína um tilfærslu vinnutimans. Hvað viðvíkui' skrifum Mbl., er fyrst hóf máls á breyt- ingu vinnutimans, þá skal eg ekkert segja um þá hugs- PRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.