Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 13
TóbakiíS breiíS- ist út. Tóbaksekra piltar fóru að reykja tóbak, og mun það ekki fiarri Jagi, að tóbakinu hafi ekki hvað sízt ver- ið vel fasrnað í fvrstu meðal skólapilta, þótt það væri annars staðar lítt þekkt. En árið 1615 eru sagnir af tóbakinu hér við land, því að Jón Ólafsson Indíafari segir í ævi- söeru sinni, að hann hafi kvnnzt því um borð í ensku skini fyrir Austfjörðum. Jón tók sér far með skipi þessu til Englands, og segir hann, að einn skipverja. Ruben að nafni, hafi tekið tóbak á hverju kvöldi, og af honuím lærði hann listina. Það er því sennilegt, að Jón Indíafari sé fyrsti íslenzki tóbaksneytandinn, og rísi hér ein- hvern tíma upp vindlagerð að nýju, þá ætti að nefna einhverja vindlategundina Jón Indíafara, í heiðursskyni við vorn fyrsta tóbaksmann! í byrjun 17. aldar fréttu menn ýmislegt hér nyrðra af hinni nýju jurt, en kynningin er enn- þá lítil. Arngrímur lærði á Hólum hafði opin augun fyrir mörgu, og sá hann getið tóbaks og skrifar til vinar síns Óla Worm í Kaupmanna- höfn árið 1631 og spyr hann hvers eðlis tóbakið sé. ÓIi Worm var hinn mesti lærdómsmaður og spekingur, og svarar hann Arngrími árið eftir, og voru bréfaskriftir þessar vitanlega á latínu, sem var alheimsmál í þá daga. Segir Óli Worm m. a.: „Jurtin er kaldrar náttúru og einkum holl fyrir þá, sem eru vots eðlis, ef þeir neyta hennar í hófi, sem annara læknislyfja". Mönn- um mun koma þessi lýsing fremur kynlega fyrir, en orðin „vots eðlis“ eru úr svonefndum plánetubókum, sem voru ein fremstu vísindi í þá daga, og fjölluðu um eðli manna og alls lífs, og það nákvæmlega tengt við gang himintungl- anna. En íslendingar voru ekki lengi ófróðir um tóbakið. Það fór sína sigurför um allt landið. Ólafur Davíðsson telur, að íslendingar hafi í fyrstu kynnzt tóbaki hjá erlendum sjómönnum, sem voru margir hér við land, þá ekki síður en nú, og er það all-löngu áður en tóbakið verður verzlunarvara. Eins og áður er sagt, er það einmitt mjög sennilegt, að það hafi borizt mjög snemma til Skálholts, sem þá var hin helzta menningarstöð landsins, og er því ekki illa til FRJÁLS VERZLUN fallið. að miða upphaf tóbaksnotkunar í landinu við það, þegar Skálholtsmenn tóku að nota tóbak. Allar bær höfuðtegundir tóbaks, sem nú þekkj- ast, tóku að berast til landsins, og var neyzla þess mikil. En tóbakið mætti, sem von var, nokkrum mót- þróa, eins og annars staðar, og áður er minnzt á. Prestar héldu þrumuræður á móti því í kirkj- unum, og höfðingjar reyndu að halda almenn- ingi frá neyzlu þess og torvelda verzlun með það. — Einna berorðastur af klerkunum var séra Páll Björnsson í Selárdal, sem var frægur fyrir lær- dóm, en þó enn frægari fyrir hjátrú, því að hann gekk mjög fram í því, að brenna galdra- menn, og eru þau mál alþekkt. Séra Páll segir m. a. svo í einni af ræðum sínum: „Aldrei verð- ur evangelíum svo kiprað saman í prédikunar- stólnum, að það sé ekki oflangt, þótt tóbakið sé enn milluim tannanna á þeim, sem sitja á kirkju- bekknum. Sú nýja svívirðing af hverri himin- inn mætti dofna, er eigi fyrir mörgum árum í söfnuði guðs inn smogin og varir enn nú; og eigi nægir alla sunnudagsmorgna að sitja við öskustóna og fylla hjartað með slabbi og sam- ræðu|m, nema til dægrastyttingar sé tönnlað tóbakslaufið--------; náir því og stybban guð- leysisins að rjúka úr baðstofunni hjartans, áð- ur en guði skuli hjartanu offra og þetta er sæt- ara en „manna“ millum tannanna“. Þó svona léti í sr. Páli, voru þó ekki allir klerkar tóbakinu jafn andvígir. Til er reikningur, sem Páll kaupmaður í Hólmi (Effersey), sendir Brynjólfi biskupi 1668 fyrir tóbakspundi, og var OkraS á tóbakinu. Páll Björnsson, sem barðist mest gegn tóbakinu verðið 30 fiskar, sem var afar hátt. Var í fyrstu mjög okrað með tóbak. Það fluttist slitrótt, en eftirspurnin feiknarleg og skapaðist af því hið háa verðlag, en menn bröskuðu með tóbak og seldu okurverði þegar tóbaksleysi steðjaði að. Var almúginn mjög frekur í tóbaksnotkun, og að því er frásagnir frá þessum tíma herma kunnu menn sér lítið hóf, og varð tóbakið jafn- Framh. á bls. 31 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.