Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 23
Bertil Olilin: Hið nýja andlit Roosevelts Seinni hluta ársins 1938 kom mikill fjörkippur í vi'ð- skiptalíf Bandaríkjanna, en fyrri hluta yfirstandandi árs hefir aftur orðið kyrrstaða. í herbúðum stjórnar- innar kennir ótta við þá breytingu, sem orðið hefir. Að vísu eru enn 6 mánuðir eftir af þeim tíma, sem framkvæmdir fyrir opinbert lánsfé standa yfir. En ef til vill fer það svo, eins og fyrir nokkrum árum síðan, að ný kreppa skellur á óðara og dregið er úr straum hinna opinberu fjárveitinga. Einasta leiðin til að kom- ast hjá því er, að einkafjármagnið leiti aftur til marg- víslegra framkvæmda, svo sem bygginga, vélsmíða og járnbrauta. Sá kaupmáttur, sem skapazt við mikil fram- lög opinbers fjár getur hjálpað mjög til að fleyta at- vinnulifinu yfir örðugleikana í bili, en með slíku móti er ekki hægt að tryggja langvinnt viðskiptagóðæri. -— Þegar hið opinbera dregur að sér hendina, verður einkafjármagnið að hlaupa í skarðið, en það verður ekki nema að því sé tryggður nægilega góður hagnað- ur. — Hver leggur annars fé í framleiðsluna? Það eru þessar staðreyndir, sem nú virðast að lok- um orðnar Roosevelt og hjálparmönnum hans i Was- hington fullkomalega ljósar. Að vísu hefir bankastjóri Central-bankans Eccles lengi prédikað þessi sannindi, en án árangurs. Það er fyrst nú i ár, að stjórnendur U. S. A. eru komnir inn á þá braut, að styðja og styrkja einkaframtalcið eftir megni, og veita því tækifæri til hæíilegs hagnaðar. Það hefir mikla þýðingu, að forsetinn og aðrir stjórn- afmeðlimir leggja í hverri ræðunni á fætur annarri áherzlu á, að samstarf með helztu mönnum viðskipta- lífsins sé nauðsynlegt. Síendurtekin ummæli Roosevelts áður fyrri um gróðafikn fésýslumanna, höfðu valdið óánægju og erfiðleikum á sviði viðskiptanna. En stjórn- in lætur ekki staðar numið við fögur orð. Morgenthau fjármálaráðherra hefir lýst yfir því, að þrátt fyrir aukna fjárþörf vegna vígbúnaðar, verði nýir skattar ekki lagðir á. Þvert á móti hefir verið komið fram með opinberar tillögur um breytingu á fyrirkomulagi skatta, til þess að örva fésýslumenn til að hefja nýjar fram- kvæmdir, og taka á sig áhættu. Sérstaklega er þó athyglisverð framkoma Hopkins verzlunarmálaráðherra gagnvart kaupsýslumönnunum. Þeir höfðu haft ástæðu til að líta Hopkins hornauga á meðan hann var yfirmaður opinberrar vinnu, og þótti hann þá vera með þeim „róttækari“ i liði Roose- velts. Nú réttir hann mönnum iðnaðar- og kaupsýslu hendina til sátta. Það sést á mörgu, hve það er nú orð- inn einlægur vilji forsetans og ráðgjafa hans, að skapa einkaframtaki í framleiðslu og kaupsýslu, sem bezt skilyrði. Þótt nokkuð líti nú betur út en oft áður, þá ber þó víða skugga á. Járnbrautirnar eiga erfitt uppdráttar. Á vinnumarkaðinum ríkir ekki friður. Hin tvö verka- mannasambönd berjast mjög hvort gegn öðru, og þrátt fyrir miðlun forsetans gengur ekki saman. En ef til FRJÁLS VERZLUN Roosevelt vill er það annað, sem leitt gæti til sátta, og það er, að hæstiréttur hefir nýlega úrskurðað hin svonefndu þrásetuverkföll ólögleg, en þau verkföll eru þannig, að verkamenn sitja kyrrir á vinnustað og varna öllum aðgangs. Síðan árið 1932 hefir kjörorð Roosevelts verið : Um- bætur og velmegun. En þó hefir farið svo, að ,,um- bótastarfsemin“ hefir mjög tafið fyrir aukinni velmeg- un. Um það er ekki hægt að deila, hversu fúslega sem menn viðurkenna, að margar umbætur Roosevelts hafa þjóðfélagslega séð, verið sanngjarnar. Nú í ár er stefn- an aftur orðin sú, að hætta allri ,,umbóta“-starfsemi, sem gæti haft truflandi áhrif á gang viðskiptalífsins. Roosevelt finnst það meira áríðandi, að demokratar vinni forsetakosningarnar næsta ár heldur en að leggja út i nýjar „umbóta“tilraunir. Oflof í auglýsingum Þegar ég hlusta á útvarpið og heyri hvað sumum mönnum er hrósað ótrúlega mikið, dettur mér ævinlega eftirfarandi saga í hug: Elckja ein þurfti að koma manni sínum undir græna torfu og fékk prest til þess að halda Ííkræðu yfir hon- um, eins og gerist og gengur. Hinn látni hafði verið frekar kvensamur, drykkfelldur í meira lagi og yfir- leitt frekar breiskur. En presturinn minntist hvergi í ræðu sinni á misbresti hins látna, heldur hrósaði honum á hvert reipi. Varð þá ekkjunni að orði: „Eruð þér viss um, að þér séuð að tala yfir réttu líki?“ Verri en sUaHaá|sján Afskipti hins opinbera af atvinnulifinu kosta meira en skattaáþján hins opinbera. Menn ættu að íhuga þá staðreynd. Árið 1929 færði einstaklingsframtakið Bandaríkja- mönnum 16 miljarða — 16.000.000.000 — dollara í þjóðartekjur. Hið opinbera fór að skipta sér af atvinnulífinu, og nú eru tekjur þjóðarinnar aðeins 11.000.000.000 doll- ara árlega. Þegar skattar allir eru hækkaðir á hið opinbera að draga úr afskiptum sínum af atvinnulifinu, en ekki að auka þau. 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.