Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 1
8. TBL. 1. ÁRG. 19 3 9 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAViKUR VERZLUN S/A sem ekkert traust hetir á sjálfum sér og virðist biðja hvern mann afsökunar á þvi að hann er til, verður að lifa lífi sínu eins og strá fyrir straumi, eftir annara geðþótta. Pannig er það með stéttir sem einstaklinga. Vanmáttarkendin sem einkennir þá hug- lausu og lítilsigldu, getur gert heilar stéttir þjóðfélagsins að hornrekum og utangáttarlýð. Ef til vill hefir ofsækjendum verzlunarstétfarinnar komið til hugar, að hægt væri með síendurteknum óhróðri, lognum sökum og heiftugu ámæli, að brjóta niður hugarþrek hennar og koma á hana svip hins sakbitna. Með slíkri aðferð má koma því inn hjá við- námstregum einsfaklingum, að hinar uppspunnu sakir séu þeim maklegar. Síðan fara þeir allir hjá sér af ótta við það, að almenningur trúi hinum lognu sökum. Hinn pólitíski aðili samvinnuhreytingarinnar í landinu hefir valið sér það óviturlega hlut- verk, að rægja verzlunarstéttina frammi fyrir allri þjóðinni. Pessi aðili hefir ekkert færi látið ónotað til að brýna það fyrir landsmönnum hversu mikið úrhrak mannfélagsins þessi stétt sé og hún sé stórhættuleg þjóðinni i heild. Pessi bardagaaðferð samvinnumannanna er samboðin nokkrum pólitizkum áróðursmönnum þeirra en ekki samvinnuhreyfingunni i heild. Enda er áróður af þessu tagi um heila stétt jafn fávíslegur og hann er ódrengilegur. Ef of mikið var að vænta drengskapar úr þessari átt, hefði að minnsta kosfi mátt búast við að hyggni hinna betri manna hefði ejnhverju fengið að ráða í áróðursdeild samvinnu- mannanna. Peir sem ausa svívirðingum yfir keppinauta sína, eru yfirleitt taldir vera á lágu menningarstigi. Áróðurinn hetir valdið þeim mestum vonbrigum sem að honum hafa staðið. Pjóðin hefir engan gaum gefið honum en hann hefir þjappað verzlunarstéttinni fastar saman og vakið hjá henni meðvitund um sinn eigin styrkleika. Andstæðingar hennar hafa kom- ist að raun um að hún verður ekki vegin með orðum einum. Verzlunarstéttin getur borið höfuðið hátt. Hún þarf engan að biðja tyrirgefningar á tilveru sinni og hún þarf ekkert ámæli að bera fyrir starf sitt. Hún hefir mikið hlutverk að vinna í þjóðfélaginu og því ertiðari sem tímarnir eru, því meira er um vert að hún leysi starf sitt vel af hendi. Sá sem rekur viðskifti sín af drengskap og heiðarleik, er þjóðinni meira virði en þeir sem vilja draga af honum mannorðið. Og ekki verður um deilt hvort hlutskiftið er betra.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.