Frjáls verslun - 01.03.1939, Side 9
Fyrsta hjólið bar töfraorðið ,,Morris'‘, sem
átti síðar að sjást á öllum þjóðvegum Bret-
lands.
Fyrsta auglýsingin.
En Morris var ekki aðeins duglegur smiður
— hann hafði verslunarvit og skildi, að hann
þyrfti að auglýsa. En peningarnir voru ekki
til. Hann dó þó ekki ráðalaus, heldur brá hann
sér á hverjum sunnudegi út á reiðhjólabraut-
ina, þar sem beztu reiðhjólakappar Breta,
Frakka og Belga hjóluðu í kapp og reyndi sig
við þá.
Það gekk heldur illa í byrjun, en svo fór að
lokum, að hann sigraði hinn heimsfræga Pierre
Jacquot, sem var kallaður „örin frá Bretagne“.
Þá varð hann frægur, salan á reiðhjólum hans
jókst og eftir fáein ár gat hann farið að eiga
við bifhjól.
Morrisbíllinn fylgir Morrisreiðhjólinu.
Það var einmitt um þetta leyti, að ungur
og duglegur maður í Detroit, Henry Ford, fór
að íramleiða bifreiðar. Morris sá einn slíkan
bíl á kvikmynd og aflaði sér jafnskjótt upp-
lýsinga um hann. Síðan lokaði hann sig inni
og vann nótt með degi. Eftir fáa mánuði hafði
hann smíðað bíl, sem síðan hefir verið fyrir-
mynd allra Evrópubíla í öllum höfuðatriðum.
Nú var verkstæðið orðið of lítið, en umhverf-
is það spruttu í sífellu upp stærri byggingar.
Morris framleiddi nú reiðhjól, bifhjól og bíla.
Þegar heimsstyrjöldin skall á nam ársfram-
leiðsla hans af bílum 400.
Þá þurfti hann að framleiða margt annað
en bíla og í öllum stríðsönnunum kynntist hann
fjöldaframleiðslunni, eins og bezt varð á kos-
ið. Þegar stríðinu létti, var hann vel birgur af
reynzlu og fé. Kreppan á fyrstu árunum eftir
heimsstyrjöldina, kom ekki við hann og hann
var orðinn svo sterkur árið 1920, að þegar
allir aðrir bílaframleiðendur ákváðu að hækka
verðið á bílum sínum, tilkynnti hann miklai
verðlækkun frá því sem áður var.
Hvernig var þetta mögulegt? Það var mögu-
legt af því, að Morris sá fram í tímann. Hon-
um var ljóst, að brátt myndi sá sími koma, er
bílarnir yrði ekki lengur ,,luxus“-vara, heldur
flutningatæki alménnings, sem yrði að fram-
leiða í stórum stíl og ódýrt. Það er nú komið
í ljós, að hann hafði á réttu að standa. Nú
framleiða verksmiðjur hans um 100.000 bíla
árlega. Morris er orðinn bílakongur Evrópu
og lávarður í þokkabót.
FRJÁLS VERZLUN
Hversvegm honum tókst þetta.
Lávarðstitilinn fékk hann árið 1929 og hefði
þá gjarnan viljað kalla sig Morris lávarð. En
annar var fyrir með því nafni og hann valdi
því nafnið á þorpinu, þar sem hann hafði
sezt að.
En sé spurt hvernig honum hafi tekist þetta,
má svara með hans eigin orðum:
„Ég hefi lagt mikið að mér, því að enginn
fátækur maður getur gert hvorttveggja í senn:
lifað rólegu lífi og brotist áfram. Hvíld frá
störfum veit ég ekki hvað er og ég hefi alltaf
staðið við orð mín. Það kallast ,,heppni“, þeg-
ar maður grípur hið rétta tækifæri, sem manni
býðst. Og þegar fætur mínir voru þungir sem
biý í kappreiðunum forðum, þá hugsaði ég að-
eins með sjálfum mér: Keppinauturinn er ef
til vill enn þreyttari en þú . . . haltu áfram!“
Styrkur hans er einnig mjög í því fólginn,
að hann er engum háður. Hann stjórnar fyrir-
tækjum sínum sjálfur og þar fær enginn nærri
að koma. Fyrsta skifti, sem mönnum voru boð-
in kaup á hlutabréfunum í fyrirtækjum hans,
komst allt í uppnám á kauphöllinni, því að all-
ir vildu kaupa. Fylgir sögunni, að margir hafi
fallið í öngviti þar í þrengslunum.
Það má næstum heita, að orð Nuffields sé
jafn mikils metin á-Bretlandi og orð forsætis-
ráðherrans sjálí's. Er sagt að það hafi verið
hann, sem krafðist þess, að flugmálaráðherr-
ann enski, Swinton lávarður, legði niður em-
bætti ekki alls fyrir löngu. Það er þó ekki
fyrsta skifti, sem hann skiftir sér af stjórn-
málunum í landi sínu. „England vanrækir víg-
búnað sinn í lofti“ hefir alltaf verið viðkvæðið
hjá honum.
En það var af því, að forsætisráðherranum
og konunginum var kunnugt, hversu góður
Englendingur hann er, að undan honum var
látið, er hann krafðist þess í nafni allra bíla-
og flugvélaframleiðenda á Englandi, að Swin-
ton yrði settur af.
Einkunnarorð Nuffields eru: „Ætlunarverk
mitt er, að auka verzlun og iðnað Englands,
og að styrkja varnir heimsveldisins“. Hann
hefir líka sagt þessi orð, sem hér fara á eftir
og flestir enskumælandi menn hafa tekið upp
eftir honum: „Kauptu enskar vörur og mikl-
astu af!“
Hann hugsar ávalt um heimsveldið og af
þeim ástæðum hefir hann veitt hinar miklu
fjárhæðir til þess þarfa. „Höfuðskylda Eng-
lendingsins er að hugsa um öryggi heimsveld-
isins“.
9