Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 17

Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 17
Myndin, sem var framan á kápu febrúar-heftisins af „Prjáls verzlun“ vakti athygli. Menn höfðu ekki áður séð mynd, sem gaf svo mikla yfirsýn yfir höfuðstaðinn og umhverfi hans. Mynd þessi var tekin af mælinga- mönnum herforingjaráðsins danska, og leyfði vegamála- stjórinn góðfúslega að hún væri birt. Myndin, sem nú er á kápunni, er eftir Vigfús Sigur- geirsson ljósmyndara. * Sú breyting hefir verið gerð á áskriftarverði blaðsins, að það kostar nú jafnt fyrir alla, hvort sem þeir eru félagar í V. R. eða ekki. Verð- mismunurinn var upphaflega settur vegna þess, að bú- izt var við, að styrkja yrði ritið af félagsgjöldum til V. R., og þótti því sanngjarnt að félagar þess greiddu lægra en utanfélagsmenn. Nú hefir komið í ljós, að ritið mun ekki þurfa á þeim styrk að halda, og er þar með ástæðan fyrir verðmismuninum fallin burt. Ritið kostar því eftirleiðis kr. 5.00 fyrir alla áskrifendur jafnt. * Ahrif og velgengni blaðsins eru undir því komin, að útbreiðsla þess verði sem mest bæði hér í Reykjavík og annarstaðar á landinu. Verzlunar- menn hafa tekið ritinu vel og hafa margir þeirra lagt fram mikið starf í þess þágu. Það er þessum mönnum að þakka að ritið er til og að það vex og dafnar. „Prjáls verzlun" er gefin út vegna þess að verzlunarmenn telja eðlilegt að þeir eigi sitt eigið málgagn til „gagns og' skemmtunar" fyrir verzlunarstéttina alla og aðra, sem skilning og áhuga hafa á málum hennar. Á þeim tímum utanaðkomandi úlfúðar og misskilnings, sem nú gengur yfir íslenzka verzlunarstétt, verður hún fyrst og fremst að treysta á sinn eiginn mátt og það er henni lífsnauð- syn að eiga vettvang, þai- sem hún getur alla tíð borið baráttumál sín fram og varið sig gegn árásum. Það líður varla sá dagur að ekki sé einhverstaðar ráð- ist á verzlunarstéttina, af andstæðingum hennar. Verzi- unarmenn hafa jafnan látið sér fátt um finnast og trú- að því að meira mætti sín skilningur góðra manna á hlutverki þeirra heldur en illgjarnar og órökstuddar árásir. En of mikið tómlæti í þessum efnum er hættu- legt. Verzlunarmenn! Styðjið blaðið með því að útvega því kaupendur. Kaupið blaðið og sendið vinum og kunn- ingjum. Það sem þið vinnið fyrir blaðið vinnið þið fyrir sjálfa ykkur. * Þeir, sem vilja á einhvern hátt aðstoða við útbreiðslu blaðsins, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til skrif- stofu þess í Mjólkurfélagshúsinu, 2. hæð, sími 5293. FRJÁLS VERZLUN FRJÁLS VERZLUN MÁNAÐARRIT ÚTGEFANDI: VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR RITSTJÓRI: EINAR ÁSMUNDSSON RITNEF'ND: BJÖRN ÓLAFSSON PÉTUR ÓLAFSSON VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON SKRIFSTOFA í HAFNARSTR. 5 (MJÓLKUR- FÉLAGSHÚSINU, HERBERGI 16—17). SÍMI 5293. — OPIN KL. 9. F. H. TIL KL. 5 E. H. ÁSKRIFTARGJALD 5 KRÓNUR. LAUSASALA 50 AURAR ÍSAFOLDARPRISNTSMXÐJA H.li'. Sömuleiðis er óskað eftir því að þeir, sem erindi eiga við ritstjórann, snúi sér þangað. * „Frjáls verz!un“ hefir birt greinar um liðna atburði og tímabil í sögu íslenzku verzlunarinnar. I janúar- heftinu ritaði Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri um upphaf frjálsrar verzlunar og í framhaldi af þvi ritar hann í þetta hefti um einn brautryðjanda íslenzku verzlunarstéttarinnar. Sagan um baráttuna við erlent verzlunarvald kennir íslendingum allra tíma hvers virði sjálfstæði þeirra er og þá ekki sízt hvers virði það er að verzlunin sé frjáls og rekin af innlendum mönnum. Á yfirstandandi tímum er sérstaklega lærdómsríkt að draga hina gömlu reynslu fram í dagsljósið. ¥ „Frjáls verzlun“ vill gjarnan fá til birtingar sögur um liðna atburði úr íslenzku verzlunarlífi, upplýsingar um gamla verzlunarháttu og verzlunarmenn. Sendið rit- inu slíkar frásagnir og þær munu þakksamlega þegnar. * „Frjáls verzlun" vill birta fréttir af aímælum verzl- unarmanna og verzlunarfyrirtækja. Látið skrifstofuna vita urn slíka merkisdaga. * Islenzk verzlunarstétt er ung, en á þó mikla reynslu og dýrkeypta. Baráttan fyrir frjálsri verzlun þarf að hefjast af alvöru enn á ný og sérhver verzlunarmaður þarf að skilja að hann berst fyrir þjóðina alla, því sig- ur frjálsrar verzlunar er sigur allrar þjóðarinnar. 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.