Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 8
á •— með samþykki iðnráðsins —, þegar samningar stóðu yfir um innflutning Dana til Englands, að iðnað- urinn slægi af kröfum sínum um stærð þess hluta, sem hann átti að fá af útflutningnum. Vinnuveitcmdi oq vinnuþegar. Sem iðjuhöldur hefir hann frá öndverðu litið á sig sem miliigöngumann eigendanna og starfsmannanna, ekki sem beinan þjón eigendanna. Hann telur það starf sitt að vinna jafnt að því að auka hagnað fyrirtækis- ins og veita jafnframt eins mörgum vinnu og hægt er með sem beztum kjörum. Þótt þessi hugsun sé afar ein- föld, var hún ekki til fyrir 100 árum, en hún hefir leitt til ýmsra hlunninda, svo sem verkamannaferða, styrkt- arsjóða, elliheimila, o. s. frv. Hjá A. 0. hefir enginn kvæntur maður minna en 4800 kr. í kaup, og engin skrifstofustúlka minna en 1800 kr. Hann vill, að starfsfólkið geti lifað sæmilegu lífi. —- En Juncker vill líka þekkja allt starfsfólk sitt, því að hann veit, að það er mikils virði fyrir hvert fyrir- tæki, að hver maður vinni það starf, sem honum hent- ar bezt. Hvern þriðjudag, kl. 11—12, geta allir, sem vilja, gengið á fund hans, og hann veitir öllum áheyrn. Hann veit, að peningar og ást eru mestu vandamál mannlífsins. Juncker getur hjálpað í peningasökum, og reynir að hjálpa í ástamálum. Eitt sinn var ung stúlka hrifin af vélstjóra, en fólk hennar vildi gefa hana bankamanni, af því að það þótti „fínna“. Þá sagði Juncker við stúlkuna: „Segið foreldrunum, að eg hafi haldið, að þeir væru gáfaðir — eftir útliti yðar að dæma“. En Juncker vill ekki, að blöðin séu að tala um „æf- intýr“ o. þ. h., þegar hann styrkir einhvern til frek- ara náms eða því um líkt. Hann hugsar aðeins um það, að því meira sem maðurinn kunni, því meira gagn geti hann gert fyrirtækinu. Meðan Juncker var hjá 0. K., sá hann aldrei H. N. Andersen — hann var hulinn í móðu fjarlægðarinnar. Hann sýndi mönnum sjaldan hlýju. Hann hrósaði mönn- um aldrei. Juncker hefir þveröfugar aðferðir: Hann hrósar og lastar. Það er alltaf sama tilhneigingin, að kynnasb starfsmönnurrt sínum. Jafnvel þegar ungir menn hafa verið sendir í langar ferðir, skrifar hann þeim bréf og hvetur þá til dáða. Hann áminnir menn um, að halda fast við ákvarðanir sínar — nema það sé fíflska að gera það. Hann fylgist með hverjum nýjum starfsmanni frá öndverðu, til þess að sjá, hvar hann geti notið sín bezt. Maðurinn. Hann er 41 árs og hefir i mörg ár verið að heita má einvaldur í stærsta útflutningsiðnaði Dana. Hann hefir séð hugmyndir sínar verða að veruleika, og aðra fara að dæmi hans, löngu áður en hann er orðinn gamall, og þó tekur það oftast mannsaldra, að koma sumum hugmyndum í framkvæmd ... En guðirnir láta líka þá verða fyrir sorgum, sem þeir öfunda (og þeir öfunda þá, sem allt leikur í höndunum á). Þannig hefir Juncker — sem alltaf hefir viljað létta byrðar annara — feng- ið sína byrði að bera. Sú vera, sem hann unni mest, dó, meðan hann hélt í hönd hennar. 8 En þegar maður er aðeins 41 árs, er hægt að byrja lífið á ný. Menn segja, að hann sé hrokafullur. Þegar Árósa- búar koma til Kaupmannahafnar og sagt er við þá: „Nú, þér þekkið þá Juncker forstjóra?“ svara þeir jafnan: „Nei, enginn þekkir hann. Hann lokar sig inni fyrir öllum“. Slíkt er álit margra utan fyrirtækisins, því að hann þiggur engin heimboð. Hann hefir hvorki löngun né tima til þess. Kveldin vill hann eiga sjálfur. Þá fóðrar hann gullfiskana sína, kitlar skjaldbökuna undir rófunni og hlúir að kókospálmunum, sem hann hefir sjálfur ræktað, eða hann situr við eldstóna og les „Psychologie der Massen“ eða bara leynilögreglu- sögu. — Árósabúarnir, sem ganga fram hjá húsinu hans, myndu verða undrandi, ef þeir vissu, að hann grípur stundum harmóníkuna sína og fer að leika á hana. — Lund hans er margþætt. Þegar yfirboðarar á skrifstofu hans ætla að gerast harðstjórar, „kennir hann þeim að lifa“. En þegar skap hans sjálfs ætlar að fara úr jafnvægi, þá flýr hann til annara landa. Hann hefir alltaf eitthvað að gera í hinum 80 löndum heims, en þegar hann hefir lok- ið stöi'fum þar, hefir hann fataskipti. Þá sést ekki utan á honum, að hann sé framkvæmdarstjóri, og hann hvei'f- ur í hóp þeirra, sem ganga um göturnar. Það þykir hon- um skemmtilegast að gera í París, því að þr.r eru menn svo alþýðlegir. CASSON: Maðurinn þarf »bætiefni« Að einu leyti a. m. k. er maðurinn eins og vél — hann er ekki sterkari en veikasti hluti hans. Enginn maður og engin vél bilar að öllu leyti. Bilun- in er venjulega á einum stað. En þá þarf að fá vara- hlut eða — „bætiefni" í vélina eða manninn. Við vitum, að þótt maðurinn sé ágætur að flestu leyti, þá er þó einn veikleiki honum til tálmunar. Vegna þessa eina veikleika eða galla er nafn mannsins sett á svarta listann, og enginn vinnuveitandi heldur honum lengi hjá sér. Eg veit um veitingaþjón einn í London, sem hefir alla þá kosti til að bera, sem yfirþjón í ágætu og stóru gistihúsi þarf að prýða, en hann verður samt alla sína ævi óbreyttur þjónn. Veikleiki hans er — að jafnskjótt og hann er búinn að safna sér £ 10, fer hann „á túr“. Ef hægt væri að lækna þennan veikleika, myndi hann komast í ágæta stöðu. En til þess þarf hann — „bæti- efni“. Geðvonzlca er ókostur margra manna — óstjórnleg reiðiköst. Maðurinn er e. t. v. ágætlega að sér, en hann heldur engri stöðu lengi. Hann þarf einnig „bætiefni". Það kemur fyrir, en er mjög sjaldgæft, að menn með svona veikleika taka ákvörðun um að lagfæra þá. Það er hægt, en til þess að það megi takast, er mikill vilja- kraftur og þrautseigja nauðsynleg. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.