Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 15

Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 15
Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fór þess nýlega á leit við Verzlunarráð íslands að það boðaði stjórnir kaupmannafélaganna í Reykjavík til fundar til þess að ræða um reglugerð bæjarins um lokunar- tíma verzlana. Nokkrir fundir voru haldnir um þetta mál og síðan ákveðið að skora á bæjarstjórnina að breyta reglu- gerðinni þannig, að verzlunum yrði lokað framvegis á föstudögum frá 15. september til 15. maí kl. 6 e. h. í stað kl. 8 e. h. Að þessari áskorun standa Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Félag matvörukaupmanna, Félag vefn- aðarvörukaupmanna og flestar kjötverzlanir í Reykja- vík. Undir þeim umræðum, sem fram fóru um þetta mál, upplýstist að sáralítil viðskipti fara fram í verzl- unum bæjarins á þessum tíma og mundi breytingin því ekki valda bæjarbúum neinna verulegra óþæginda. Aftur á móti er þetta mikil kjarabót fyrir verzlunar- fólkið. Lokunartími verzlana yrði því framvegis þannig: Yfir vetrarmánuðina frá 15. september til 15. maí kl. 6 e. h. alla virka daga. Yfir sumarmánuðina frá 15. maí til 15. september mánud., þi'iðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 6 e. h., föstudaga kl. 8 e. h. og laug- ardaga kl. 1 e. h. Með þessari litlu breytingu er fundið varanlegt fyr- irkomulag á lokunartíma verzlana og er ekki að efa, að hún verði samþykkt á næsta fundi bæjarstjórnar. RáSningarskrifstofa V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsti nýlega i dagblöðum bæjarins, að skrifstofa félagsins í Mjólk- urfélagshúsinu, herbergi 16—17, annaðist skráningu á atvinnulausu verzlunarfólki. Margir létu skrásetja sig og mun V. R. gera sitt ýtrasta til þess að liðsinna þessu fólki. Ráðnnigarskrifstofan mun verða til mikilla þæginda fyrir atvinnuveitendur. Nú þurfa þeir ekki lengur að eyða peningum i auglýsingar, þegar þeir þurfa á starfs- krafti að halda, né heldur dýrmætum tíma í lestur um- sókna, sem oft gefa villandi og ófullnægjandi upplýs- ingar um umsækjandann. Á skrifstofu V. R. fá þeir allar nauðsynlegar upp- lýsingar um það verzlunarfolk, sem atvinnulaust er á hverjum tíma. Er ekki að efa að ráðningarskrifstof- an muni verða mikið notuð. Atvinnulaust verzlunarfólk, sem ekki hefir þegar látið skrá sig, ætti að láta gera það nú þegar. Félag matvörultaupmanna hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 8. þ. m. í Kaup- þingssalnum. Formaður félagsins, Guðmundur Guð- jónsson kaupmaður, flutti ýtarlega skýrslu yfir síð- astliðið starfsár. Matvörukaupmenn standa nú sem einn maður á bak við þá kröfu, að innflutningur á matvörum verði gef- inn frjáls, enda voru þeir fyrstu hvatamenn þess, að á verzlunarþinginu 1937 var samin þingsályktunartil- laga hér að lútandi og þeim Jakob Möller og Jóhanni Þ. Jósefssyni alþm. falið að fy’gja henni gegnum þing- ið. Tillaga þessi mun hafa verið svæfð af andstöðu- mönnum frjálsrar verzlunar. Síðan hefir alltaf verið að koma betur í ljós hversu g'ersamlega þýðingai'laust er fyrir f járhagsafkomu þjóðarinnar að innflutningshöft séu á matvörum, og aðaltilgangurinn er að sölsa alla verzlun undii' kaup- félögin, sem sést bezt á því, að nú fær KRON jafn- mikil innflutningsleyfi og allar matvöruverzlanir í Reykjavík til samans. Þrátt fyrir margítrelcaðar kvartanir til gjaldeyris- og innflutningsnefndar fæst engin leiðrétting á hinu háa verði, sem hér er á innlendum pappírspokum, sem aðalgæðingar stjórnarinnar hafa einokun á og selja kaupmönnum 100—150% hærra verði en hægt er að fá þá útlendu. Enginn skilur þá ráðstöfun stjórnarvaldanna, að einni ríkisstofnuninni skuli vera falið að dreifa út ávöxtum gegn læknisvottorðum. Tóbak og brennivín selur hið opinbera hverjum sem hafa vill fyrir margar milljónir króna á ári, en 1938 er sú upphæð, sem kaup- mönnum á öllu landinu er leyft að flytja inn ávexti fyrir, rúmar 12 þúsund krónur. Guðmundur Guðjónsson var endurkosinn formaður, en þeir Tómas Jónsson og Símon Jónsson meðstjórn- endur. Fyrir í stjórninni voru Sigurbjörn Þorkelsson og Sigurliði Kristjánsson. Hollráð Flestar verzlanir eiga fasta viðskiptavini, en það kemur fyrir, að þeir hætti að koma. Eftir því er fljót- lega tekið og þá ætti enginn kaupmaður að láta undir höfuð leggjast, að skrifa viðskiptavininum sjálfur, til að komast eftir, hvernig á þessu standi. Oft orsakast það af smáatviki eða tilviljun .... e. t. v. af misskiln- ingi, sem fljótlega má leiðrétta. En það eitt, að eig- andinn hefir tekið eftir því, að viðskiptavinurinn er hættur að koma, nægir oft til að leiða hann heim til ,,föðurhúsanna“ aftur. * Gæti ekki verið hentug't, að kaupmaðurinn spyrði endrum og eins stai'fsfólk sitt um óvenjulegar spurn- ingar viðskiptavina sinna? Af viðræðum um þau efni gæti bæði kaupmenn og starfsmenn þeirra lært sitt af hverju. FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.