Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 6
Núfíma stóriðjuhöldur T ÁGVAXNIR, gulir kaupmenn ferðast inn í frumskóga f jarlægra landa til þess að kaupa af hinum innfædclu mönnum hráefni. Þessum hráefnum er síðan safnað saman og skipað um borð af hvítum mönnum og siglt til Árósa: Jarðhnetur frá Kína, kopra frá Indlandi, soyu- baunir frá Manchukuo, pálmakjarnar frá Afr- íku og hörfræ frá Argentínu. Hvalolía frá Nor- egi og síldarolía frá fslandi er líka látið fylgja með. Vélar eru notaðar til þess að búa til kök- ur úr hinum föstu efnum, en þær verða aftur a? smjöri með aðstoð kúnna, en olían rennur í sífelldum straumi til hinna dönsku smjörlíkis- gerða, en þaðan fer smjörlíkið út um allan heim, þar sem steikt er og „brasað“ í því. Fimmtán hundruð verkamenn starfa í tveim verksmiðjum, 250 skrifarar í skrifstofunum. Firðritarar bera boð um allt, sem gerist í stór- borgunum og bréf með alla vega litum frímerkj- um flytja fregnir frá öllum, 80, löndum heims- ins. Fjórðungur milj. d. króna fer daglega um fjárhirslur félagsins, og 10% af öllum tekjum manna í Árósum koma frá þessu fyrirtæki: Áar- hus Oliefabrik A/s. Ef það hætti störfum, myndi 6—10 þúsundir manns verða að leita á náðir hins opinbera og gjaldþol allra íbúa þessa höfuðstaðar Jótlands myndi minnka stórkostlega. Það er nokkur mælikvarði á þýðingu þessa fyrirtækis og þess manns, sem stjórnar því: Thorkild, Junckers, framkvæmdastjóra. Höfði hærri en fólkið. Hann er höfði hærri en menn almennt. And- lit hans er eins og maður hugsar sér andlit skálds eða heimspekings. Augnatillitið ákveðið, eins og hjá manni, sem vanur er að segja fyrir verkum, en andlitssvipurinn er þó blíðlegur eins og á barni. „Hvers vegna eruð þér svona hávaxinn?“ spurði eg fyrir nokkru. „Fenguð þér ekki smjör- líki, þegar þér voruð barn?“ Þá hló hann inni- lega, því að hann fékk aldrei annað. En annars er hann venjulega ákveðinn, þegar þetta mál er til umræðu og segir: „Haldið þér, að eg myndi framleiða smjörlíkisolíu stundinni lengur, ef eg héldi, að hún væri skaðleg? Nei, þá vildi eg held- ur skera tréskó ...“ Hann er ánægður yfir stærð sinni. — Hennar 6 THORKILD JUNGKER vegna hefir hann aldrei horfið innan um al- menning. Hann segir, eins og Bodil Ipsen: „Maður verður að vera mikill á velli“. En hann er líka mikill að vexti andlega, því að það er eins og allir hinir góðu eiginleikar hafi náð beztum þroska í honum. Hann var einkabarn óbreyttra almúgafor- eldra: Sonur húsmanns, er síðar varð fangavörð- ur í Kaupmannah. og konu hans, Önnu Juncker. í föðurætt hans eru margir iðnaðarmenn, en móðir hans er komin af junkurum, sem flutt- ust til Danmerkur á dögum ,,merkantilismans“. Faðir hennar var byggingameistari, sem hefir mikið af hinum gamla og ljóta Ordrup á sam- vizkunni. Ef Juncker hinn ungi hefði aðeins komizt að á venjulegri skrifstofu, þá hefði hann e. t. v. orðið bara venjulegur skrifstofuþjónn. En hann FRJÁLS’ VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.