Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 31

Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 31
Viðskiptamái Spánverja, frli. af bls. 7 fíulli Spánarbanka, og' upptækar ,allar eigur á Spáni þeirra einstaklinga eða fyrirtækja t- lendra eða spænskra, er þátt ættu í slíkum viðskiftum (25. ág. 1986). 2) Til þess að fyrir- byggja frjálsa umferð seðla, sem rænt hafði verið úr fjárhirzlum banka, fyrirtækja eða fjáðra borgara á lýðveldis-Spáni, og til þess að stuðla ekki beinlínis að hagnaði þeirra vandræðamanna, er þar voru að verki, var til- kynnt ,að enginn seðill væri gildur, nema hann hefði verið stimplaður af yfirvöldunum. Enn- fremur v;ar útflutningur stimplaðra sem ó- stimplaðra seðla bannaður og einnig innflutn- ingur annara en þeirra, sem sannanlega höfðu verið fluttir út á löglegan hátt. Með hverju voru svo hinir stimpluðu banka- seðlar Francostjórnarinnar tryggðir? Franco svarar því sjálfur í viðtali við fréttaritara United Press: ,,Hinir nýju seðlar eru tryggðir með gulli því, sem safnað er með írjálsum samskotum og af því berast nú dagvaxandi fúlgur í f járhirzlur bankanna; með öllum þjóð- arauði vorum, með hinum erlenda gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutning vorn, og loks með gulli rauðliða, sem ég efast ekki um að bráð- lega verður endurheimt". í viðtali við ,,ABC“ í Sevilla um næstsíðustu áramót, sagði hann: „Styrjaldir hafa tvær hliðar, hernaðarlega og efnahagslega. Frá hinni fyrri séð, erum vér yfirsterkari á landi, sjó og í lofti, og á efna- hagslegum vettvangi höfum vér, frá því að baráttan hófst, alltaf verið að vinna á, jafn- framt því sem óvinirnir hafa alltaf verið að tapa. Sönnun þess er sú staðreynd, að vér þurfum ekkert að flytja inn af nauðsynjum, vor eigin framleiðsla er meira en nóg til vorra þarfa og afkoma fólks er jafn góð nú og 17. júlí 1936 . . . Þegar stríðið hófst, höfðum vér umráð yfir auðugum landbúnaðarhéruðum, en oss skorti gersamlega möguleika til iðnaðar. Fyrst og fremst höfðum vér alls enga járn- vinnslu. Nú eru allar vopna- og skotfæraverk- smiðjur og allar járnvinnslustöðvar Biskaja- héraðsins í vorum höndum. Nú ráðum vér yfir öllum námunum í Astúríum. Allt iðjuvera- kerfi norður-Spánar er vort. Með hruni víglín- unnar á norður-Spáni hafa óskir vorar í iðnaði og framleiðslu rætzt“. I stefnuskrá ,,blástakkanna“ eða þjóðernis- sinnanna spænsku, sem koma sennilega til að hafa mikil áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar í veigameiri málum, stendur m. a. að Spánn „muni aftur leita frægðar og auðs eftir sigl- FRJÁLS VERZLUN ingaleiðum hafanna. Spánn mun stefna að þvi ao verða stórveldi á hafinu bæði í hernaði og verzlun“. Hin nýja ríkisstjórn leggur eflaust mikla áherzlu á það, að auka sem mest utan- ríkisverzlun landsmanna, koma upp öflugum skipastól, nýtízku stóriðnaði og „intensívri“ framleiðslu ýmsra vörutegunda til sölu á frjálsum erlendum markaði. Eru Spánverjar miklu nær því takmarki nú en íyrir borgara- styrjöldina að geta lagt undir sig erlenda markaði í samkepni við aðrar þjóðir. Gömlu framleiðslutækin hafa nú eyðilagst eða eru ekki starfrækt, af því að þau eru ekki fær um þau óvenjulegu afköst og flýti, sem stríðið heimtar, og í staðinn eru komin nýtízku tæki, fullkomnustu verksmiðjur og hröðustu vinnu- kerfi. Ekki má heldur gleyma því, að í stað- inn fyrir byltingarsinnaðan verkalýð, sem hafði meiri áhuga fyrir pólitískum illdeilum, verkföllum og skemmdarverkum en fyrir vel unpu starfi í þágu framleiðslunnar, koma nú æfðar sveitir faglærðra verkamanna, sem hafa engin afskifti af stjórnmálum, en skipa sér í félög aðeins til verndar atvinnuhagsmunum sínum og til eflingar fagkunnáttunni. Franco hefir lýst yfir því, að stjórn hans muni keppa að friðsamlegum viðskiptum við hvaða land sem er, að undanteknu Sovét- Rússlandi, en muni þó hafa hugfast, hverjir hafi verið „vinir og hverjir óvinir á hættuleg- um augnablikum styrjaldarinnar“. Sérstak- lega er áhugi stjórnarinnar mikill fyrir auknu sambandi við spænskumælandi lönd í Ameríku og Asíu í viðskifta- og menningarmálum. En við önnur ríki vill hún einnig eiga vinsamleg og gagnkvæm verzlunarviðskifti, að svo miklu leyti, sem þjóðarbúskapnum er þörf á. Þegar hin fjölmennu mið- og austurhéruð Spánar, sem enn eru ekki friðuð, eru komin í hendur Francos, er hætt við að innflutningur til landsins verði að aukast í bili, m. a. á mat- vörum. T. d. hefir Spánn þá mikla þörf fyrir saltfisk. Má gera sér vonir um, að góðir samn- ingar takist fyrir íslands hönd við spænsku ríkisstjórnina nú, þar sem augnablikið virðist heppilega valið. Og ekki er hætt við, að full jafnvirðiskaup verði sett á oddinn, meðan verulegur hluti spænskrar framleiðslu, eink- um iðnaðarins, hefir ekki losnað til fulls úr viðjum stríðsins. En hitt er þó líklegt, að nú þegar megi gera hagfeld kaup á Spáni í ýms- um þeim vörutegundum, sem nefndar voru hér að frarnan, og meðal þeirra eru nokkrar, sem vér verðum að kaupa frá útlöndum hvort eð er. 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.