Frjáls verslun - 01.03.1939, Qupperneq 7
iðnaðar fyrir byltinguna voru smíði allskonar
véla og hreyfla, svo og framleiðsla vopna og
sprengiefna. Lítið.sem ekkert af þeim vörum
hefir verið flutt út, nema þá til nýlendnanna.
Aftur hafa ýmsar aðrar spænskar iðnaðai'vör-
ur unnið sér markað erlendis, sumpai't í skjóli
jafnvirðiskaupastefnunnar. Má þar helst nefna
ullar-, bómullar- og silkivörur allsk., ilmel'ni,
kjarna og sápur, leðurvörur, skófatnað, bygg-
ingarvörur og ýmsar tegundir af tilbúnum á-
burði. Vegna hinna ágætu skilyrða víðast hvar
í iðnhéruðum Spánar til að fá ódýra og næga
raforku til iðnaðarins, er ekki ólíklegt, að í
þessum greinum geti Spánverjar með breyttum
starfsháttum fljótt orðið samkeppnisfærir á
heimstmarkaðnum.
Helstu markaðir fyrir spænskar útflutnings-
afurðir voru fyrir byltinguna þessi lönd: Eng-
land, Frakkland, Bandaríkin, ítalía, Þýzka-
land, Argentína, Kuba o. fl. lönd í Ameríku.
Þegar borgarastyrjöldin skall á, komst eðli-
lega mikil truflun á alla framleiðslu. Mest
kvað að því í héruðum þeim, sem vinstri flokk-
arnir höfðu á valdi sínu, og það var framan af
langmestur hluti Spánar. Margar ástæður lágu
til þess. Byltingarflokkarnir voru svo óforsjál-
ir í ákafa sínum, að þeir eyðilögðu verulegan
hluta af framleiðslutækjunum, sem þeir hefðu
annars getað starfrækt til sinna þarfa, eins og
verksmiðjur, vöruhús, vegi, skip, vélar, og
jafnvel vörubirgðir. Menn hlupu unnvörpum
frá störfum sínum við iðnað eða landbúnað,
svo að illgresið fékk mánuðum saman að gróa
óáreitt á ökrunum og vélarnar ryðguðu niður
á vinnustofum og í orkuverum. Hinar 500 smá-
lestir af skíru gulli, sem þjóðin átti geymdar
í kjöllurum Spánarbanka, voru fluttar til út-
landa og braskað með þær. Einna versta yfir-
sjón byltingaflokkanna var þó það, að þeir
brytjuðu niður stjórnendur og sérfræðinga
hinna stærri framleiðslufyrirtækja, í þeirri
trú, að þeir hlytu að vera ,,fasistar“, og út-
rýmdu þeim sumstaðar alveg. Urðu þeir því
síðar að vera mjög upp á hiálp erlendra þjóða
komnir, bæði með sérfræðikunnáttu á flestum
sviðum og öflun hverskonar véla og hráefna til
hernaðarins. Sem greiðslu gátu þeir boðlð
spænska gullið, upptækar eigur hinna myrtu
,,fasista“, listasöfn og dýrgripi þjóðar og ein-
staklinga. Þetta var samtals of f j.ár, sem opn-
aði lýðveldisstjórninni möguleika til að afla
alls þess, er hún þurfti með, að svo miklu leyti
sem erlendu lánardrottnarnir tóku það gilt
sem tryggingu eða gjaldeyri. En þar varð mis-
FRJÁLS VERZLUN
brestur á. Frakkar voru nógu hyggnir til að
gera ráð fyrir, að svo mætti fara, að þeir
þyrftu að skila gullinu aftur, og þá til upp-
reisnarmanna. Útflutningur á appelsínum,
rúsínum o. fl. ávöxtum stöðvaðist aldrei alveg
frá höfnum lýðveldis-Spánar við Miðjarðar-
hafið, og útvegaði stjórnin sér á þann hátt
umráð yfir nokkrum erlendum gjaldeyri til
frekari kaupa á hergögnum. Fjárhagsörðug-
leikar urðu samt lýðveldisstjórninni að fóta-
kefli, þótt undarlegt virðist. Dýrtíð og mat-
vælaskortur fóru stöðugt vaxandi, og bitnaði
neyðin aðallega á verkamönnum, beinlínis fyr-
ir ráðstafanir stjórnarinnar, sem ákvað, að
dagkaup þeirra, sem gilti fyrir stríðið og var
10 pesetar, skyldi haldast óbreytt.
Á umráðasvæði uppreisnarmanna komst at-
vinnulíf nokkurnveginn í eðlilegt horf, sti’ax
og sambandi hafði verið komið á milli norður-
og suðurfylkjanna. f höndum þeirra voru frá
byrjun beztu landbúnaðarhéruð Spánar. Mat-
ur var því ávalt nógur, einnig eldsneyti. Eftir
að hafnirnar við Biskaja-flóann og kolahér-
uðin umhverfis Oviedo voru fallin í hendur
uppreisnarmönnum, höfðu þeir nóg kol og gátu
flutt út málmgrýti í stórum stíl í skiftum fyrir
olíu og fleiri nauðsynjar. Árið 1937 var upp-
skera góð, og voru þá fluttar út um 600 þús.
smálestir af hveiti — vörutegund, sem tæp-
lega hefir áður komist á útflutningsskýrsl-
ur, — og útfluttningur olífuolíu fór langt fram
úr því, sem hann hafði verið á friðartímum,
náttúrlega meðfram af því að markaðurinn
í landinu sjálfu hafði þrengst svo gífurlega.
Verðlagi á öllum nauðsynjum voru settar
skorður með tilskipun 17. nóv. 1936, og varð
það að haldast óbreytt eins og fyrir bylting-
una. Aðeins fám dögum eftir fall Barcelona
voru matstofur og kaffihús, sem enn voru 1
reksturshæfu ástandi þar í borginni, opnuð og
fyrirskipað, að þar mætti einungis afgreiða
veitingar samkvæmt verðlistum, er giltu áður
en stríðið hófst. Á þennan hátt hefir tekist að
hindra verðsveiflur og dýrtíð.
Með útfluttningi gullforðans voru handhaf-
ar bankaseðlanna sviftir allri tryggingu um
innlausn þeirra og í raun og veru stóðu þeir
nppi með verðlausa panpírsmiða í höndunum
í st.að peninga. Lýðveldisstjórnin fyrirskipaði
nauðgengi á þeim innan sinna landamæra.
Franco svaraði þessum ráðstöfunum með því.
1) að lýsa þá seka um landráð, er stæðu að út-
fluttningi gullforðans, ólögleg öll þau viðskiHi,
sem færu fram gegn tryggingu eða greiðslu í
Framh. á bls. 31
7