Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 17
í sambandi við hátíðahöld verzlunavmanna í byrjun þessa mánaðar fengu verzlunarmenn ræðutíma í út- varpinu. Ávarp flutti Friðþjófur 0. Johnson, formaður V. R., Magnús Kjaran, stórkaupmaður, talaði um þróun íslenzkrar verzlunar, og Adolf Björnsson, bankaritari, um menntun verzlunarmanna. Mæltist öllum ræðumönn- um skörulega. — Eftir útvarpsræður þessar fann eitt af blöðum bæjarins köllun hjá sér til að atyrða ræðu- mennina fyrir að hafa reltið stjórnmálaáróður í ræðum sínum. Sú ásökun var með öllu ómakleg, eins og þeir geta um dæmt, sem ræðurnar heyrðu. — En blaðið gat ekki unnt verzlunarmönnum þess, með því að fá tæki- færi til að ræða sín sjónarmið frammi fyrir almenningi, að brjóta, þó ekki væri nema lítið skarð í þann múrvegg níðs og ósanninda, sem hlaðinn hefir verið í kringum þá stétt. * Ýmsir munu segja, að ekki sé tóbakið svo þarflegt, að rétt sé að halda sögu þess sérstaklega á lofti. En hvað sem líður öllu, sem talið er þarflegt eða óþarft, þá þýðir ekki að loka augunum fyrir því, að tóbakið er algeng verzlunarvara og hefir verið um langan aldur. Grein sú, sem hér birtist um tóbakið og verzlunina með það hér á landi fyrr á öldum sýnir, að „auðlærð er ill danska“, og hafa landsmenn verið fljótir að tileinka sér tóbakið. — Það er einnig fróðlegt, að sjá hvernig tóbaksverzlunin hefir verið fyrir 200 til 300 árum síðan, og að menn skyldu þá grípa til þess, að setja hámarks- verð á það i viðskiptum innanlands. Ýmsar aðferðir, sem nú eru alloft viðhafðar hafa því sýnilega verið snemma teknar í notkun, þótt um misnotkun sé sérstak- lega að ræða á seinni tímum. * Allmikla athygli hafa vakið fregnir í blöðunum hér, að nokkur hópur íslenzkra verkamanna færi til Þýzka- lands til að vinna, og væri von á að fleiri færu. Við fyrstu sýn mun það þykja all-undarlegt, að Þjóð- verjar leiti hingað eftir verkamönnum, en ástæðan er sú, að í Þýzkalandi virðist ekki eingöngu allt atvinnuleysi afnumið, heldur er þar beinlínis skortur á verkafólki. Samkvæmt upplýsingum frá þýzkum verkamálaskrif- stofum, sem birtar hafa verið í erlendum blöðum, þá vantar nú um 1 milljón verkamanna til landsins. Eink- um er skortur á mönnum til sveitavinnu. í ár hafa verið „fluttir inn“ 40 þús. verkamenn til landbúnaðarvinnu frá Slóvakíu, 37 þús. frá Ítalíu, 15 þús. frá Júgóslaviu, 12 þús. frá Ungverjalandi og' 5 þús. frá Búlgaríu. — Tala aðfenginna verkamanna við landbúnaðarvinnu nernur í sumar 120 þús. manns. í fyrra tóku Þjóðverjar 200 þús. pólska verkamenn í FRJÁLS VERZLUN „FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Friðþjófur O. Johnson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Björn Ól- afsson, Pétur Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa: Mjólkurfélagshúsinu, 2. hæð, herbergi 16—17. Áskriftargjald: 5 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala: 0,50 aura heftið. —- Prentsmiðja: Isa- foldarprentsmiðja h.f. þjónustu sína. Nú eru þeir allir heima, með byssu í hönd, ef Þýzkaland skyldi beita vopnavaldi við Pólland út af Danzig. Vegna þess er alveg sérstaklega mikil eftirspurn eftir verkafólki til Þýzkalands í ár, og jafn- vel leitað allt norður til íslands. Allmikill fjöldi danskra verkamanna fór til Þýzka- lands í sumar. Sumstaðar í nágrannalöndum Þjóðverja hefir eftir- spurn þeirra eftir verkafólki truflað verulega, svo sem í Ungverjalandi. Þjóðverjar bjóða betra kaup, og í sumum héruðum Ungverjalands er beinlínis skortur á mönnum til sveitavinnu, því að þeir eru þá farnir til Þýzkalands. Ein af kennisetningum þjóðernisjafnaðarmannanna þýzku er, að konan eigi að starfa á heimilinu, og gæta þar bús og barna. Sú regla hefir nú verið mjög brotin, og' konur streyma aftur á vinnustaðina. * Út af Þýzkalandsför hins islenzka verkafólks má segja, að það sé gleðiefni, ef þeir, sem hér hafa búið við atvinnuleysi og skort, geti nú séð sér farborða. En þetta mál er þó að ýmsu öðru leyti all-alvarlegt. Það liður varla sá dagur, að ekki sé talað um auðlindir Is- lands og hina miklu framtíðarmöguleika. Menn segja: Hér er nóg að gera. Hér er verið að hefja nýtt landnám. Hinar 120 þúsundir manna, sem landið byggja, hafa glæsilegt verkefni. Og allt er þetta satt. En því hryggi- legra er það, að ár eftir ár skuli koma upp hreyfing meðal manna um flutning til annarra landa. Hvað sem um stjórnskipun og stefnu Þjóðverja má segja, þá er það staðreynd, að þeir hagnýta sér mann- afl landsins til hins ýtrasta, og vilja ekki sjá eina ein- ustu iðjulausa hönd. Þetta er í landi, sem komið er á afarhátt stig að öllum framleiðsluháttum, tækni og rækt- un. Myndin verður því ólík, þegar litið er til okkar lands, sem er að ýmsu lítt numið, en á margar iðju- lausar hendur. Ef til vill getum við eitthvað lært af Þjóðverjum í þessu efni, og það er fullvíst, að meðan svo er, að stór- hópar af þeim 120 þúsundum manna, sem þetta land byggja, ganga lengri eða skemmri tíma hvers árs iðju- lausir, þá gengur hið „nýja landnám“ hægt og „auð- lindirnar" verða ónotaðar að verulegu leyti. * Myndina framan á kápunni, af Vestmannaeyjum, hefir Vignir ljósmyndari tekið. 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.