Frjáls verslun - 01.03.1939, Síða 2
Gjaldeyrisástandið
og álit landsins út á við
'pMestum mun nú orðið fullkomið áhyggjuefni
hvernig ástandið er orðið í gjaldeyrismálun-
um. Síðustu 3-4 mán. hafa innflytjendur fengið
að greiða lítið annað en það, sem flutt er inn
frá „clearing“ löndunum, Þýzkalandi og Italíu.
Víxlar og kröfur fyrir matvörur, sem komið
hafa síðustu mánuðina, hefir annað hvort verið
endursent eða þessi plögg liggja í bönkunum og
ekki fæst að greiða þau. Undanfarið mun hafa
verið leitast við eftir megni að sjá um, að inn-
flytjendur kæmist ekki í vanskil með hinar
nauðsynlegustu matvörur, svo sem kornvörur,
kaffi og sykur. En nú er svo komið, að margir
stærri innflytjendur fá þessar vörur ekki send-
ar hingað, nema áfallnar kröfur verði leystar
fyrst. Hlýtur því að reka að því, áður en langt
um líður, að innflutningur matvöru þverrar og
gengur til þurðar, ef ekki verður gagnger breyt-
ing á gjaldeyris- og innflutningsmálum vorum.
Erlendar þjóðir vita
hvað er að gerast hér.
Það er varla ofsögum sagt, að ríkisstjórnir
og útflytjendur annarra landa fylgjast betur
með því hvað er að gerast hér í gjaldeyrismál-
unum en almenningur hér á landi. Fulltrúar er-
lendra ríkja hér senda skýrslur sínar til ríkis-
stjórna sinna og skýra frá öllu því, er skiptir
máli fyrir útflutningsverzlun þessara landa. —
Allir skilja, að það er ekki smáræðis atriði fyr-
ir þær þjóðir, sem hingað selja vörur, hvort
vörurnar eru greiddar á réttum gjalddaga, eða
hvort hætta er á, að andvirðið „frjósi“ hér inni.
Af vanþekkingu skilja menn ekki hér á landi
hversu nákvæmlega hinar stærri þjóðir fylgjast
með öllu er skiptir viðskiptahagsmuni þeirra,
jafnvel á hinum minnstu mörkuðum. Þessi lönd
vaka yfir hagsmunum kaupsýslumanna sinna og
veita einstaklingunum alla þá aðstoð sem hægt
er. Skýrslur ræðismannanna, þær, er héðan
koma, eru síðan sendar út af ríkisstjórnum
hvers lands til innflytjenda, sem skipti hafa við
ísland, svo að þeir geti fylgzt með ástandinu, og
hagað sér eftir því.
Öðru hverju hafa innflytjendum hér borizt
bréf frá viðskiptavinum sínum erlendis, þar
sem þeir skýra frá upplýsingum, sem þeir hafa
fengið frá sínum eigin stjórnarvöldum um gjald-
eyrisástandið hér á landi. Þessar upplýsingar
hafa gengið í þá átt, að beina athygli manna að
því, að gjaldeyrisleyfunum hér sé ekki treyst-
andi, og það komi nú oft fyrir, að gjaldeyri
skorti á gjalddaga. Að vísu sé slíkum greiðslu-
leyfum framlengt, en það sé engin frekari trygg-
ing fyrir greiðslunni þegar víxillinn falli í næsta
skipti. Þegar svo sé farið að framlengja víxl-
unum hvað eftir annað, sé hætta á, að eitthvað
af fjárhæðinni frjósi inni. Oft eru kröfurnar
(víxlarnir) endursendar, án þess að um nokkra
framlengingu sé að ræða. — Þessar upplýsingar
eru venjulega gefnar í hlutlausum tón, án þess
að beint sé verið að vara firmun við að verzla
hér, en þeim er ætlað sjálfum að taka ákvörðun
sína um það, hvort þau vilja halda áfram við-
skiptunum þegar þau hafa fengið að vita hvern-
ig ástandið er hér.
í skýrslunum er sagt rétt og hlutlaust frá, og
verður ekki séð, að um neinar ýkjur sé að ræða.
Hér er verið að gæta hagsmuna erlendra manna
með því að skýra frá því, hvernig ástandið er
hér í gjaldeyrismálunum. En þess er ekki að
dyljast, að slíkar upplýsingar geta aðeins vald-
2
FRJÁLS VERZLUN