Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 21
ÍJAUSTIÐ er að nálgast, og annatími hús- *■ *■ mæðra fyrir dyrum, og næsta mánuð mætti með sanni kalla niðursuðumánuð. — Aldrei er betri tími til þess að gjöra innkaup til vetrar- ins á allskonar grænmeti og kjötmat, til niður- suðu og geymslu á annan hátt. Eins og ég hefi tekið fram áður, og aldrei verður of oft endurtekið, þá þurfa allir gluggar að vera vel hreinir og allt, sem sýnt er, svo hreinlegt sem mest má verða, og á það ekki sízt við um matvöruglugga. Það þarf mikla umhugsun um það, sem sýnt er í þessum nýju sýningargluggum, þar sem gluggabökin eru aðeins kvart eða alls ekki meira en til hálfs, og vill því falla mikið ryk á sýn- ingarhlutina, sem eðlilegt er, þar sem alltaf er 1. mynd. Tvær plötur eru klæddar með dúk eða pappír, litur: blár eða ljósblár. Andlitið er búið til úr þykkum pappa, málist með sterkum litum, t. d. húfan hvít með bláum skuggum, andlitið ljósrautt með blá augu og svart skeg'g. Stafirnir eru lausir (útskornir), dökkbláir. Yörur eftir eigin vali. 2. mynd. Á gólfinu er kassi, sem myndar þríhyrn- ing, og annar fyrir aftan, töluvert hærri, báðir klæddir með pappír og skreyttir með dökkum böndum. Á hak- inu eru laus pappastykki, sem máluð eru í sterkum lit- um og síðan límd saman. Stafirnir eru lausir. — Alls- konar vörur má láta í þennan glugga. verið að ganga um. Ætti því að nota cellophan- pappír utan um alla þá hluti, sem ekki eru inn- pakkaðir. tjr því farið er að minnast á íslenzkar afurð- ir, langar mig til að fara nokkrum orðum um mjólkurbúðirnar. Eg hefi í lengri tíma verið að velta því fyrir mér, hvort það væri eins með mjólkina og vínið, að ekki mætti sýna hana né auglýsa í búðar- gluggum. Annars er eg alveg hissa á því, að mjólkursölunefnd skuli láta allan þann mikla og ódýra auglýsingamátt ónotaðan, sem hún gæti haft með því að nota gluggana til sýning- ar á mjólk og mjólkurafurðum, í staðinn fyrir, eins og nú er, eru gluggarnir aðeins til að sýna, hversu mikið mjólkurbúðunum er ábótavant um allt hreinlæti. Eg er viss um, að ef mjólkursölunefnd fengi mann, sem gæti tekið að sér aö samræma glugga- sýningar og aðrar auglýsingar, og um leið litið eftir öllu hreinlæti, þá myndi mjólkursalan auk- ast til mikilla muna. En svo ekki meira um það að sinni. Hérmeð fylgja tvær teikningar af gluggum, Framh. á bls. 31 FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.