Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 6
Þórhallur Þorgilsson. Viðskiptamál Spánverja C pánn er fjórða stærsta landið í Evrópu, ^ og er stærð þess liðlega 50 milljónir hekt- ara. Ibúatalan er, eða var fyrir borgarastyrj- öldina, um 24 milljónir, og af þeim búa nær tveir þriðju hlutar í sveitum. Spánverjar eru því fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Loftslagið er fjölbreyttara en annarstaðar í Evrópu. Sem dæmi má geta þess, að frá Mul- hacen-tindinum í Snæfjöllum (Granada-fylki) — en hann er eitt af hæstu fjöllum Norður- álfu — og niður til hafnarborgarinnar Motril við Miðjarðarhafið verða fyrir manni allar tegundir loftslags og gróðurs, frá ævarandi snjóum til brunabreyskju hitabeltisins, þar sem sykurreyr er ræktaður í stórum stíl. En vegalengdin milli þessara staða eru einir 40 km. Spánn er eitt af mestu fjallalöndum álf- unnar. Miðbik hans er samfelld háslétta, tvisv- ar sinnum stærri en ísland, og hæð hennar að jafnaði 500 m. yfir sjávarmáli. Víðast eru því heit sumur og kaldir vetur, og inni í landinu er loftslag mjög þurrt. Úrkomuleysið og það, hve erfitt er víða að ná í áveituvatn, vegna þess hve árnar hafa grafið sér djúpa farvegi, ger- ir það að verkum, að ræktun er mjög erfið, þótt frjósemi moldarinnar sé mikil. Á því land- búnaðurinn, og jarðræktin sérstaklega, mik.ið undir því, að áveitur takist sem víðast. Verður þa ðeitt af hinum stórfeldu viðfangsefnum hinnar nýju ríkisstjórnar að leysa það mál. Nú munu áveitur ná til lþá millj. hektara lands, og þótt það sé ekki nema 7,5% af rækt- uðu landi á Spáni, er framleiðsla þess hluta rúm 30% af allri framleiðslu jarðarafurða landsins. Er þá skiljanlegt, að þó að hektari af áveitulausu landi í þurkhéruðunum kosti 250 peseta, þá geti hektari af ágætu áveitusvæði komist upp í 50.000 peseta. Verðmæti landbúnaðarafurða var árið 1933 áætlað 8.902 milljónir gullpeseta. Stærsti lið- 6 urinn er náttúrlega hveiti og aðrar kornteg- undir, þá sykurrófur, kartöflur og fleiri garð- ávextir, yíirleitt afurðir, sem neytt er í land- inu sjálfu og ekki fluttar út að neinu ráði. Ef litið er svo á útfluttninginn, þá sést, að af þeim tuttugu vörutegundum, sem mest eru seldar úr landi, eru 13 akuryrkjuafurðir, þ. á m. fimm þær mestu að verðmæti. Samtals eru þær um 75% af öllum útflutningnum, eða að verð- magni í meðalári um 600 milj. gullpeseta. Helztu akuryrkjuafurðirnar eru þessar (rað- að eftir verðmagni þeirra á útflutningsskýrsl- um) : appelsínur, olífuolía, bjúgaldin, vín, möndlur, kartöflur, tómatar, vínber, laukur, niðursoðnir ávextir og grænmeti, rúsínur, hnetur, hrísgrjón. Þetta eru allt vörur, sem Spánn hefir átt vísa markaði fyrir í útlöndum og hann getur eflaust boðið fyrir samkeppn- isfært verð, strax og fullur friður í landinu hef- ir skapað framleiðslunni aftur nauðsynlegt ör- yggi og vernd. Spánn er eitthvert málmauðugasta land í Norðurálfu. Af kopar, blýi og kvikasilfri er unnið þar meira úr jörðu en í flestum öðrum löndum heims. Auk þess finnst þar mikið járn, sink, silfur, platína, mangan, volfram og brennisteinn, og þar eru mikil steinsalts- og kolalög. Aðeins lítill hluti þessara auðlinda hefir þó verið starfræktur hingað til, og mest- ur hluti hins óunna málmsteins hefir verið fluttur út eins og hann kemur fyrir úr námun- um (til Englands, Þýzkalands, Belgíu og Frakklands). Á síðari árum hefir þó málm- iðnaður vaxið talsvert í landinu sjálfu, þótt hann taki enn ekki við nema litlum hluta inn- lendu hráefnann,a. Anið 1933 voru afurðir málmiðnaðarins metnar á 941 milj. peseta, jafnframt því sem öll hráefnaframleiðslan gaf ekki af sér meira en 469 millj. peseta. Eftir- tektarvert er það, að álitlegustu greinar þessa PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.