Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 8

Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 8
Ég hefi ekkert yndi af peningum. r)að er satt, að í þessari efnishyggjuveröld er til maður, sem hefir sagt þetta án þess, að nokkrum landa hans hafi til hugar komið, að segja að hann væri tilgerðarlegur, eða and- lega bilaður. Þessi maður er Nuffield lávarður, bílakong- ur Evrópu. Verksmiðjur hans framleiða Morr- is og Wolseley-bíla, og s. 1. ár þúsundir flug- véla, því að hann er aðalframleiðandi fyrir vígbúnað Breta. Hin víðfeðma starfsemi hans og glæsilegi starfsferill, hafa að vonum vakið aðdáun, en gjafmildi hans hefir þó áunnið honum enn meiri virðingu. Á síðustu árum mun hann hafa gefið ýmsum stofnunum í allt um 400 milljónir króna. Einhverjum finst gjafmildi hans e. t. v. sjálfsögð, af því að hann hefir ekki yndi af peningum, en hann skilur, að auður hans legg- ur honum ýmsar skyldur á herðar. Hann er virðulegur maður, eins og stöðu hans ber, en hann er einkar alúðlegur í allri framkomu. Hann varð löngum að vinna baki brotnu, og ætlar sér því ekki að liggja á fé sínu eins og ormur á gulli. Hann sagði eitt sinn: ,,Ég hefi orðið að vinna fyrir mér árum saman, en ég hefi safn- 8 Lord Nuffield Bílakongur Evrópu Tók þátt í hjólhestaveðreiðum til að auglýsa hjólhesta sína — nú leiðast honum peningarnir. Ymsir munu minnast þess er upp komst um sam- saeri í þeim tilgangi að ræna Nuffield lávarði í því skyni að láta hann síðan lausan gegn miljóna lausnargjaldi. En Nuffield barði stlga- manninn í gólfið og gætti hans þar til lög- reglan hom. Eftirfarandi grein lýsir því hvern- ig óþekktur hjólhestasmiður William Morris breyttist T hinn voldugat Nuffield lávarð, sem flestir hannast nú við. að milljónum, og ef peningar geta lifað, þá skulu mínir peningar lifa, gefa líf og viðhalda lífi. Ég geri engar kröfur sjálfum mér til handa, nema um gott rúm og fábrotna, holla máltíð“. Sú var þó tíðin, að þessi sami maður gat ekki varið túskilding til auglýsinga. Mjór er mikils vísir. Hann hlaut ekki lávarðstitilinn í vöggugjöf og vart mun hann hafa dreymt um titilinn, er hann, 17 ára, byrjaði á eigin spýtur. Frá ferm- ingaraldri var hann í læri hjá vélsmið og tókst með mikilli sparsemi, að safna sér fyrir reið- hjóli. Hann æfði sig síðan á því, að taka það í sundur og setja það saman, og fólk hélt að hann væri ekki með öllum mjalla, er hann festi þetta spjald á lítinn verkstæðisskúr: H JÓLHESTA VIÐGERÐIR: Fljót ^fgreiðsla --- Vægt verð. Ábyrgð tekin á hverri viðgerð. Hann vann dag og nótt, og loks smíðaði hann reiðhjól af eigin rammleik. Þá breytti hann merkinu: WILLIAM R. MORRIS. Reiðhjólaverksmiðja og viðgerðar- verkstæði. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.