Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 4
ÉT I Eyrarbakkaverzlun fyrir 60-70 árum ÞAU 16 ár, sem eg var við Eyrarbakkaverzl- un, frá 1886—1902, höfðu nálægt 3750 manns föst viðskipti við hana árl. Voru þeir nákvæmlega skrásettir og hlaut hver sitt „númer". Þannig átti eg t. d. nr. 1925. Gætu þeir ekki sagt til um „númer" sitt eða þeirra, sem þeir áttu að verzla gátu þeir ekki fengið afgreiðslu, nema því aðeins að þeir hefðu í höndum heimildarskjal frá reikn- ingshafa. Voru skírteini þessi kölluð „Bevis". Þar var venjulega tekið fram, hvaða vörur eða hve mikla peninga mætti afhenda hand- hafa skjalsins. Þegar afgreiðslu var lokið, var nafn þess, er út tók, ritað á skjalið, dagsetning, o. s. frv., og það síðan dregið á band og geymt vandlega, og getið var þess í viðskiptabók hlut- aðeiganda, ef afgreitt var gegn „Bevis". Væri ösin mikil og sendimaður mundi ekki númer sitt eða þess, sem hann átti að verzla fyrir, varð hann oft að bíða þess all-lengi að fá afgreiðslu, vegna þess að þá var enginn tími til þess að leita að „númerinu" í númerabókinni. Það var því nauðsynlegt, að muna þau sem bezt. Orsökin til þess, að svo ríkt var gengið eftir númerun- um, var sú, að áður fyrr hafði verið tekið í óleyfi úr reikningum manna. Viðskiptabækurnar voru á stærð við algeng- ar sparisjóðsbækur, og var nafn og töluröð eig- andans skrifað á hana. Inn í þessar bækur voru skráðar allar vörur, sem viðskiptamaðurinn tók út eða lagði inn á árinu. Við árslok voru allar þessar viðskiptabækur gerðar upp og búið til eftirrit af hverri þeirra. Voru þessir reikning- ar sjaldnast tilbúnir fyrr en í lok aprílmánaðar næsta ár, og voru þá sendir út um sveitirnar með pósti eða öðrum ferðum. Bændur voru mjög eft- irvæntingarfullir um að sjá hvernig „reikning- urinn liti út", og höfðu þeir oft beinlínis áhyggj- ur af þessu. Bækurnar voru bundnar með tog- ieðri í knippi, og á daginn geymdar í marghólf- uðum skáp, en á nóttum og um helgar í eld- Kafli^ úr óprentaoYi bók um Eyrarbakka og Eyrbekkinga traustum járnskáp. Með þessu fyrirkomulagi, sem lýst hefir verið, var bókfærslan auðveld og einföld. Mál og vigt varningsins var fært inn í ullar- og fiskbækur eftir því, sem við átti, og bækurnar síðan sendar inn í búð, en þar var fært úr þeim í viðskiptamannabækurnar (litlu), eftir þeirri röð, sem nöfnin stóðu í ullar og fisk- bókunum, og viðskiptamaðurinn síðan afgreidd- ur. Var þá kallað upp nafn hans eða hann leitað- ur uppi, og hófst þá afgreiðslan tafarlaust. Væri hann þá ekki viðlátinn eða kæmi nokkru síðar, gat hann ekki komizt að fyrri en bókfærslumað- ur hafði afgreitt þann, sem fyrir var, nema svo stæði á, að annar bókfærslumaður gæti gjört það. I þessu efni sem öðru var viðhöfð hin stak- asta reglusemi. — Á lestunum byrjaði afgreiðsl- an kl. 6 að morgni og var henni haldið áfram óslitið til kl. 9 að kvöldi. Verzlunarþjónarnir skiptust þá á um að fara heim til máltíða, eftir því sem fyrirfram var ákveðið, kl. 9 og kl. 10, til morgunverðar, en kl. 3 og kl. 4 til miðdegis- verðar. Var þá blásið í lúður, hátt og snjallt, til þess að allir, bæði utan búðar og innan, gætu vitað hvað tímanum leið. Til máltíðar var ætl- uð ein klukkustund. Við hlið hvers bókhaldara stóð jafnan unglingsmað- ur eða byrjandi verzlunarmaður. Var hann kallaður „Afhændingsmand", og laut hann boði og banni bók- arans í einu og öllu. Hlutverk hans var það m. a., að sýna viðskiptamönnunum vörurnar, velja þær með hon- um, vega þær, telja og mæla, eftir því sem um var beð- ið og bókarinn sagði fyrir um. Jafnframt þessu skráði hann það í viðskiptabók mannsins, þegar afgreiðslu- maðurinn kom aftur og sagði til um, hvað hann hefði látið úti. — Allt, sem skráð var, var skrifað á dönsku, PEJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.